Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 33
bubbi morthens Skiptir höfuðmáli að velja rétt í lífinu Þannig var það bara Hver er Bubbi Morthens ef við sleppum gítarnum og boxhönskunum í lýsing- unni? „Ég er fæddur 6. júní 1956 og ólst upp í Vogunum. Móðir mín var dönsk og faðir minn hálf norskur. í Vogunum kynntist ég strákum eins Einari Má Guðmundssyni, Friðrik Þór Friðrikssyni og Agli Ólafssyni. Ég átti mína barnæsku hér á íslandi en gekk líka í skóla í Danmörku. Síðan kem ég heim upp úr 1973 og gerðist farandverka- maður til margra ára eða fram til 1980. Þá byrjaði ég á fullu í tónlist og gaf út mína fyrstu plötu, ísbjarnarblús, 17. júní sama ár. Eftir það hef ég ekki sleppt gítarnum og verið að spila og syngja." í sjónvarpinu segir hann með tilþrifum „Sástu þetta Ómar - þetta var svakalegt upphandleggshögg" og í útvarpinu syngur hann „Stál og hnífur er merki mitt - merki farandverkamanna." Þessar lýsingar og margar aðrar eiga við engan annan en Bubba Morthens einn ástsælasta tónlistarmann okkar á Fróni og boxáhugamann með meiru. Nóg er að gera hjá Bubba um þessar mundir. Nú nýverið kom út plata með Bubba og hljómsveit hans, Stríð og friður, og er kappinn að fylgja henni eftir. Jafnhliða þessu er Bubbi í samstarfi með Essó í forvarnar- herferðinni „Það skiptir máli að velja rétt!" Þetta og margt fleira vakti athygli Skinfaxa. Skapti Örn Ólafsson settist því niður með kappanum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.