Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 20
ílí?p? körfuboltakappar Þeir eru margir efnilegir körfu- boltamennirnir sem leika með Selfossi í dag. Tveir þeirra, Ragn- ar Gylfason og ívar Freyr Haf- steinsson, hafa, ásamt fleirum, verið að koma inn í meistara- flokkinn á síðustu tveimur árum þrátt fyrir ungan aldur. Þeir eru aðeins 16 ára og hafa verið sigur- sælir með yngri flokkum Selfoss m.a. eru þeir núverandi Islands- meistarar í 10. flokki. Skólinn gengur fyrir Ég gæti trúað að meðalaldurinn sé 18 ár þannig við við eigum eftir að þroskast mikið. Það er því björt framtíð hérna á Selfossi „Þetta var rosalega erfitt í fyrra. Við lentum í undanúrslitum á móti Grindavík og unnum þá. Til úrslita lékum við gegn Njarðvík. Það var tvísýnn leikur og sérstaklega eftir að Ivar fór út af með 5 villur, en við náðum að klára leikinn og tryggja okkur Islandsmeistaratitilinn á lokasekúndunum/' segir Ragnar. Spila upp fyrir sig Út af með fimm villur ívar. Ertu svona grófur leikmaður? „Nei, nei, alls ekki ég er mikið prúð- menni inn á velli og þetta var mjög ósanngjarn dómur," segir hann glottandi. Þið urðuð einnig íslandsmeistara í 7. flokki á sínum tíma. Hver er ástæðan fyrir svona góðum ár- angri á undanförnum árum? „Það er spuming. Við höfum reyndar verið duglegir að æfa og höfum lagt mikið á okkur. Þá held ég að það hafi skipt miklu máli að við höfum alltaf leikið upp fyrir okkur þ.e.a.s. með eldri strákum og núna erum við að leika með meistara- flokki. Þetta herðir okkur og við fáum meira út úr því að leika með betri og á móti sterkari leikmönn- um," segir Ivar. Meistaraflokkur Selfoss leikur í 1. deild í körfunni en hefur ekki farið neitt sérstaklega vel af stað í vetur? „Okkur hefur gengið illa það sem af er vetri. Við erum aðeins búnir að vinna einn leik og það er ekki nógu gott," segir ívar. Nú léku þið til úrslita um sæti í Úrvalsdeild í fyrra en eruð nú eins og staðan er í dag í hinum end- anum á töflunni. Hvað veldur? „Við erum að spila á mjög ungu liðið í ár samanborið við í fyrra og því er ákveðið reynsluleysi að há okkur. Við erum reyndar með nán- ast sama hóp en spilum reyndar án útlendings og svo fór einn mjög sterkur leikmaður frá okkur fyrir tímabilið. Þegar hópurinn er svona lítill, eins og hjá okkur, þá skiptir hver maður miklu máli. Ég held að þetta séu aðal orsökin fyrir slæmu gengi auk þess sem við vorum með útlending sem þjálfaði og lék með okkur en hann var látinn fara fyrir skömmu enda var leikskipulagið komið í algjört rugl," segir Ragnar. Nú hefur gamalreyndur körfu- boltamaður og landsliðsmaður, Gylfi Þorkelsson, tekið við þjálf- un liðsins. Þú ættir að þekkja eitt- hvað til hans Ragnar? „Já, já, þetta er pabbi minn." Og ívar bætir við: „Gylfi er að koma inn nýjum hlutum hjá okkur sem tekur tíma að átta sig á. Við höfum fulla trú á að við eigum eftir að bæta okkur eftir áramótin enda höfum við verið óheppnir í mörgum leikjanna og verið að tapa þeim með litlum mun. Það má því segja að þetta hafi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.