Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 24
sé að aukast meðal yngri kynslóðarinnar sem er ekkert annað en gott mál og bæjar- félögin út á landi þyrftu að virkja krakkana þar en betur." Hvernig er handboltalífið á Selfossi? Það mætti vera betra að mínu mati miðað við fólksfjölda. Það eru alltaf einhverjir sem fylgjast með manni og það er verið að Það skiptir okkur gríðalega miklu máli að það mæti sem flestir á völlinn til að styðja okkur þótt það gangi illa því að það veitir okkur sjálfstraust og gleði." Eftir frábært gengi ykkar í fyrra þar sem þú fórst á kostum þá varstu valinn í íslenska landsliðið í handbolta. Var það ekki mikill heiður? Þú lékst á móti Bandaríkjunum á þínum heimavelli á Selfossi. Það hefur ekki ver- ið leiðinlegt að leika fyrir framan sína áhorfendur á eigin heimavelli? „Að leika á sýnum heimavelli var mikill bónus. Maður var afslapaðri og leið virki- lega vel. Það mættu margir til að styðja mig og það var ótrúlega gaman að sjá svona marga koma til að hvetja mig áfram." Jú, það var að sjálfsögðu mikill heiður fyrir mig og ég held að ég hafi ekki áttað mig á því hvað þetta var ótrúlegt fyrr en nokkrum dögum seinna tala við mann úti á götu um gengið hjá okku,r en mér finnst það oft vera þannig að þegar illa gengur hjá okkur þá mæta fáir á völlinn. Svo þegar gengur vel mæta fleirri. „Jú, það var að sjálfsögðu mikill heiður fyrir mig og ég held að ég hafi ekki áttað mig á því hvað þetta var ótrúlegt fyrr en nokkrum dögum seinna." Þú hefur náttúrulega sett stefnuna á að komast aftur í landsliðið og festa þig í sessi? „Maður stefnir alltaf upp á við og ég veit núna að ég á alveg möguleika að komast í landsliðið og að sjálfsögðu stefni ég aftur þangað." Við hverja ertu helst að keppa um stöð- una í íslenska landsliðinu? „Það eru að mínu mati Einar Örn í Hauk- um og Bjarki í Val en þeir eru líklega erfið- ustu andstæðingarnir. Þeir hafa báðir meiri reynslu en ég þar sem þetta er fyrsta árið mitt í efstu deild." Nú er íslenska landsliðið í handknattleik á leiðinni á EM í Svíþjóð. Hverja telur þú vera raunhæfa möguleika liðsins? „Island á ágæta möguleika. Strákarnir hafa sýnt það að þeir geta spilað góðan hand- bolta og ég tel að þeir gætu verið á meðal 10 efstu á EM." Eigum við ekki að geta gert kröfur til þeirra þar sem við eigum handboltamenn í fremstu röð sem leika m.a. í Þýskalandi og má þar t.d. nefna menn eins og Ólaf Stefánsson, Patrek Jóhannesson, Sigurð Bjarnason, Guðjón Val Sigurðsson og Selfossinginn Gústaf Bjarnason? „Það er alltaf hægt að gera einhverjar kröfur og við gerum það sjálfsagt flest en ég held að við ættum ekki að vera að setja of mikla pressu á þá til að byrja með. Ég er nú ekki góður spámaður en ég er bjartsýnn og spái þeim 5 sæti." Við eigum mikið af góðum leimönnum erlendis eins og ég kom inn á áðan. Hvað með þig sjálfan stefnir þú á atvinnu- mennskuna? „Það er örugglega gaman að komast út og spila. Ef allt gengur vel hjá mér þá er það draumurinn að komast í atvinnumenn- skuna og þangað stefni ég að sjálfsögðu."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.