Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 27
mm Hvernig er foreldrastarfið í þeim flokkum sem þið fylgið? „Nokkuð gott. Þetta er mikið til ákveðinn kjarni, sömu foreldrarnir sem standa í þessu og hittast á vellinum. En því er ekki að neita að foreldrastarfið hefur verið mjög virkt hérna í gegn- um árin," segir Arný. vaxta unglingar þá heilsa þau manni út á götu þótt að það sé liðinn nokkur tími frá því að maður fylgdi þeim eftir. Mér finnst þetta mjög jákvætt og í raun verða þessir krakkar félagar mamis. Þjóðfélagið er orðið þannig í dag að það hafa allir svo mikið að gera og börnin hafa orðið úr svo miklu að velja. Þau eru því orðið minna heima hjá sér en áður, þannig að mér finnst með öðrum. Þetta fannst mér stelpurnar fá í sig eftir að við byrjuðum með kvenna- boltann. Þær læra að vinna saman, þannig að við getum verið sammála um að íþróttirnar gefa börnunum okkar mjög mikið." Vel á minnst. Ég heyrði að þið væruð upphafsmenn kvennaknattspyrnunnar á Selfossi. Hvemig stóð á því að þið fóruð út í þessa sálma? „Þetta byrjaði nú eigin- lega þannig að stelpan mín fór að mæta æfingar með strákunum ásamt annarri stelpu árið 1994. Arið eftir ákvað þáver- andi unglingaráð með Einar Magnússon í fararbroddi að hefja skipulagðar æfingar fyrir 6. flokk kvenna. Það kom mikið á óvart hve mætingin var góð strax fyrsta árið. Síðan hefur þetta undið upp á sig og í dag eru rúnlega 80 stúlkur sem æfa með 6. flokki og upp í 3. flokk. Það voru margir sem komu að þessu og ekki má gleyma Laufeyju Guðmundsdóttur sem þjálfaði stelpurnar frá 1996 til 2000." 0g svo skilur þetta líka mikið eftir sig því þótt þau séu orðin fullvaxta unglingar þá heilsa þau manni út á götu þótt að það sé liðinn nokkur tími frá því að maður fylgdi þeim eftir. Mér finnst þetta mjög jákvætt og í raun verða þessir krakkar félagar manns. mikilvægt að geta fylgt þeim eftir og fengið smá auka tíma með þeim. Maður veit þá hvað börnin eru að gera og getur fylgst með þeim þótt það sé ekki meiningin, en þú kynnist vinum þeirra, þekkir hópinn sem þau eru í og hvað er um að vera." En hvernig finnst börnunum að hafa mömmu og pabba alltaf með sér? „Það er voðalega misjafnt," segja þær brosandi. „Svona framan af var þetta ekkert voðalega vinsælt hjá börnunum. Við höfum t.d. ekki misst af móti þar sem börnin okkar hafa verið með fyrr en núna um daginn og þá fannst dóttur minni alveg ómögu- legt að hafa ekki mömmu og pabba með sér," segir Árný og bætir við: „En ef við byrjum á því að fylgja þeim ungum þá finnst þeim eðlilegt að það sé svoleiðis." Og Eygló tekur undir þetta. „Ég á strák í 2. flokki og ég hef ekki heyrt annað en að strákarnir í flokknum séu mjög sáttir við að foreldrarnir fylgi þeim eftir þótt þeir séu orðnir 16 til 18 ára. Þeir eru ekkert öðruvísi en ég og þú, það vilja allir finna fyrir stuðning frá sínum nánustu." Er ekki gaman að fylgja börnunum sínum eftir og fá að njóta þess sem því fylgir? „Jú, það er alveg ofboðs- lega gaman. Þetta gefur manni mikið °g maður kyrtnist börnunum sínum betur og á annan hátt." Segir Eygló og Árný tekur undir þetta: „Það er líka gaman að fá að kymrast vinum barna sinna. Og svo skilur þetta líka mikið eftir sig því þótt þau séu orðin full- Krakkar í íþróttum eru skipulagðari í sumar varð síðan 3. flokkur kvenna íslandsmeistari í 7 manna liðum. Sannar- lega glæsilegur árangur. Að auki má geta þess að Eygló hefur sett upp heimasíðu fyrir 3. flokk kvenna. Þar má fá ýmsar upplýsingar um flokkinn, stelpurnar, þjálfara o.fl. Heimasíðan er: http://umf.selfoss.is/knattspyrna En hvað finnst ykkur um íþróttir og að börnin ykkar séu í íþróttum? „Mér finnst það mjög jákvætt í alla staði. Mér finnst að krakkar sem eru í íþróttum á þessum aldri verði skipulagðari þ.e.a.s. að þau skipu- leggja tíma sinn betur í sambandi við lærdóminn. Þau læra það að þau hafa ekki endalausan tíma því þau þurfa að mæta á æfingar og því verða þau að skipuleggja sig til að missa ekki af æfingum. Ég held að íþróttir styrki þau frekar í náminu heldur en að draga úr þeim og svo koma þau endurnærð og glöð heim eftir að hafa verið á æfingum," segir Árný og Eygló kinkar kolli og bætir við. „Ég held meira að segja að kannanir hafi sýnt það að börn sem stunda íþróttir gangi betur í skóla en þau börn sem eru ekki í íþróttum. Ég tók t.d. eftir því hjá stelpunum, eftir að við byrjuðum með kvennaknattspyrnuna hérna á Selfossi, að þær lærðu líkt og strákarnir höfðu gert áður, að vinna með öðrum. Fótboltinn er hópíþrótt og það er ákveðinn lærdómur að leika með og vinna

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.