Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 28
Magnús Már Kristinsson flugsundsmaður Við hörkum bara af okkur enda farin að venjast kuldanum Magnús Már Kristinsson hefur æft sund í fimm ár. Hann var 10 ára þegar hann byrjaði og á þessum fimm árum hefur hann skipað sér á bekk með bestu sundmönnum landsins í 50 og 100 metra flugsundi. Hann er í íslenska Framtíð- arhópnum, en í honum er sundmenn sem reikna má með að séu líklegir til afreka á næstu árum. Valdimar Kirst- ófersson stakk sér til sunds í djúpu laugina á Selfossi en þar var hann búinn að mæla sér mót við Magnús. Hvernig er aðstaðan fyrir sund- menn hérna á Selfossi? „Hún er ágæt. Það er reyndar hræðilegt að þurfa að mæta á æfingar í 20 stiga frosti og synda úti. Innilaugin er of lítil til að æfa inni. Því förum við út og æfum í 25 metra laug- inni." Þannig að þetta er þá oft meiri píning en skemmtun að mæta í sundlaugina? „Nei, alls ekki. Þetta er alltaf jafn skemmtilegt að synda en það getur stundum verið ansi kalt." Hefur ekkert annað en sundið komist að hjá þér í gegnum tíðina? „Jú, ég var reyndar í handbolta og karate áður en ég fór í sundið. Ástæðan fyrir að ég hætti í þeim var einföld. Eg einfaldlega gat ekkert í þessum greinum og ég er yfir höfuð ekkert góður í íþróttum. Ég man eftir því að ég var þokkalegur í langstökki án atrennu en það þótt mér ekki spennandi íþrótt," segir hann brosandi en er þá væntanlega ekki að tala um sundið því þar býr hann yfir miklum hæfi- leikum. Af hverju ákvaðstu að fara í sundið þegar þú sagðir skilið við hinar greinarnar? „Ég varð fyrir áhrifum frá fjölskyldunni þ.e.a.s. frá systkinum mínu því báðir bræður mínir og systir mín eru í sundinu. Það lá því einhvern veginn beinast við að ég mundi prófa að stinga mér til sunds og ég sé ekki eftir því að hafa valið sundið." Ég er yfirleitt ekki vaknaður fyrr en upp úr hádegi þótt ég sé mættur í laugina kl. 6 um morguninn Hver er helsta greinin þín í sundinu? „Ég syndi í nokkrum flokkum en 50 og 100 metra flugsund eru aðal greinarnar mínar." Þú ert kominn í íslenska Framtíðarhópinn í sundi. Hvaða hópur er þetta? „Þetta eru strákar sem eru fæddir 1986 og stelpur sem eru fæddar 1988 sem þykja vera hvað mest framúrskarandi í sínum aldursflokki. Það er Sundsamband Islands sem stendur að þessum hópi." Hvernig hefur árgangurinn þinn verið í gegnum tíðina í sundinu? „Hann er alltaf að verða betri og betri. Það er eins með sundið og handboltann og karate að ég var ekkert sérstakur. Svo allt í einu fór þetta að smella og ég hef stöðugt verið að bæta mig síðan. Það er spurning hvort ég hafi ekki hætt of snemma í handbolta og karate." Segir hann brosandi og er sjálfsagt því guðsfeginn að hafa farið í sundið. Er þá stundum mikið um forföll og veikindi á meðal sundmanna? „Jú, það kemur fyrir að menn missi úr æfingar vegna veikinda, en það er þó ekki oft. Við hörkum bara af okkur enda farin að venjast kuldanum." Þú segir að aðstaðan mætti vera aðeins betri en er þetta ekki bara vatn og sundlaug sem þarf til að æfa sund? „Jú, að vísu en það skiptir miklu máli að æfa í stórri laug og hér á landi er betra að það sé innilaug þar sem veturinn getur oft á tíðum verið svolítið kaldur. Það mætti því alveg byggja yfir útilaugina hérna því í þessum kulda þá er t.d. erfitt að æfa tækniæfingar." Hvað er það sem gerir einn sundmann betri en annan? „Ég mundi segja að tæknin skipti geysilega miklu máli, þá verður maður að hafa gott þol og vera liðugur, sérstaklega í höndunum." Hvernig æfir þú fyrir sundið? „Þetta snýst ekki eingöngu um að fara út í laug og synda heldur verður maður að gera allskonar sett og tækniæfingar án þess að koma nálægt lauginni. En laugin skiptir að sjálfsögðu miklu máli og þar tekur maður endalausar endurtekningar, syndir fram og til baka t.d. 20X100 metrar o.s.frv." Hvernig er það eiginleg að stinga sér til sunds og synda stanslaust í tvo til þrjá tíma? „Það getur verið mjög erfitt og það er nauðsynegt að hafa léttar æfingar inn á milli þannig að maður fái ekki meira en nóg. Við æfum sex sinnum í viku og maður hefur í raun ekki mikinn tíma til að gera nokkurn skapaðan hlut annað en að synda og stunda skólann. Við æfum eins og er einu sinni á morgnana kl. 6 og fimm sinnum seinni part dags. Þetta gæti þó orðið fleiri æfingar á morgnana og æfingarnar geta orðið allt að níu sinnum í viku." Ertu þá mikill morgunhani? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég er yfirleitt ekki vaknaður fyrr en upp úr hádegi þótt ég sé mættur í laugina kl. 6 um morguninn.” Þú ert ekkert hræddur við að drukkna þá í lauginni hálf sof- andi? „Nei, það ætti ekki að koma fyrir. Maður rankar reyndar að- eins við sér þegar maður fer ofan í kalda laugina." Nú ertu kominn í Framtíðarhóp- inn. Stefnir þú á Iandsliðssæti í framtíðnni? „Já, auðvitað. Ég ætla að reyna að komast í ung- lingalandsliði á næsta ári og svo er stefnan sett á úrvalshópinn þ.e. A-landsliðið." Fylgist þú mikið með öðrum íþróttum en sundinu þótt þú hafir ekki verið sleipur í þeim? „Já, ég reyni að fylgjast með þessu af bestu getu, en það er þó ekki mikið. Ég horfi alltaf á sundið en það er bara verst hvað þeir sína lítið frá því á sjónvarpsstöðvun- um."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.