Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 34
eingöngu til uppbyggingar þjónustumiðstöðva á landsbyggðinni. Þetta er einfaldlega ekki rétt. Undir lið æskulýðsmál í viðbót við fjárlagafrumvarp 2002 stendur að lagt sé til að fjárveitingar til Ungmennafélags íslands hækki um 25 m.kr. til að efla starf hreyfingarinnar. Síðan er bætt við að til standi m.a. að koma upp þjónustu- miðstöðvum víðs vegar um landið. Hvernig er hægt að lesa út úr þessum orðum að eingöngu sé verið að koma af stað þjónustumiðstöðvum fyrir þetta viðbótarfjármagn til UMFÍ? Það verkefni var menningarmót mörg þúsund ungmenna og ekkert annað en menningarmót. Hluti landsmóta og unglinga- landsmóta, leiklistarstarf, menningarkvöld- vökur, spurningakeppnir, blaðaútgáfa, félags- málastörf, réttritunarkeppnir, skógrækt ásamt margbreytilegum umhverfisverkefn- um og svo má Iengi telja, verða ekki flokkuð sem íþróttir. Þegar Ellert B. Schram segir að starf Ungmennafélaga sé að mestu leyti íþróttir, þá er hinn sami maður að fram- kvæma skemmdarverk á mikilvægu gras- rótarstarfi ungmennafélaga í landinu. Hon- um hefur verið bent á þetta oftar en einu sinni og því kominn tími til að hann skilji hlutverk og starf okkar. Það er með öllu óþolandi að forseti ÍSÍ skuli leyfa sér að vera með svona málflutning í garð UMFÍ og ekki augljóst hvað honum gengur til með þessu. Ég vil lítið segja meira um þetta nema það að ég vil minna á að hann talar sem næst æðsti maður íþróttamála á íslandi og ég reikna með að það sem hann hefur sagt í þessu máli sé að sama skapi skoðun ráðgjafa hans og framkvæmdastjórnar ÍSÍ og það er það alvarlegasta í málinu." Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið geysilega vinsæl í gegnum árin. Á tíðræddu sambandsþingi var samþykkt að opna Unglingalandsmótið öllum börnum og unglingum á aldrinum 11-16 ára. Hver er ástæðan? „Við erum að vinna "íslandi allt". Það er okkar skoðun að allt fjölskyldufólk á landinu eigi samleið með okkur á Unglinga- landsmótum. Þessi mót hafa verið án áfengis og fjölbreytileikinn hefur gert það að verkum að allir hafa fundið eitthvað við sitt hæfi. Við viljum gefa öllum tækifæri til að vera með. Þetta er líka kjörinn vettvangur fyrir þau íþróttabandalög sem eru að sækja um irmgöngu í UMFÍ, að sýna sig og sjá aðra." Hvað þá með Landsmót UMFÍ. Það hafa verið uppi umræður uni framkvæmd þess. Sérðu fyrir þér að það yrði opnað og félögum fyrir utan UMFÍ leyfð þátttaka? „Þetta er spurning sem ég get ekki svarað Það er með öllu óþolandi að forseti ÍSÍ skuli leyfa sér að vera með svona málflutning í garð UMFÍ og ekki augljóst hvað honum gengur til með þessu. ÍSÍ hefur rekið eina þjónustumiðstöð á Akureyri. Það form hentar okkur ekki. Við ætlum ekki að ráða sérstakt fólk til þessara starfa, heldur er ætlunin að styrkja þær þjónustumiðstöðvar sem fyrir eru þ.e.a.s. á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, ísafirði og Borgarnesi og til stendur að nota hluta af þessu viðbótarfjármagni til þess. Allir munu eiga greiðan aðgang að þessum þjónustumiðstöðvum. Um það þarf enga samninga - svo sjálfgefið er það nú. Ég mótmæli því líka harðlega að starfsemi Ungmennafélaga í landinu sé að lang- mestu leyti íþróttir eins og Ellert hefur margsagt. Má í því sambandi nefna Kultur og Ungdom (Menning og æska) á síðasta ári þar sem heildarkostnaður við það verkefni var mörgum sinnum þau framlög sem UMFÍ er að fá á hverju ári frá hinu opinbera. öðruvísi en svo að ef íþróttabandalögin koma inn í UMFÍ verða þau sjálfkrafa aðili að Landsmótum, annars ekki." Hvernig sérðu Ungmennafélagið fyrir þér í framtíðinni? „Ég hef oft sagt það að markmið UMFI eigi að vera að gefa fólki á íslandi jafna möguleika til ræktunar líkama og sálar hvort sem er með þátttöku í íþróttum, menningu, eða umhverfismálum, jafnt og í félagsstarfi ungmennafélaga. Við þetta ætla ég að standa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.