Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.12.1967, Page 1

Mánudagsblaðið - 19.12.1967, Page 1
 Miðvikudagur 19. desember 1967 43. tölublað. Stefna ríkisstjórnarmnar vekur athygli — ForSað frá verkföllum ið einfaldlega sú, að allt athaína* líf þjóðarinnar hefði lagzt í rúst. Almenningur hefði verið fé- laus með öllu þegar út hefði verið tekið eigið sparifé al- mennings, sem lítið eða ekk- ert hefði sagt í þau útgjöld sem hver einstaklingur telur sjálfsögð í sambandi við þenn an árstíma og gleði. Hver kaupsýslumaður hefði ekki getað leyst út vörur sínar né heldur haft bolmagn til að halda úti verzlunum sínum án starfsfólks. Telja má fullvíst, að vörulaust hefði orðið í öll- um búðum um miðjan mánuð og almennt hallæri hefði skap azt hjá alþýðu manna. Verka- sem byggja líf sitt á daglegri vinnu og svo þeirri aukavinnu sem til fellur hefðu orðið af sínum launum og, sem afleiðingu, hefðu þeir ekki haft fé né getu til að kaupa það, sem hefði verið á boðstólum. Ekkert mál hefur verið meira rætt meðal almennings nú í desember en svokallað gengisiækkunarmál og ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í sambandi við það. Eru ýms niótmæli á lofti, kaupmenn sagðir þungir og almenningur kurrar illa. En, í öll- um sannleika, hafa menn gert sér grein fyrir hversu myndi vera útlits ef stjórnin, sem er ekki almáttug, hefði brugðizt við á annan hátt en hún gerði? ÓÞarft er að taka fram, að aðrar stjórnir, sem gerðu hjá sér gengislækkun, t.d. Bretar og Danir eru nú Í þeim ógöngum að vart verður úr séð hversu lýkur. Wilson hinn brezki er nú í þeim vandræðum að jafnvel beztu fylgisveinar hans sjá ekki nema svart framundan og Krag hinn danski hefur nú misst stjórnartaumana úr höndum sér. Það er máske hollt fyrir okkur þeirra hótana hefði komið, sem íslendinga, nú um jólahátíðina, ábyrgir andstæðingar stjórnar. og skiptir það jafnt almenning arinnar höfðu í frammi. hvað hefði skeð hér á Islandi, ef Fullyrða má, að farið hefði ver ekki hefði verið gripið til þeirra ið í verkföll, verkföll, sem hefðu ráðstafana, sem gert var. Hvern- lamað algjörlega allt avinnulíf ig hefði nú í þessum hátíðamán- þjóðarinnar og hefðu ekki, að því uði verið um að litast í Reykja- sem fyrir er séð, verið lokið fyrir vík og um gervalt landið ef til jólin nú. Afleiðing þess hefði ver stórvel ef miðað er við þær að- stæður og þá þrengd, sem við var ag glíma. Stjórninni tókst að forða almennu verkfalli í desem- berbyrjun og varð samkvæmt lög málum viðskipta, að fella gengi krónunnar. Hún þurfti ekki, þakka skal skynsamlegri undir- tekt verkamannaleiðtoga, að glíma við þau óheyrilegu vanda- mál, sem að öðrum ríkisstjórnum steðja vegna gengisfalls. Wilson og Krag sitja nú uppi í þeim mestu vandræðum sem flokkar þeirra hafa enn séð. Krag er fallinn. Wilson getur máski enn bjargað sér um stund. íslenzka ríkisstjórnin sá fljótt fram á þá örðugleika, sem að steðjuðu og- leitaði samráðs við beztu og veigamestu öfl þjóðfélagsins. Nú er svo komið, að við get- um, ef allir leggjast á eitt, hrund ið af þeim ófögnuði sem fylgir í fótspor gengislækkunarinnar. Við gctum, ef vilji er fyrir hendi, eftir skamman tima lifað þvi alls nægtalífi, sem blessað hefur okk- ur undanfarin ár. Kaupsýslu- menn mega, í sjálfu sér, þakka fyrir að ekki urðu verkföll og búa nú að þeirri von og því lof- orði, að úr rætist þegar í byrjun næsta árs. Sú auðn og það von- leysi, sem hér hefði skapazt með heimskulegum verkföllum og vinnustöðvunum var hundið burtu, og má þar þakka ríkis- stjóminni. Nú er þess eins beðið oð stjórnin standi við skuldbind- ingar síúar til handa almenningi og þeim stéttum, sem nú fórna. Vonandi ber hún gæfu til þess, að leynast ekki frá því oki. menn, HÆRRA OG HÆRRA Nú verður líka að líta áf það, að með verkföllum hefðu líka orðið breytingar á allri almennri þjónustu. Gera verður ráð fyrir, að ef til hörku hefði komið, þá hefðu aðrar stéttir gert samskon-- ar verkföll og má þá búast við að öll almenn þjónusta hefði lamazt að ráði og orðið ærið ískyggileg, rafmagn, hiti, símaþjónusta og annað, sem við teljum sjálfsagt. Ekki ber að bera oflof á ríkis- stjórnina, en segja verður þó um hana það sem satt er. Við teljum, að úr því sem komið var hafi rík isstjórn Bjrna Benediktssonar tekizt, ékki aðeins vel heldur meiri Mikið hefur borið á því hve mikið kaupmenn hafa stillzt frá því er þeir gerðu frumhlaup sitt nú á dögun- um, þ.e. fundi kaupmannasamtakanna. Hafa nú flestir róast að mun og vilja lítt kannast við hin miklu vígorð sem þeir brúkuðu meðan þeir voru vígreifir. Flestir hafa látið sér vel skiljast, að þrengingar eru fyrir hendi, en það, sem mest hefur mtldað þá, er ekki lof- orð stjórnarinnar, heldur sú þægilega staðreynd, að verzlað hefur verið meira nú en um nokkur önnur jól, og t. d. laugardagurinn síðasti bar meiri björg í bú kaupmanna almennt en nokkur laugardagur fyrir jól í mannaminnum. Þótti hinum hörðustu andstæðingum stjórnarinnar gaman að þukla um sjóði sína um helg- ina og talið að margir hafi vanrækt kerlingar sínar en þrifið því geypilegar til sjóða sinna. Allt er nú þetta gott og ti1 mikils er að vinna að hafa vinsamlega stétt kaupsýslumanna, eins og Grikkir orð- uðu það, áður en Sigurður A. Magnússon spillti þeim, og nú er þess að vænta, að bráðlega muni um semjast og úr rætast þeim misklíðarefnum, sem helzt eru nú milli þeirra og stjórnarvaldanna. Eins og brynjur riddaraaldarinnar er klæðnaður kvenfólksins nú óðum að verða, að vísu heldur aðgengilegri sem sjá má, en efnið hið sama: málmur og aftur málmur: stál, ál, blikk o. s. frv. Upphafs- maður þessarar tízku, Paco Rabanne, sem Salvador Dali gefur ein- kunnina „mesta séni Spánar“ — fyrir utan hann sjálfan náttúrlega, —, segir þetta tízku framtíðarinnar. Hun mun fegra líf konunnar, segir hann, og örva lamaða kynkvöt karlmannsins. Jæja, piltar? Erfitt að halda uppum sig: Fótó- Ómótstæðilega sexí: Kviltmynda- módel í mjaðmastígvélum. stjarnan Brigitte Bardot I lærastígvélum. Um leið og faldarnir kippast, lyftast stígvélin, hvort tveggja hærra og hærra og nú eru stígvélin komin alla leið upp á mjaðmir. Hvern- ig blessaðar dúfurnar fara að halda þessu upp um sig er mönnum hreinasta ráðgáta, jafnvel fagmönnum, en eins og tízkuskósmiður- inn David Evans í New York sagði: Ég sauma þrjár lykkjur á stíg- vélin að ofan, svo læt ég dömurnar um hitt. — Aðrir skóarar sníða stígvélin úr teygjanlegu gerviefni svo þau liggja þröngt á leggnum eins og hanzki á hönd. „Ómótstæðilega sexí“ segja þeir sem vit hafa á. ÉUijýtvalU óskar lesendum sínum gleðilegra jóla!

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.