Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið MMfvikndagw 19. desember 1967 Jónas Jónsson frá Hriflu: Þættir úr útvarpssögu Nýlega er komin á bókamark- aðinn bók eftir Jónas Þorbergs- son fyrrum útvarpsstjóra. Þetta er ýtarleg og vel rituð bók um þróun útvarps hér á landi fyrsta aldarfjórðung þess. Þeir sem erfa landið í byrjun yfirstandandi kreppu geta í þessari bók fengið margháttaðan og vel framreiddan fróðleik um aldamótamenn og frelsishugsjónir þeirra, sem síð- ar leiddu til lýðveldismyndunar og fjölmargra annarra nýunga. Þá vöktú ungmennafélögin hér fjðlþætt íþróttalíf. Þá risu mörg samvinnufélög, kvenfélög, bænda félög, sjómannafélög og verka- mannafélög. Þá voru reistir og starfræktir margir skólar. Þá var stofnsettur stærsti skólinn, sjálft útvarpið, sem náði á ótrúlega fá um árum til svo að segja hvers einasta heimilis í landinu og skipa og báta hvar sem íslenzkt fólk var innan borðs. í þessari furðulegu og fjölþættu þróun er þessi stofnun einna djúptækust um mannbætaiidi áhrif. Jónas Þorbergsson hafði átt meiri þátt í gifturíkum vexti þessa fyrir- tækis heldúr en aðrir samtíðar- menn. Saga hans og útvarpsins eru og verða samofnar um langa framtíð. Bókin um aldahvörf eftir J. Þ. verður ætið megin heimild ym þetta afrek frjálshyggju- manna á íslandi. Foreldrar J. Þ. voru fátækir og heilsuvana, en þau bjuggu í fallegum dal í miðri Þingeyjar- sýslu. Hvíti dauðinn kom þar við: Móðirin andaðist þegar J. Þ. var sjq ára, yngstur af þrem bræðr- um. Góðviljaðir, greindir og vel menntir frændur hlynntu að móðurlausu bræðrunum. Þeir fæddust allir upp við þroskað sveitalífð margháttuð störf við búskapinn, sumar og vetur. Allir voru bræðurnir þar smalar um árabil og tóku ungir þátt í sam- ábyrgð allra heimilismanna á sveitabæ. Allir lásu þeir í hjá- verkum heimabækur og lánsbæk ur góðra granna og úr bókasöfn- um. Allir urðu þeir bræður snjall ir rithöfundar. Tveir eldri synir Þorbergs gerðust forystumenn í íslenzkri fjárrækt. Héraðið átti þá enga skóla en fólkið, bæði konur og karlar, voru gegnsýrð af þrá eftir andlegu lífi. Þegar J. Þ. var í uppvexti voru hvar- vetna í sýslunni nafnfrægir heimsmenntaðir Þingeyingar í mörgum trúnaðarstöðum. Hver skörungurinn öðrum þjóðkunn- ari. Þar 'voru Gautlandafeðgar Jón Sigurðsson og Pétur sonur hans, þingskörungar tveggja kynslóða. Jakob Hálfdanarson stóð fyrir fyrstu íslenzku verzl- uninni, sem bjraut danska klaf- ann af fólkinu. Benedikt Jónsson frá Auðnum gerði með málakunn áttu sinni, bókaeign og bókavali raunverulegan háskóla sannrar þjóðmenntunar. Við Laxárfössa bjó Jón Jónsson í Múla, mjög furðulegur maður. Hann var fæddur á afskekktum bæ á Mý- vatnsheiði en fluttist með vanda. mönnum niður í Mývatnssveit. Sigurður skáld bróðir hans hefur ort um þá byggð ódauðlegan þjóðsöng sveitamanna. Jón í Múla var búinn mikilli glæsi- mennsku og fjölbreyttri mennt- un. Hann var einn af fáum fram bjóðendum sem gat hvað eftir annað valið um kjördæmi og margbreytt trúnaðarstörf. Um Jón i Múla sögðu dómhæfir menn að hann gæti einn dag gætt sauða sinna með hætti góðra bænda. Næsta dag gæti hann set ið á þingi og þótt þar fremstur í framgöngu og ræðumennsku; Þriðja daginn hefði hann vakið eftirtekt samvistarmanna á al- þjóðafundi frjálsra þjóða sem fulltrúi minnsta en elzta þjóð- veldis á Vesturlöndum. í næsta dal bjó Sigurður á Yztafelli fóstri sinnar sveitar. Þegar Sigurður kom á þing 64 ára að aldri árið 1917 safði einn hinn skarp- ásti lagamaður sem sótti á þing- bekki að þessi aldraði norðlenzki bóndi hefði svipmót líkt og franskur markgreifi og var þá vel mælt. Vestar í sýslunni voru upp fæddir og starfandi um langa stund tveir sögufrægir skörungar. Einar Ásmundsson í Nesi og Tryggvi Gunnarsson. Einar í Nesi naut mikillar virðingar fyrir gáf ur og þekkingu. Hann vann verð laun í samkeppni um fullkomn- ustu ritgerð um framfarir íslands, þá þótti sá sigur verðskuldaður, en dómbærir menn bættu þá við að um þetta efni mundi enginn nema Jón Sigurðsson hafa ritað jafnvel. — Tryggvi Gunnars- son var fæddur og fóstraður í Laufási við Eyjafjörð. Síð- ar bjó hann mörg ár á harðbala- jörð í Fnjóskadal, en sinnti þó samtímis mörgum vandasömum þjóðmálum. Þetta yfirlit um heimalærða forustumenn í Þingeyjarsýslu fyrir og eftir aldamótin 1900 bregður birtu yfir félagsþroska héraðsins á þessum tíma. Verður hér þó ekki að sinni vikið að hin- um mörgu stórskáldum sem fædd ust þá upp í héraðinu eða fjöl- mörgum öðrum yfirburðamönn- um í bændastétt héraðsins. Þessi dæmi sanna að ungum Þingeying um var vel Ijóst að þeirra biðu mörg vandasöm verkefni og sem hver ný kynslóð yrði að ráða fram úr. Þeim sem lesa með athygli sögu J. Þ. verður brátt ljóst að hann átti gengi sitt að þakka ætterni, meðfæddum gáfum og óvenju- lega mikilli grósku í þjóðlífinu á uppvaxtarárum hans. Hann naut góðrar kennslu og áhrifá í Möðruvallaskóla rúmlega tvítug- ur. Dvöl hans um árabil vestan hafs við margbreytileg kjör virð ist hafa orðið honum hressileg æfing við margháttuð störf. Er heim kom tók hann brátt að fást við ný viðfangsefni. Hann vakti þá hreyfingu sem bar St. G. St. sigurför um landið. J. Þ. hélt þá fyrirlestra um áhugamál sín en var frjáls eins og kóngsins lausa maður. Þegar kreppan þrengdi að sveitafólki um land allt og líka í Eyjafirði lagði J. Þ. leið- togum kaupfélagsins viturleg ráð í varnarbaráttunni við hallærið. Þau rág voru vel notuð enda bor_ in fram af fullum heilindum. Samvinnumenn höfðu gtofnað blaðið Dag á Akureyri í harðind- unum 1917. Þar voru mörg áhuga mál og góður liðskostur. J. Þ. gerðist ritstjóri Dags, sem var þá enn lítið og fátækt fjórðungs- blað. Ritstjórinn vann jöfnum höndum að því að fylla blaðið með vakrtingargreinum og að þvi ag treysta fjárhag þess með söfn un auglýsinga og bréfum um stuðning lesenda við hin björtu hugsjónamál samtíðarinnar. Und ir stjórn J. Þ. vórð Dagur áhrifa- mesa blað utan höfuðborgarinnar og jafnframt sjálfstætt í fjármál- um með dálítilli fyrirgreisðlu frá norðlenzkum kaupfélögum. Kristnesmálið var höfuðsigur Dags í ritstjórnartíð J. Þ. Hvíti dauði herjaði byggð og bæ um alít Norðurland. Þúsundir mánna biðu varnarvana eftir sigð dauð ans og mannfalli nánustu ætt- ingja. í góðæri fyrra stríðsins tóku áhugakonur norðan lands saman höndum um fjársöfnun í nýtt heilsuhæli. Til þess þurfti hálfa milljón. Á nokkrum árum höfðu konur nyrðra sjóði og fyrirheit um fimmta hlut stofn- fjárins. En þá köm kreppa 1920. Fjársöfnunarmálið var stöðvað. Valdamenn í Reykjavík spáðu hjálp til Norðlendinga eftir 30 ár. Þá tók J. Þ. til sinna ráða og rit- aði í Dag hverja greinina annarri snjallari um nýskipun mála í baráttu móti hvíta dauða. Áhugi vaknaði að nýju um allt Norður- land. Næst boðaði Dagur áhuga- menn á stofnfund almenns heilsu hælisfélags í fjórðungnum. Þeirri sókn var vel tekið. Næst fór rit- stjórinn til þriggja mestu áhrifa manna í bænum og bað þá að standa fyrir stjórn þessara nýu samtaka við hlið kvenna, sem geymdu enn sinn dýra sjóð. Rit- stjórinn gekk fyrst til Ragnars Ólafssonar stórkaupmanns, sem var mestur andstæðingur Dags í bænum og bað hann um stuðning og forustu. Næst var leitað til Vilhjálms Þór, sem var mestur skipulagsmanna í bænum og ósk að að hann stæði við hlið Ragn- ars í nýrri sókn. Því var vel tek- ið. Þá var komið til Böðvars Bjarkan hins skarpvitra lögfræð- ings. Hann var fús til samstarfs. Heilsuhælisfélagið var stofnað í skyndi og liðsdráttur mikill, bæði í liði kvenna, sem höfðu hafið sóknina og fjölmargra ný- liða. Margir gáfu stórgjafir. Aðr ir gáfu vinnu. Bílakóngur bæjar ins gaf helming allra flutninga á efni bæði sandi og timbri. Kunn- áttumenn gáfu sína fyrirhöfn. Byggingameistarar, verkfræðing- ar, rafmagnsmeistarar og stór- smiðir. Ragnar fór til Reykjavík- ur og hélt þar stórveizlu á hótel ísland á leið Jóns Þorlákssonar. f veizlunni voru allir þeir áhrifa. menn sem mest mátti vænta--af um fylgi við vamir við drepsótt- inni. Ungir hraustir menn, en með granna sjóði mynduðu félag um að ryðja hvamminn þar sem Kristneshæli var reist. Á einu ári var Kristneshæli fullbyggt, það kostaði hálfa milljón. Stað- urinn er hinn fegursti. Þar hefur verið gengið af óvættinum sigr- uðum. Nú er Kristnes hvíldar- og hressingarstaður fyrir fyrrver- andi sjúklinga, sem búa 'sig und- ir önn dagsins utan við hið giftu ríka Kristnesvirki. f bók J. Þ. eru nokkrir kaflar um sókn samvinnumanna í fé- lagsmálum. Þar eru mjög frum- legir þættir um baráttu og átök nýu flokkanna um landsmál og stefnur. Þá var unnið að því að skipa borgurum landsins í nýjar fylkingar um þjóðmál á tíma hins endurreista þjóðveldis. J. Þ. hafði með ferðalögum víða um byggðir landsins og eink um með ritstjórn Dags átt mikinn þátt í sigursælli sókn samvinnu- manna bæði í viðskiptamálum og vakníngu i félagsmálum. Þegar Tr. Þórhallsson myndaði stjórn 1927 og hætti blaðamennsku var þess einróma óskað af flokks- bræðrum hans að Dagsritstjórinn flytti suður og gerðist ritstjófi Tímans. Hann varð við þessari al mennu ósk . Reynsla hans á Ak- ureyri sannaði að J. Þ. var áhrifa mesti blaðamaður landsins. Suð- urförin var fremur gerð af flokks nauðsyn heldur en eigin ósk. Á Akureyri bjó J. Þ. í húsi Matthí- Framhald á 6. síðu. JÓLABÓKIN 1967 HAFÖRNINN eftir Birgi Kjaran % Forkunnarfögur bók og bráðskemmtileg afíestrar EFNISYFIRLIT Flugtak Birgir Kjaran: Enn flýgur örn-Fyrsti örninn — Arnardagur — Amheimar —■ Arnarleiðangur án árangurs — Helga litla og haförninn — í arnareyjum — Um öm og Björn — Um Dagverðarnesörninn — í sjukraheimsókn hjá haförhum — Enn á amarslóðum — „Þar verpir hvítur örn“ — Horft í augu hafarnar — Arnar- þríburamir — Öm í list, lögum og sögu — Öminn og náttúrufræðin — Öminn og Alþdngi. ^ Finnur Guðmundsson: Haföminn. — Einkenni og nafngiftir — Ættir og óðul — íslenzki amarstofninn — Fjöldi arnarhreiðra — Kynþroski — Val hreiðursstaða og hreiðurgerð — Varphættir — Fæða og fæðuöflun — Skaðsemi — Verður ís- lenzka amarstofninum forðað frá gereyðingu? Frásagnir og munnmæli. — Örn rændi tveggja ára barni — „Flýgur örn yfir“ — Tregasteinn — í nábýli við konung fuglanna — Tvær arnarsögur — Örninn — Vestan úr fjörðum — Arnarstapar — Seinasti öminn í Ketildalahreppi — Skötu- fjarðarörninn — Gömul saga — Arnarhreiðrið. Örn í þjóðsögum og þjóðtrú. Amarljóð: — Grímur Thomsen: Örn og fálki — Jónas Hallgrímsson: Annes og eyjar — Sigurður Breiðfjörð: Fúglaríkið — Steingrímur Thorsteinsson: Öm og fiðrildi — Benedikt Gröndal: Gullörn og bláfugl. Birgir Kjaran: Vængir felldir. — Árni Böðvarsson: Bókarauki. BÓKFELLSÚTGÁFAN

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.