Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið MWfvikiidagur 19. desember 1967 BJaSJynr alla Kemur út á mánudögum. Verð kr. iq.00 í lausasölu. Askrifenda- gjald kr. 325,00. Simi ritstjórnar: 13496 og 13975. Ritstjóri og ábyrgSarmaður: Agnar Bogason. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Svikulgagnrýniíhókmenntum Nú er komið fast að jólum og nú hafa verzlanir flestar og aðrir sem við kaupsýslu fást auglýst varning sinn um nokkurra vikna skeið. Fylgir Island öSrum löndum hvað snertir aukið fjör í viðskiptalífi um jólin og er slíkt að vonum. Sú er þó ein stétt innan kaupsýslumanna, sem hefur algjöra sérstöðu í viðskiptum um jólin, ef miðað er við flestar menn- ingarþjóðir. Það eru bókaútgefendur, stéttin, sem sér þjóðinni af áhuga og einbeitni fyrir andlegri fæðu. Vart munu dæmi þess, að jafn fámenn þjóð og við ausum út hvíliku ógrynni bóka, góðra og lakra, á jafn stuttum tíma og forlögin á íslandi gera. Ekki er nema gott eitt um það að segja, ef slik viðskipti reyndust arðvænleg og skapa, ekki hið leiða ástand — magn án gæða. í þessu tilefni verður mönnum oft hugsað til bókagagnrýn- enda dagblaðanna, sem á sinn hátt hafa talsverð áhrif á af- stöðu almennings til tiltekinna bóka. Því miður virðist það nú vera, og hafa verið, úr hófi almennt, að bókagagnrýnendur hafi svikið hlutverk sitt, einkum og sér þegar tili þeirra eru talin ný skáld og gömul, sem rita um kollega sina og, að öllu jöfnu vegna fámennis og „jólaskaps" sneiða gjarna framhjá sann- leikanum um hinar ýmsu bækur sem út koma. Skáldin okkar hafa, því miður sum, sýnt einstaka „hroðvirkni" er þeir dæma vérk nýrra og gamalla höfunda og gildir þetta helzt um bækur, þótt ekkí sé sambærilegt frægt úr öðrum listgreinum nema þá helzt málaralist. Til þess hefur verið tekið undanfarna áratugi, að sumir gagn rýnendur blaðanna „lásu" yfir 10—20 bækur á viku og birtu jafnmarga bókadóma og skipti engu máli hvort um skáldsögur, fræðilegt efni eða bókmenntasögur var að ræða. Skáldin, sem gagnrýndu, jusu út „dómum" og, fyrstu árin, varaði alþýða manna sig ekki á þessum fádæma vinnubrögðum. Vitahlega yar um heiðarlegar undantekningar að ræða, en, því miður, má telja fullvíst, að oft hafi önnur og annarlegri sjónarmið ráð- ið. Frægust eru þau, er menn rituðu um gæði bóka til þess að ik þær frítt eða voru þannig staddir að óhægt var að móðga starfandi kollega. Bókaforlögin sjálf eru siður en svo barnanna bezt og freist- uðu oft gagnrýnenda á ýmsan hátt til þess að fá gott veður. Hér er um að ræða furðulegaog hættulega þróun, þróun, sem er í senn forlögum og gagnrýnendum til vansæmdar. Það er nú staðreynd, að það eru yngri gagnrýnendur sem bera af í verki, bera af gömlum fauskum, sem komnir eru á ár velmekt- Framhald á 8. síðu. yANDLÁTIR YELJA Niuada MAGNÚS E. BALDVINSSON Laugavegi 12 — Sími 22804. Hafnárgötu 49 — Keflavík. Inniskófatnaöur fyrir kvenfólk, karlmenn og börn. — Mikið úrval. SKÖBOÐ . KJÖRGARÐUR SKÓVAL AUSTURBÆJAR Skodeild Austurstræti 18 Laugavegi 100 Laugavegi 59 (Eyrnundssonarkjallara) Drengjaskór Stærðir 30 — 39 Telpuskór Stærðir 27 — 39 Skóbúð Austurbæjar Kjörgarður Laugavegi 100. Skódeild. Dregið 23. desember. — Hringt strax í vinningsnúmer. — Glæsilegir vinningar. I. Volvo-P 144-bifreið. 3. SAAB-bifreið. 20 AUKAVINNINGAR: Vörur eftir frjálsu vali, hver að upphæð 10.000 krónur. Frjáls sala á happdrættismiðum er mí hafin. AÐALUTSÖLUSTAÐIR ERU: Reykjavík, í Innheimtudeild Landssímans. Hafnarfjörður. Bókabúð Olivers Steins. Akureyri, i bókabúðinni Ruld. Vestmannaeyjum, Skóverzlun Axels Ú. Lárussonar. Keflavík, að Faxabraut 1. Grindavík, að Víkurbraut 35. Auk þess verða miðarnir seldir í Sandgerði, Selfossi og Garði. Sfyrkf arf élag lamaðra og f aiíaðra FróBleg og skemmtileg bók ÁR OG DAGAR. Upptök og þróun alþýðusamtaka á ís- landi 1875—1934. Gupnar M. Magnúss tók saman. Heims- kringla 1967. Fyrir skömmu er komið út rit- ið: Ár og dagar, fyrra bindi verks, sem fjallar um upphaf og þróun alþýðusamtaka á íslandi. Gunnar M. Magnúss tók ritið sam an, er það í fréttaformi með sama sniði og Öldin okkar, Leitað er til samtímafrásagna í flestum til- vikum. og þær settar upp í sam- ræmi við almennt fréttamat og með ríkulegu myndavali. Þar er brugðið upp dæmum og myndum af kjðrum fólks og stríði, af at- vinnuháttum og svo undirtektum skálda og rithöfunda við baráttu alþýðu. Bókin hefst 1875 og greinir þá m.a. frá afleitu hlutskipti hjúa og þurfamanna, — þar rekumst við á Rósu Kristjánsdóttur, sem er dæmd til tíu vandarhagga fyr ir lausamennsku við Éyjafjarðar pólitírétt. Þar er og merkilegt plagg, sem nefriist bæn hjúa og er tekin úr bænakveri Péturs biskups og sýnir ágætlega vel samspil kirkju og efnamanna. Þá rekur hver atburðurinn annan úr félagslífi og samtökum alþýðunn- ar á landi voru síðastliðin níutíu ár, frá árinu 1875. Þar greinir einnig frá hinni atvinnulegu þró- un, sem orðið hefur á tímabilinu. í upphafsorðum ritsins segir m. a.: Alþýðusamtökin eru giliduf þáttur í lífi þjóðarinnar. Þeim er ekkert óviðkomandi, sem til fram fara og heilla stefnir í atvinnu- málum, efnahagsmálum, sjálf- stæðisbaráttunni og menningu kynslóðanna. Þessi bók er ekki einungis skemmtileg til lestrar. Hún er mjög nytsöm að hafa við höndina til þess að fletta upp um menn og málefni á tímabiliinu. Nýjar bækur frá LHFTRI Guðmundur Jónsson: Sonur kotbóndans Énn er Guðmundur Jónsson á ferðinni með nýja bók. Að þessu sinni kallar hann bókina „Sonur kotbóndans". Guðmundur er glett inn og fundvís á gamansöm nöfn á bækur sínar. Má heimf æra naf n ið upp á flesta íslendinga, því flestir erum við af kotbændum komnir. — Fyrri bækur Guð- muridar hafa selzt allvel, og ekki fer honum aftur. — Bókin kostar kr. 161.25. Ólöf Árnadóttir: Skessan í Útey Skessan í útey er fallegt ævin- týri, skreytt fjölda mynda eftir Árna Gunnarsson___Öllum börn um þykir mikið koma til Staðar- Boggu, af því að hún gefur sér einstaka sinnum tíma til þess að segja þeim sögur. — Og sagan, sem hún segir þeim í þetta skipti er af Skessunni í Útey. — Kostar kr. 134.40.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.