Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 6
Mánudagsblaðið Miffvikudagur 19. desember 1967 Þættir úr útvarpssögu Framhald af 2. síðu. ar skálds, Sigurhæðum, og hafði með frábærri sókn í Kristnesmál inu og hugsjónastarfi viS sam- vinnumál á Akureyri fest rætur í hinum norðlenzka höfuðstað. í Reykjavík tóku samherjar hins nýja Tímaritstjóra honum með ojmum örmum, en þar voru líka sumir þeir menn sem klufu flokk samvinnumanna litlu síðar. AndT 6f þeirra leiddi til þess að Tr. Þór hallsson hvarf af landsmálasvið- inu. Hafði hann áður á óheilla- stund, hlýtt ráðum Jóns Jónsson- ar í Stóradal. Mælti hann nú með nýju starfi handa J. Þ.. En það var forstaða hins væntanlega rík- isútvarps. J. Þ. óskaði ekki eftir þesari ráðabreytni. Tíminn hefur aldrei beðið þess bætur að undir- róður lágkúrufólks í flokknum leiddi til svo furðulegrar ráða- breytnL Andstæðingar Tr. Þ. höfðu áður en hann kom í srjórn byrjað á útvarpsrekstri. Sú rödd náði rétt út fyrir bæinn og átti að verða gróðavegur fyrir fjár- brallsmenn. Sagði málglaður lög fræðingur úr andstæðingahópi að þetta lita útvarp ætti að nægja til að sanna fyrir góðu fólki með daglegum útskýringum að synda ferill Tr. Þ. og eins af samverka- mönnum hans væri orðinn nógu langur. Þessi tilraun var átak hinna menningarlausu um mál sem þeir réðu ekki við. J. Þ. tók því aðeins við stjórn útvarpsins að það væri algerlega sjálfstæð stofnun með eigin fjárhag undir þingi og landsstjórn. Þessu var vel tekið. Kn aðkoman var ærið fátækleg. Ékkert til nema út- varpsstjóri. Ekki fé.. Ekki hús og ekki samstarfslið. Fyrrverandi ritstjóri tveggja samvinnublaða var á þessu frumstígi útvarpsins hliðstæður Adam í Paradís. Þetta minnti með vissum hætti á æsku J. Þ. norður í Reykjadal. Þá byrj aði hann sjö ára sína lífsbaráttu móðurlaus með velviljaða frænd ur en ekkert heimili. Nú hóf rit- færasti blaðamaður landsins for- stöðu mesta menningarfyrirtæk- is á íslandi án allra venjulegra áhalda eða húsnæðis. Sennilega hefði enginn getað leyst þessa þraut á aldarfimmtungi nema stórgáfaður maður, vanur sjálfs- bjargarúrræðum bændanna í Þingeyjarsýslu, sem sigruðu auð- uga erlenda einokun án búðar, skrifstofu eða æfðra starfsmanna. J. Þ. mótaði þrjár lífsreglur fyrir útvarpið: 1. algert hlutleysi í lands- og trúmálum. 2. algert fjár hagslegt sjálfsfæði stofnunarinn- ar. 3. Að leita jafnan hinna fær- ustu samverkamanna við öll störf útvarpsins. Þrátt fyrir örð- ugleika, sem fyrirfram mátti kalla óyfirstíganlega, lánaðist þessi snjalla ráðagerð vonum framar. Hlutleýsi útvarpeins lánaðist eins og bezt var við að búast. Fjármál útvarpsins voru frá- munalega vel starfrækt. Útvarpið seldi sína vöru og sína þjónustu með sanngjörnu en réttmætu verði og átti meira en 6 milljónir í sjóði þegar J. Þ. lét af störfum. Hafði útvarpið borgað eftir samn ingum öll útgjöld við Vatnsenda- stöðina og síðan reist eina hjálp- arstöð á Akureyri og tvær á-Aust urlandi. Átti útvarpið ennfremur í sjóði nóg fé til að reisa full- komna landsstöð í Reykjavík. Vel farnaðist J. Þ. með þriðja lið sinn ar áætlunar. Honum tókst að fá til samstarfs glæsilega fylkingu úrvalsstarfsmanna. Ef það ætti við í blaðagrein mætti telja a.m. k. tuttugu starfsmenn við útvarp ið í tíð J. Þ., sem njóta hins mesta trausts fyrir störf þeirra í þágu alþjóðar. Þar voru í starfs liðinu yfirburðamenn í verk- fræði, tónmennt, leiklist, fram- sögu, upplestri og hljóðburði. S.ama er að segja um bókfærslu og allt skrifstofuhald. Ágætlega reyndist hjálparlið við sölu við- tækja, dreifingu og viðgerðir út um allt land þrátt fyrir marghátt aða erfiðleika. Aldrei fyrr í sögu landsins hefur jafn stórbrotin pólitísk framkvæmd orðið jafnvinsæl og útvarpið eftir rúmlega 20 ára reynslu. Þegar margir framkvæmda- menn ljúka lífsstarfi í alþjóðar þágu er viðskilnaður þeirra með tvennu móti. Annaðhvort hlýleg þökk eða kaldranaleg ósvífni. Algengast er, ef um stórfram- kvæmd er að ræða að láglýður umhverfisins beiti hrottaskap eða grófum árásum, helzt að- dróttunum um óráðvendni í stór- um stfl. Torfi í Ólafsdal var kvaddur með köldu hirðuleysi, stefnt að því að Ólafsdalur yrði eyðijörð. Tryggvi Gunnarsson og Sigurður búnaðarmálastjóri voru sendir úr langri mannfélagsþjón ustu kauplaust með illúðlegri að dróttun um ófrómleika. J. Þ. út- varpsstjóri átti að fylgja Tryggva og búnaðarmálastjóra. Hér var ekki dregið úr árásum á útvarps stjóra. En þar komu fleiri við sögu. Jónas Þorbergsson hafði sýnt dæmafáan áhuga fyrir fjár- hagslegu sjálfstæði útvarpsins. Allslaust fyrirtæki var undir hans stjórn orðið fjárhagslega sjálfstætt fyrirtæki. Það átti ¦meira að segja nokkrar milljónir í reiðufé og óvenjulega vel und- irbúna höfuðbyggingu. Með bygg ingahraða Kristneshælis mátti bú ast við að útvarpið gæti fengið sína megin byggingu eftir 2 ár á bezta stað í bænum, þar sem nú er kvikmyndahús háskólans. Þegar hér var komið sögu bann- aði landsstjórnin algerlega að byggja útvarpshús fyrir sjóð þess, sem saman var dreginn í þeim eina tilgangi. Jafnframt ganga fram í dagsbirtuna þrír þing- menn, sem stundurri hafa haft sæti í landstjórninni. Þetta voru Eysteinn Jónsson, Björn Ólafs- son og Jóharín Jósefsson úr Eyj- um. Þeir leggja ófrjálsa hönd á byggingasjóð útvarpsins og á- kveða að hann skuli vera lánaður út til húsbyggjenda sem voru í efnahagsflækjum á vegum þess- ara þingmanna. Ósvífni þremenn inganna var dæmalaus. Útvarpið átti sjóðinn og var auk þess að komast á götuna sökum húsleys- is. Að lokum fékk útvarpið bráða birgðarhúsaskjól til fárra ára. Húsaleiga útvarpsins árlega varð ein milljón. Bráðabirgðaviðgerð íal að gera leiguhúsið útvarps- hæft kostaði milljónir. Nú vofir yfir útvarpinu að vera borið út á götuna. Enn bannar stjórnin að byggja en lauslegt umtal um verkstæðisskrokk sem mætti gera nothæfan með ægilegum tilkostn aði. Frekja hinna áðurnefndu þremenninga sem hafa án nokk- urrar lagaheimildar vaðið inn í sjálfstæða ríkisstofnun og tekið í sínar þarfir og flokksbræðra sinna, er dæmalaus. Þremenning arnir lögðu óhreinar hendur á sparifé útvarpsins, en fengu allir frá æðra heimi dularfulla and- lega mynd, sem er eftir aðstæð- um hliðstæð því sem brá fyrir augu Odds prests í Miklabæ er hann reið sína síðustu ferð yfir Héraðsvötnin og gerði upp bráða birgðareikning við tilveruna. Endurminning um ofbeldis- verkið í útvarpinu hefur bergmál að í hugum þeirra sem voru þar á pólitískri eilífðarreið. Allir þessir þrír menn hafa fengið sína aðvörun. Einn þeirra er útskúf- aður frá pólitískum kjól og kalli. Annar kunni ekki að hafa lögleg ar viðskiptaumbúðir. Hinn þriðji er dæmdur frá öllu því tilgangs- lausa tildri sem hann hefur metið mest en aldrei átt innstæðu fyrir. Oddur í Miklabæ hittir sína menn á ólíklegum stöðum. Allir koma þar eftir sínum verðleikum. Jónas Þorbergssort lagði út í lífið með litla arfðleifð í lönd- um eða lausum aurum. Eftir langa vegferð afkastar hann, í nánd við áttræðisafmælið, einni vel gerðri frumsaminni bók ar- lega. Að baki honum er saga. Hann hefur mörgum sinnum rétt vinarhönd mönnum sem stóðu lið fáir í lífsbaráttunni. Án forusta hans í Kristnesi væri þar ekkí sjúkrahéimili.Áður en hann kom til starfa í berklamálinu var síð- asta úrræði berklaveikrar æsku að sspyrja hvort fæturnir væru ekki farnir að kólna. Næst kom samvinnustarfið og réttlætismál öreigans. Og að síðustu kemur sjálft Ríkisútvarpið. Jónas Þor- bergsson á að baki hliðstætt manndómsátak eins og samsýsl- ungur hans, Tryggi Gunnarsson. Vel fer á að þessir tveir dreif- býlispiltar leggi fram hlið við hlið tvo góða gripi: Ölfusárbrúna og Ríkisútvarp íslendinga. Ódýrir kuldaskór úr vinyl, fyrir telpur og drengi. — Stærðir frá 23. SKÓBOÐ KJÖRGARÐUR SKÓVAL AUSTURBÆJAR Skódeild Austurstrætí 18 Laugavegi 100 Laugavegi 59 (Eymundssonarkjallara) Karlmannaskór Geysifjölbreytt úrval. — Verð sérlega , hagstætt. SKÓBÚÐ Austurbœjar Laugavegi 100. GJAFAVORUR \ * JÓLASKRAUT FÖNDURYÖRUR TJÖLD LEIKF0NG YIÐLEGl/ÚTBÚNAÐUR A GAMLA VERÐINU GERIÐ GÖÐ JÓLAINNKAUP 0PIÐ Á HVERJ0 KVÖLDI TIL KL 10 BlLABRAUTffi <^^^> BlLASTÆDI NÖATCNI J

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.