Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 2
Pétar Sigurðsson, sjóliðsforingi Herskip nútímans Niðurl. Um hin svonefndu ,,vasa-orustuskip“, er það að segja, að enda þótt þau að flestu leyti líkist orustubeitiskipunum, þá liggja þó dálít- ið aðrar orsakir til byggingar þeirra. Árið 1921 gerðu nefnilega stórveldin með sér flota- samning í Washington, og þar var m. a. á- kveðið að engin þjóð mætti byggja ný herskip stærri en 10 þús. tonn, eða eins og venjulegt stórt beitiskip. Þjóðverjar voru ein af þeim þjóðum, sem byggðu skip samkvæmt þessum samningi, og smíðuðu þá 3 skip af þessari gerð. Tilgangurinn með smíði vasa-orustu- skipanna var- þó sá, að ef síðar meir drægi til styrjaldar, þá ættu þessi skip að flakka um á úthöfunum, og sökkva verzlunarskipum ó- vinanna. — Þareð reynslan um slík skip frá heimsstyrjaldarárunum hafði sýnt, að fyrsta skilyrðið, til þess að geta haldið sem lengst úti, var að hafa sjálfur sem mestar birgðir af eldsneyti og vistum um borð, en treysta sem minnst á birgðaskip, þá voru þessi skip útbúin með diesel-vélum, sem annars er alveg ein- stakt um svo stór herskip. Þar að auki voru skipin vopnuð stærri fallbyssum og betur var- in en almennt gerist um beitiskip af líkri stærð, sem þau gátu búist við að lenda í or- ustum við á höfunum, og að lokum voru þau látin hafa heldur meiri ferð en orustuskip, til þess að þau gætu sloppið frá þeim ef fundum þeirra skyldi bera saman. Einu herskipin, sem einsömul gátu staðið þeirn á sporði, voru or- ustubeitiskipin, en af þeim eiga t. d. Bretar ekki nema nokkur skip. Hvað ílugvjelamóðurskipunum viðvíkur, þá er sú tegund herskipa einna yngst af þeim, sem nú eru notaðar, því fyrstu tilraunir til þess að hafa flugvjelar um borð í skipum voru gerðar í síðustu heimsstyrjöld. Til að mhmh ú - m '//*>/ 'j", /y-\4 -S piilÍiflSPllil hréMShm liiipilli MHMl -íx'.'- t > . lilftlill ■ i lillSÉlill ■ ■ ■ ■ ■ ■ : . ■ mSMm Enskur kafbátur á ferð ofansjávar. VIKINGUR 2

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.