Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 3
byrja með voru í þessu skyni eingöngu not- aðir flugbátar, sem komið var fyrir um borð í venjulegum flutningaskipum. Þegar svo átti að nota þessa flugbáta, voru þeir settir á flot, og sömuleiðis urðu þeir að loknu flugi að setjast á sjóinn, áður en hægt var að taka þá um borð aftur. Sá annmarki var því á þess- ari aðferð, að bæði varð sjór að vera alveg sléttur, og skipin auk þess að liggja alveg kyrr á meðan vélarnar voru settar út eða tekn- ar um borð. Þessvegna voru fljótlega reyndar aðrar leiðir, og nú er svo komið að notaðar eru tvær aðferðir. Hin fyrri er að nota flug- báta eða flugvélar, sem geta lent á sjó, en hin síðari er að nota landflugvélar og láta hefja sig til flugs og lenda beint um borð í skipinu. Fyrri aðferðin er notuð um borð í öllum orustu- eða beitiskipum, og auk þess nokkrum minni skipum, sem hafa flugvélar meðferðis. Á þessum skipum er farið mjög líkt að og við fyrstu tilraunirnar, nema að því leyti, að skip- in þurfa ekki að nema staðar, þegar flugvél á að hefja sig til flugs, því henni er skotið út frá skipinu eftir rennibraut, svo hún getur tekið flugið strax. Aftur á móti þarf hún að lenda á sjónum eins og áður. Síðari aðferðin er notuð um borð í öllum hinum eiginlegu flugvélamóðurskipum. Þar er byggt slétt þilfar yfir allt skipið, sem svo er notað sem einskonar „flugvöllur“ fyrir landflugvélar. Til þess að geta gert þetta þil- far sem stærst, er bæði reykháfur, brú og siglutré, ef nokkur eru, flutt alveg út í aðra hlið skipsins, eða jafnvel byggð utan á henni, svo að skipin verða all-sérkennileg útlits. — Meðal stærð þessara skipa er um 20 þúsund tonn og hafa þau um 50 flugvélar um borð. Öll þessi skip eru mjög lítið varin og hafa til- tölulega litlar fallbyssur, en aftur á móti er reynt að hafa hraða þeirra sem mestan, svo að þau geti fylgst með beitiskipum. Stærsta skip af þessari gerð eiga Bandaríkin. Það er 33 þúsund tonn að stærð og hefir 90 flugvélar um borð. Næstir í röðinni eru hinir svokölluðu tund- urspillar eða tundurbátar. Þessi skip komu fyrst til sögunnar, er byrjar var að nota tund- Myndin sýnir framþilfar enska or- ustubeitiskipsins REPULSE. Á mynd- inni sjást meðal annars 2 af 3 skot- turnum skipsins. í hverjum turni eru 2 faltbyssur með 38,1 cm. hlaupvídd. REPULSE er 32 000 tonn að stœrð og gengur 31,5 sjómílur. ■ '. , : ' ■■ V ky j VÍ KINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.