Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 5
púðri, og átti að skrúfa kassann utan á ó- vinaskipið neðansjávar en síðan eyðileggja það með því, að sprengja kassann úr fjar- lægð. Þessi kafþátur var notaður í Frelsis- stríði Norður-Ameríku, en þó án árangurs. Næst var það uppfinningamaðurinn Roþert Fulton, sem smíðaði kafþát fyrir Frakkland. Gagnstætt fyrri kafþátum, sem voru úr tré, þá var þessi úr málmi, og gat kafað á 23 feta dýpi. Fm þareð kafbáturinn var knúinn áfram með skrúfu, sem snúið var með handafli, þá varð hraði hans í kafi ekki nema lítill, svo að tilrauninni var hætt að svo komnu. Síðan var allt kyrrt um kafbáta þar til um miðja 19. öld, en þá ræðst Frakkland aftur í að smíða bát, sem bæði var mikið stærri og betur útbúinn en fyrri kafbátar, enda má segja að með honum hefjist smíði kafbáta í þeirri mynd, sem þeir eru nú. Á sama tíma komu líka fram á sjónarsviðið ýmsar vélar, eins og t. d. olíuhreyflar, rafmagnsvélar og tundurskeyti, sem voru eins og skapaðar fyrir kafbáta. Frá þeim tíma urðu kafbátarnir stöðugt stærri og betri, en langmestum fram- förum tóku þeir þó í síðustu heimsstyrjöld, þar sem þeir reyndust að vera mjög skætt vopn gegn verzlunarskipum. Fyrstu kafbátarnir, sem voru smíðaðir, voru yfirleitt eins og vindill í laginu, og með mjög þykkum byrðing, til þess að þola sem bezt þrýstinginn niðri í sjónum. Þó að þetta lag væri það bezta neðansjávar, hafði það samt þann ókost, að bátarnir urðu mjög óstöð- ugir á siglingu ofansjávar. Nýtízku kafbátar eru því næstum allir byggðir með tvöföldum bol, þannig, að innst er sterkur, sívalur byrð- ingur, en ofan á honum er einskonar létt- byggð ,,yfirbygging“, sem þó ekki er vatns- þétt, en gefur bátnum aðeins betra lag til siglingar ofansjávar. Rúmið á milli aðalbols- ins og ytri húðarinnar er samt notað fyrir ýmiskonar taéki og útbúnað, sem ekki er nauð- synlegt að hafa inni í bátnum, eins og t. d. akkeri og festarstrengi, og auk þess eru oft hafðir þar sjógeymarnir, sem notaðir eru til þess að sökkva eða létta bátnum. Meðan bátarnir sigla ofansjávar gánga þeir fyrir ,,diesel“-vélum, en þegar þeir eiga að fara í kafi, verður að stöðva þær og í stað þeirra nota rafmagnsvélar, en rafmagnið er tekið úr rafgeymum, sem diesel-vélarnar hlaða um leið og þær eru hafðar í gangi ofan- sjávar. Aðalvopn kafbátanna eru tundurskeytin, en þeim er komið fyrir í svonefndum tundur- skeytapípum, 3—8 að tölu, í endum bátsins. Auk þess hafa allir kafbátar 1—2 fallbyssur. Sumir þeirra eru sérstaklega útbúnir til þess að leggja tundurdufl, og einstaka af þeim stærstu hafa jafnvel flugvél meðferðis. Stærð þeirra báta, sem nú eru notaðir, er mjög mismunandi, eða allt frá 250 tonnum og upp í 3000 tonn, en fer þó næstum eingöngu eftir því, hvort þeir eru ætlaðir til úthafs- siglinga eða siglinga með ströndum fram. — Áhöfn þeirra verður því líka mjög misjöfn, eða frá 15 og upp í rúmlega 100 manns. Hvað viðvíkur hraða þeirra, þá geta fæstir þeirra farið með yfir 11 mílna hraða í kafi, en ofan- sjávar geta þeir stærstu jafnvel komist yfir 20 mílur á klukkustund. Til kaupenda blaðsins. Leiðrétting: 1 fyrri hluta greinar þessarar höfðu slæðst inn þessar villur: í 14. línu í fremra dálki á 27. bls. stendur „orustuskip“ en átti að vera orustubeitiskip og í upphafi annarar málsgreinar í fremri dálki á bls. 29, kemur fyrir sama villan. Eru lesendur beðnir að athuga þetta. Jólablað Víkings. Það hefir orðið að ráði, að Víkingurinn komi ekki út í nóvember, en þess í stað komi stórt og sérlega vandað hefti af blaðinu skömmu fyrir jól. — Verður að því keppt, að hafa það blað vel úr garði gjört, bæði hvað snertir fjölbreyttni í lesmáli og myndum. — Verða þá í blaðinu fjöldi greina um líf og störf sjómanna að fornu og nýju, skemmtisögur, kvæði, þjóðlegur fróðleikur og fjöldi ágætra mynda. — Vonar blaðið að þessi tilhögun mælist vel fyrir meðal lesendanna. 5 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.