Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 6
Oddur Hannesson, loftskeytam.: Daglegur vi SburSur á hafi nu Það var að morgni hins 8. ágúst s.l. að farið var af stað úr Reykjavík og var ferðinni heitið til Fleetwood. Veður var bjart og sólin hellti geislum sínum yfir land og láð. Allt minnti á dýrð sumarsins í morgunkyrrðinni. Fjöllin beggja megin Faxaflóa glitruðu í skrúða sum- arsins. Allt umhverfið var dásamlegt, sem hjálpaðist til að dreifa þeim skuggum, sem fallið hafa á okkar kæra land, síðan styrj- öldin braust út og yfir þær hörmungar, sem af henni leiðir. Hin risastóru skip á höfninni, full af alls- konar morðtækjum, hin vopnuðu herskip sveimandi úti fyrir og allur sá mikli hernað- arútbúnaður sem blasir við, hvert sem litið er, og athygli allra hefir beinst að, virðist bíða ósigur í sumarkyrrðinni. Allt þetta gerði löngun okkar sterkari til að mega vera heima og njóta sumarsins, en því var ekki að heilsa. Skipið var ferðbúið og skipstjórinn skipaði að leysa landfestar. Síðustu kveðjuorðin voru kölluð til okkar, ,,góða ferð“, og er óhætt að segja að þær óskir hafi fyllilega rætst í ft!.rð þessari. Öll öryggistæki skipsins voru sett í þær skorður, að auðveldast væri að grípa til þeirra, ef þess gerðist þörf. Að því loknu var vegmælirinn settur út og vélin sett á fulla ferð. Ekkert bar til tíðinda á leiðinni út, er í frá- sögn sé færandi. ,,Helgafell“ kleif hinar sof- andi öldur hafsins, sem ekki virtust nenna að VÍKINCUR vakna af sumardvalanum, en létu sér nægia að kinka kolli til okkar og vagga sér ofur mjúklega á haffletinum. Loftið ómaði af hinum miklu loftárásum ófriðarþjóðanna og af hinum tíðu kafbáta- árásum á skip við strendur frlands. En allt þetta var ekki meira en sem daglega hefir skeð, síðan þessi hildarleikur byrjaði. — Gekk því ferðin að óskum út og komið var til Fleetwood að morgni hins 12. ágústs. Er komið var inn í skipakvína var hún full af skipum, sem ýmist voru að landa eða biðu eftir löndun, þar sem ekki reyndist nægilega margt fólk til, til þess að koma fiskinum upp úr skipunum á markaðinn þó þörf væri fyrir hann. Þó eru hundruð þúsunda verkamanna skrásettir sem atvinnuleysingjar í Bretlandi. Virðist manni þetta vera all-miklar andstæð- ur og ekki í samræmi við þarfir þjóðarinnar. Samt fengum við að landa á þeim degi, er við sigldum fyrir og var salan hin bezta. Lá því vel á mannskapnum. Fátt var það í landi, þar sem við fórum, sem minnti á stríð. Fjöldinn allur af fólki, bæði konum og körlum, er eyddu sumarleyfi áínu þarna á skemmistöðunum og virtist ekki ber^, neinar áhyggjur út af yfirstandandi ófriði. Miðvikudagskvöldið 13. ágúst var farið frá Fleetwood áleiðis til fslands. Nokkrir landar okkar komu inn í skipakvína og kölluðust þeir á kveðjum ,er þekktust. Fögnuðum við 6

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.