Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 7
því allir, að þeir höfðu komizt hindrunarlaust yfir hafið. Var nú lagt af stað. Ekkert bar til tíðinda fyrr en klukkan 14,00 hinn 14. ágúst, að vaktarformaðurinn tilkynnti að rekald væri á stjórnborða. Skipaði skipstjórinn að athuga þetta. Kom þá í ljós að þetta var björgunar- bátur morrandi í hálfu kafi og var sýnilegt að hér höfðu öfl ófriðarins verið að verki; var báturinn tekinn inn á dekk og ,,súrraður“ þar. Síðan var ferðinni haldið áfram. Kl. um 17,35 sama dag, en þá vorum við staddir út af Skotlandsströndum, komu þeir, sem á vakt voru, auka á fleka er var á bak- borða. En um það leyti var ég að taka fréttir frá Reykjavík. — Vissi ég ekki hvað var að gerast, en það hlaut að vera eitthvað; skipið var stöðvað og vélin knúin að öllu afli aftur á bak. En þó forvitnin væri mikil, og löngunin til að vita hvað væri að gerast, lét ég það ekki eftir mér, að gæta að því. Hélt því áfram að taka fréttirnar. Er ég hafði lokið því, fór ég út á bátadekk og var það í sama mund og lagst var að flekanum. Tveir af félögum mínum stóðu hjá mér og störðum við allir með lotningu á þá sjón er blasti við okkur. Það, að sjá berfætta, klæðlitla og þjakaða skipbrotsmenn, sem klukkustundum saman höfðu hrakizt á sjónum, kallar fram í huga hvers einasta sjómanns ótal spurning- ar, og ekki sízt á slíkum tímum sem þessum, þar sem allsstaðar eru morðtæki sem á nokkr- um mínútum tortíma hundruðum mannslífa. Á flekanum voru 8 skipbrotsmenn, er voru af sænska skipinu „Nils Goi'thon“, sem þýzk- ur kafbátur hafði skotið í kaf fyrirvaralaust út af írlandsströnd, að kvöldi hins 13. ág., kl. 20,00. Er þeir voru komnir um borð, var farið með þá niður í skip og þeim veitt sú hressing sem auðið var. Hrestust þeir fljótt, enda voru þeir ótrúlega brattir eftir þeim klæðnaði er þeir voru í, því sumir þeirra voru berfættir, í nankinsbuxum og á nærskyrtun- um. Höfðu þeir rifið niður segldruslur og vafið þær um fæturna, til þess að skýla þeim. Kápur og teppi voru á flekanum, sem var þeim til mikils skjóls. Matarlausir og vatns- lausir voru þeir alveg og þótti þeim tilfinn- anlegast að hafa ekki vatn. Á skipinu hafði verið 21 maður. Höfðu 4 farizt, er skipinu var sökkt. Voru það annar stýrimaður, annar vélstjóri, háseti og kynd- ari. Voru þessir menn á vakt. Níu menn höfðu komizt á annan fleka, meðal þeirra var skip- stjórinn, fyrsti vélstjóri, fyrsti stýrimaður, loftskeytamaður og matsveinn o. fl. Sögðu þeir að flekarnir hefðu orðið viðskila. Var þegar farið að svipast eftir hinum flekanum, en árangurslaust. Frétzt hefir að þeim hafi verið bjargað, en þá var stýrimaðurinn dáinn; hafði hann fótbrotnað er skipið fórst og látizt af því. Voru þeir settir á land í Englandi . Skip þetta var að koma frá Kanada, er því var sökkt og hafði það pappírsefni í frakt, sem átti að fara til Glasgow. Hafði það fyrst verið í herskipafylgt (Convoy), en vegna þess hvað það hafði slæm kol, drógst það aftur úr. Þriðji meistari sagðist hafa verið ný kom- inn í koju og hafa verið að lesa, er hann heyrði eitthvert óvanalegt hljóð; hugsaði hann með sér að ljúka við að lesa grein þá, er hann var nær búinn með, áður en hann færi að athuga hvað þetta gæti verið. En það skipti engum togum. Ógurleg sprenging heyrðist og skipið tók að sökkva. Hentist hann þá fram úr kojunni og þaut upp á þil- far. Er þangað kom, hallaðist skipið svo mikið, að byrjað var að renna inn um reyk- háfinn. Kastaði hann sér þá í sjóinn og var lengi að veltast í spítnabraki, þar til að hann komst á flekann. Einn kyndarinn sagðist hafa verið farinn af „fýrplássinu" fyrir 1 mín., er sprengingin varð. Svipaðar sögur og þessar höfðu hinir að segja. All-flestir urðu að henda sér í sjóinn upp á von og óvon, hvort þeim tækist að ná í flekann eða ekki. Á meðan þeir voru á flekanum sögðust þeir hafa séð fjölda skipa og hefðu sum þeirra farið mjög nálægt þeim, en ekkert þeirra virtist hafa tekið eftir þeim. Einnig sáu þeir flugvélar. En þeir sögðust ekki geta lýst þeirri hrifningu, er fór um þá alla, er „Helga- fellið“ breytti stefnu til þeirra. Getur hver Framh. á bls. 26. 7 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.