Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 9
hreyfingarlaus loftlog niðri við jörðu. Áhrif þau verða með þeim hætti, að lægðin hægir á ferð sinni, staðnæmist eða beygir úr leið. T. d. ber varla út af því, að lægðir, sem fara norð- austur um Færeyjar í stefnu á Suður-Noreg, víkja af leið fyrir hálendi Skandinavíu og halda norður með vesturströnd Norges. Græn- landshálendið er og mikill þrándur í götu lægða, sem stefna á það úr norðvestri. Fara þær norður með vesturströnd Grænlands og þá máske austur yfir það norðanvert. Ef þær eru svo sunnarlega á ferð, að þær sleppa fram hjá suðurodda Grænlands, komast þær ó- hindraðar leiðar sinnar eins langt og orkan leyfir. Hálendi íslands er enginn teljandi þröskuldur fyrir þær, til þess er það of veiga- lítið, enda fara lægðir oft beint yfir landið úr vestri og suðvestri. Fjallgarðar eða hálendi geta einnig orðið til þess, að ný lægð mynd- ist. Er slíkt algengt við Suður-Noreg, einnig við Suður-Grænland. Um leið og lægðin beygir norður með vesturströndinni, myndast ný lægð við suðaroddann, og heldur hún áfram til norð- austurs í stefnu á ílsland. Fjöll og hálendi valda og miklum truflun- um á úrkomu- og vindasvæðum lægðanna, og eru þau áhrif kunnari en svo í aðalatriðum, að út í það verði farið hér. Nægir að benda á, hvernig úrkoman skiptist hér á landi í norð- an- og sunnan-átt, að „fjöllin draga að sér úr- komuna“, eins og sagt er, og hve mjög er mis- vindasamt í fjallahéruðum. Þetta og ótal margt fleira verður að taka til greina, þegar segja skal fyrir um veður. Er þekkingu manna í þessum efnum enn eigi lengra komið en það, að jafnaðarlega er ekki hægt að spá nema 1—2 sólarhringa fram í tímann, og vantar þó allmikið á, að það verði gert á fullnægjandi hátt. í þessu sambandi skal á það bent, að til eru stór svæði á hnettinum, sem sjaldan eða aldrei fást nein veðurskeyti frá, en það eru heim- skautasvæðin. En talið er að þau hafi stór- mikla þýðingu fyrir veðurlag yfirleitt. Auk þess hafa augu manna opnast æ betur fyrir því, að rannsóknir og athuganir á efri loft- lögum varða geysi miklu fyrir veðurfræðina. Var á þetta drepið í síðustu grein og frá því skýrt, að lægðirnar næðu eina 10 km. frá jörðu eða meira. Má meðal annars marka það af því, að fyrstu forboðar lægðanna, klósigarn- ir, eru oft í 10 km. hæð. Til þess að kynnast lægðum „ofan í kjölinn", nægir því ekki að gera veðurathuganir á yfirborði jarðar, hversu vel sem frá þeim er gengið, heldur heldur ber nauðsyn til að kanna þær alveg upp úr. En þessar athuganir eru ærið örðugar og kostn- aðarsamar, svo að vafalaust á það langtíland, að þær komi að því gagni, sem verða mætti. Sem betur fer, þurfa þó athugunarstöðvar fyr- ir athuganir í efri loftlögum ekki að vera eins þéttar og venjulegar athugunarstöðvar. Eins og fyrr getur, er veðrið mjög háð landslagi og einnig skiptingu láðs og lagar. Þessi áhrif ná ekki nema nokkur hundruð metra upp frá yf- irborði landsins. Þar fyrir ofan eru loftstraum- arnir miklu reglulegri, svo að lengra má vera á milli þeirra stöðva, sem fást við athuganir hærra uppi. Hér á veðurfræðin mikið ónumið land og fyrirheit um stórkostlegar framfarir í veðurspám. Margar tilraunir hafa verið gerðar í þá átt að segja fyrir um veður fyrir langan tíma í senn, vikur, mánuði eða ár. Flestar þessar til- raunir hafa engan árangur borið. í þessu sam- bandi skal það tekið fram, að þrátt fyrir ræki- legar tilraunir hefir ekki tekizt að finna neitt samband milli tunglsins og veðurs eða veður- breytinga. Kemur þetta að vísu illa heim við gamla alþýðutrú víða um lönd, og verður mörgum á að rengja þessar niðurstöður vísind- anna. En tölurnar láta ekki að sér hæða, og verður trúin að láta í minni pokann fyrir þeim, hvort sem mönnum þykir ljúft eða leitt, að minnsta kosti svo framt að ekki komi á móti veigameiri rök en ummæli fróðra manna eða einstök dæmi. í Þýzkalandi hefir um allmörg ár verið gef- in út veðurspá fyrir tíu daga í senn. Hún er að vísu ekki eins nákvæm og hin daglega veður- spá, sem gildir fyrir 36 klukkutíma. En hún hefir reynst allvel, og nýlega hefir frétzt, að undirbúningur væri hafinn í Norður-Afríku að samskonar veðurspám. Framh. VÍKINGUR 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.