Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 11
lieí'nt farvi'ður. — Innviðir opinna róðrarskipa höfðu og hafa enn ýmisleg nöfn, en ég er víst búinn að gleyma sumum þeirra, skal þó nefna nokkur þeirra, svo sem: Þófta, stelkur, röng, rangarhald, bunkastokkur, band, grís, koll- harður, langband, langísa, stafnkrappi, stafn- lok og stelling, er mastur á sexæring stóð á, þá er siglt var. — Útviðir róðrarskipa voru nefndir og eru flestir enn þá nefndir: Kjölur, stefni, kjalsíður, farborð, vindháls, kinnung- ur, rimarborð eða rim, borðstokkur, hástokk- ur, slíður, drag og dragkrókur. — Þessu næst vil ég þá lýsa seglútbúnaði á áttæringum hér við Djúpið eins og hann var meðan þeir voru hafðir til hákarlaleguferða all-langt til hafs hér út af Djúpinu: Það er aðallega til seglútbúnaðarins heyrði var: Mastrið, reiðinn, seglráin, seglið og beiti- ásinn. Mastur skipsins var aðeins eitt, 10 álna hátt frá kefa, sem áður var nefndur; var það skorðað með stag frá toppi þess fram á hnífil skipsins og með höfuðböndum tveimur á borð, frá masturstoppi niður í rengur í fyrir- og lóðarrúm bæði stjórnborðs- og baðborðsmeg- in skipsins. í stað ,,blokka“ voru tvö hjól í mastrinu, annað rétt neðanvert við reiðahnút- inn og nefnt ,,efra hjól“, en hitt tveimur áln- um neðar og nefnt ,,neðra hjól“. Dragreipi var nægilega langt á hverju hjóli í mastrinu, svo hægt var að ná til beggja enda þess niðri í fyrirrúmi. Þegar siglt var, þá var endum, bæði hærra og neðra dragreipis, hnýtt um miðja seglrána, er var 5 álna löng, sívöl og gildust um miðju, þar sem dragreipunum var hnýtt á hana. — Á seglinu voru 4 jaðrar: efri jaðar, neðri-jaðar, aftur-jaðar og fram-jaðar, sem líka var nefndur „háls“. Horn seglsins að neðan, voru nefnd slcaut og böndin í þeim hornum skautbönd. Efri jaðar seglsins var með ráböndum, bundinn við seglrána og jafn- langur ránni. Var seglið svo sniðskorið, jafnt í fremri- og aftur-jaðar, að neðri-jaðar þess var um 11 álna langur, en hæð þess frá neðri- jaðri og upp að seglránni var um 9*4 alin. drapreipanna er, sem áður er sagt, voru hnýtt á seglrána, var líka um miðju hennar hnýttur endi af bandi, sem nefnt var vindband, og það ætíð látið liggja utan á seglinu hléborðsmeg- in þegar siglt var; það var notað til þess að draga nokkuð vind úr seglinu, án þess að lækka það, þegar nógur þótti eða of mikill gangur skipsins, og svo einnig til að geta haft hendur á‘ seglinu um leið og það var fellt. Fyrirrúmsmenn höfðu jafnan hendur á þessu bandi, þá siglt var. Þá var einnig dregin lína úr miðjum fram-jaðri (hálsi) seglsins fram í gegnum krappa, kóz eða blokk, er fest var fram í stafnlokið, og þaðan aftur í hálsrúm; band þetta var nefnt ,,bóglína“, þótti hún nauðsynleg, í fyrsta lagi: til að halda jaðrin- um föstum svo hann slægist ekki til og frá, þegar sigldur var beitivindur; í öðru lagi: því til hjálpar að unt væri að beita skipinu, sem mest upp að vindi, að kala mætti lítið eitt við jaðar, og í þriðja lagi: því til varnar, að síður „slægi í baksegl“, er mjög gat orðið hættu- legt. Hálsrúmsmenn höfðu hendur á þessu bandi, þá er sigldur var beitivindur. — Neð- an af seglinu var unt að rifa allt að tveimur álnum; þegar fullrifað var, þá var notað drag- reipi neðra kjölsins, en dragreipi efra hjóls þegar órifað eða lítið var rifað seglið. Loksins var beitiásinn. Hann var bráðnauðsynlegur hlutur með hverjum þversigldum áttæring. Ás þessi var að mun gildari en seglráin og þurfti að vera svo langur, að næði úr koll- harðskverk fyrirrúmsþóftu hlésmegin og 1 —ll/ó alin út fyrir slíður barkans vindborðs- megin og því sem næst 7—8 ál. langur. Áður en seglið var dregið upp, var skautband fremri jaðars séglsins fast bundið um fremri ásend- ann, hann síðan settur í kollharðskverkina, en fremri hluti hans fast bundinn niður í röng vindborðsmegin í barkanum, ekki framar en um miðju hans, en þaðan mátti færa beitiás- inn vindbprðsmegin, eftir þörf, aftur eftir borði, allt aftur í fyrirrúmskeip, er siglt var beint undan vindi, „beggjaskauta byr“. Þegar beitiásínn var kominn í fullar skorður, sem nú var sagt, þá var seglið dregið upp. Áður en ég mun geta nokkurra formanna, er stunduðu hákarlaveiðar hár við Djúp fram yfir miðja 19. öldina, þá vil ég svolítið drepa á hvernig skipverjarnir bjuggu sig út í legu- 11 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.