Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 17
stjóraherbergið sem er undir stjórnpallinum. Aftast í yfirbyggingunni er eldhús og borð- salur. Milli bátadekks og lunningar að aftan er yfirbyggt með stálplötum og kemur þar lýsisbræðsla og salerni. Skipið er að mestu leyti hitað upp með miðstöð frá miðstöðvar- katli í vélarrúmi. Öllum ber saman um ágæti skipsins og alls staðar má sjá að engu hefir verið tilspar- að að gera skipið sem glæsilegast. Marzelíus hefir með skipi þessu getið sér hinn bezta orðstír, og eru afrek hans að því leyti sér- stæð, að hann er sjálfmenntaður. Nú hefir skipið lokið fyrstu söluferð sinni til Englands og var meðalgangur skipsins rúmar 8 mílur. Það fór vel í sjó og reyndist ágætlega. í Eng- landi var tekinn um borð bergmálsdýptar- mælir, er settur var í skipið er það kom til Reykjavíkur. Einnig er ákveðið að setja í það miðunarstöð. Undanfarið hefir mikið verið rætt og ritað um það, að búa sem bezt að sínu og máltækið tekur undir með þeirri hugmynd og segir: „Sjálfs er höndin hollust“. Smíðin á m.b. Ric- hard er táknræn í þessu sambandi, og Ijós vottur þess, að ef viljinn er fyrir hendi, þá getur bátsmíðin að öllu leyti færst yfir á ísl. hendur og að því ber að stefna. ,,Yíkingur“ óskar svo öllum, sem unnið hafa að býggingu m.b. Richards til hamingju með vel unnið starf og biður öllum ísfirska bátaflotanum góðs farnaðar í framtíðinni. Með ári hverju eykst og dafnar íslensk menning tækni og þor. Inn til heiða og út til drafnar ótal liggja á brattann spor. — Þegar skal til þrautar herða þunga sókn um haf og láð, sjálfs mun höndin hollust verða og happadrýgst í lengd og bráð. 17 v í KIN G u r

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.