Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 20
FRÉTTIR... INNLENDAR VÍKINGURINN tekur nú upp þá nýbreytni að hafa í hverju blaði stutt yfirlit yfir það helzta, sem við hefir borið, innan- lands og utan, næstu 30 daga á undan útkomu blaðsins, og sem frá hefir verið skýrt i fréttum dagblaðanna og Útvarpsins. Vonar blaðið, að þessu verði vel tekið af lesendum þess, eink- um þeim, sem halda blaðinu saman og að það megi verða þeim til nokkurs fróðleiks og gagns, sérstaklega þegar frá líður og útvarpsfréttirnar eru gleymdar að meira eða minna leyti og dagblöðin glötuð. Gieti þá komið sér vel fyrir menn að geta flett upp í fréttaopnu Víkingsins i sambandi við umræður um liðna atburði, innlenda og erlenda. 18. /9. Ferst vélbáturinn „Halldór Jónsson“ úr Grundarfirði, með allri áhöfn, er voru Hjálmtýr Arnason, form. frá Kvíabryggju við Grundar- fjörð, Ólafur Bjarnason frá Kvía- bryggju, Kjartan Ólafsson frá Keflavík og unglingur (nafn hans óþekkt), sonur Stefáns í Hrísum. — Leitað var mikið a'ð bátnum, bæði úr lofti og á sjó, en árangurslaust. * Ríkisstjómin gaf út strangar regl- ur um umferð almennings utan gangstíga og með ströndum fram, og siglingu skipa nálægt ströndinni, er gilda yfir myrkurtímann. A hin- um tilteknu svæðum mega skip ckki sigla nær ströndinni en 200 metra, og fólk ekki ganga nærri flæðarmáli utan gangstíga eða vega, nerna með sérstöku leyfi. * 19. /9. Radiovitinn á Dyrhólaey tek- ur aftur til starfa, útsendingartíminn verður fyrst um sinn tvisvar á sól- arhring kl. 11,00 og kl. 23,00 eftir ísl. sumartíma, 10 mín. í hvort sinn. — A Kafningsvita við Flatey á Breiðafirði, logar nú aftur. * 20. /9. Björguðu 2 ísl. togarar, þeir Arinbjörn hersir og Snorri goði hátt á 4. hundrað manns af brennandi skipi í Irlandshafi. Togararnir voru á leið til Englands. * V.s. Esja fór áleiðis til Petsamo, til að sækja íslendingana, er teppt- ir hafa verið vegna styi'jaldarinnar víðsvegar á Norðurlöndum. * Kjötverðlagsnefnd ákvað haust- verð ó kjöti kr. 2,10, en það er 68% hækkun frá því verði, er var í fyrra. * 21. /9. Fengu skipverjar á e-s. Skallagrími viðurkenningu fyrir björgulnina á skipshöfninni afi brezka skipinu „Andania", er þeir björguðu 10./9., alls 350 manns. — Skipstjórinn fékk gullúr, en aðrir skipverjar sigarettusilfurveski. * 22. /9. Höfðu 246 íslendingar bú- settir í Danmörku og Svíþjóð látið skrásetja sig til heimferðar með v.s. Esju um Petsamo. * 24./9. Ákvað Fiskimálanefnd verð- luekkun ó nýjum fiski til útflutn- ings. Nam verðhækkunin á aðalfiski- VÍKINGUR tegundunum frá 30—70%. Óvenju- mikill fiskafli hefir verið inni í Siglufirði, og hefir fiskurinn ger.gið þar í stórum torfum og hafa menn notað háfa til að ná honum upp. * 25. /9. Var kveikt aftur á þeim vitum er sjómenn lögðu mesta á- herslu á að vrðu að loga. * 26. /9. Sjötugsafmæli Kristjáns konungs tíunda. Var í því tilefni hátíðarguðsþjónusta í dómkirkjunni. * 28. /9. Bjargaði e.s. Þórólfur 30 mönnum af norska skipinu ,,Hird“ (9200 smáh). Brezka flotamálaráðu- neytið ókvað að taka loftskeytatæki og talstöðvar úr íslenzkum skipum, er sigla til Englands, * 29. /0. Gerðu stéttarfélög sjómanna ályktun um að krefjast þess, að loft- skeytastöðvarnar og talstöðvarnar yrðu látnar um borð í skipin aftur. Itíkisstjómin vann ötullega i mál- inu og fékk því til leiðar komið, að stöðvarnar mættu vera um borð inn- siglaðar, en notast aðeins ef brýn nauðsyn bæri til. Alls voru 17 stöðv- ar teknar úr togurunum. * 2./10. Efndi Sundhöllin til ókeypis námskeiðs fyrir sjómenn í björgun- arsundi. * Vélstjóraskóli Islands átti 25 ára starfsafmæli og í tilefni af því og að í ór era liðin 50 ár frá því að Stýrimannaskólinn var stofnaður með lögum (22. maí 1890) kom Sjó- mannablaðið Víkingur út, tileinkað skólamá 1 um sjómannastéttarinnar. * 5./10. Atti merkiskonan frú Krist- ín Ólafsdóttir að Nesi við Seltjörn áttræðisafmæli. Þorsteinn Ö. Step- hensen ráðinn aðalþulur vð útvarpið. * 8./10. Va rhagui' bankanna 19,4 milj. hagstæðari en á sama tíma í fyrra. Bjarni Benediktsson prófesV- sor settur borgarstjóri í Reykjavík í veikindaforföllum Péturs Halldórs- sonar. Gunnar Thorodsen lögfræð- ingur tekur við prófessorsembætti Bjarna við Háskólann. * 86 fjölskyldur í Reykjavík vantar húsnæði, alls 346 manns. * 10./10. Varð Bergur Jónsscn skip stjóri 75 ára. * 15./.10. Kom v.s. Esja frá Petsamo með alls 258 Islendinga. * Kom til Reykjavíkur brezki hers- höfðinginn Gort lávarður. 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.