Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 23
haf'a veiðisvæðin dregist saman Vegna Rúss- neskrar útþenslu og ágengni þarna norður frá, og í þriðja lagi virðist ísbrúnin stöðugt vera að færast lengra norður á bóginn, svo þar er nú auður sjór, sem áður voru veiðisvæði. Þótt selurinn virðist stöðugt fara minnkandi, en þó talsvert eftir af honum ennþá, aftur virð- ist rostungurinn nærri horfinn með öllu. Rost- ungurinn er stærri en selurinn og mjög var um sig, styggð þolir hann ekki. Fyrir ekki allmörg- um árum síðan voru firðirnir við Svalbarða krökir af rostungum. Nú sést ekki rostungur fyr en lengst norður í Franz Josefs landi, en þar þykjast Rússarnir ráða og eiga allt saman. Ishafsveiðar Norðmanna hófust fyrst um 1860—70. Voru það mest smáskútur frá Tromsö, sem fóru í vor- og sumar-„túra“. Það var norsk- ur selveiðiskipstjóri frá Hammerfest, sem fyrst- ur fann Franz Josefs land. Þar voru þá óhemju veiðimöguleikar, og karlarnir höfðu vit á að þegja um hvar þeir héldu sig. Seinna fundu svo Austurríkismenn landið og gerðu heyrum kunn- ugt og skírðu í höfuðið á keisara sínum. En Norðmenn einir notuðu sér landið og stunduðu þar veiðar í nokkra ættliði, þangað til Rússarnir komu og tóku það frá þeim og ráku þá í burtu. Svalbarði er enn talið norskt land, en enginn veit hvað lengi það verður. Ýmsir ásælast land- ið frá þeim, og norsk stjórnarvöld virðast ekki, þótt merkilegt sé, hafa verið nógu vakandi yfir því sem er að gerast þarna norður frá. Skului 1 vér snöggvast líta á þróun málanna þarna uppi, eins og hún hefir gengið til. Selveiðar Norðmanna byrjuðu ekki fyrir al- vöru fyr en um 1910, þegar hin stóru Aalesuuds selveiðiskip voru byggð. Aðalveiðisvæðið var þá hafið norður af Svalbarða og Grænlandshafið, eða Vesturísinn, sem Norðmenn kalla það. Hmtahafsveiðin, sem nú er lítið farið að verða úr, byrjaði ekki fyr en eftir heimsófriðinn og hefir alltaf verið nokkuð sérstæð. Þar eru það hinir ljósu og langhærðu kópar, sem verið er að sækjast eftir. Selveiðimennirnir verða að borga Stalin og ráðstjórn hans háa skatta fyrir að fá að dorga þarna eftir hinum nýfæddu kópum, á þar til teknu svæði. Veiðitíminn hefst í byrjun marz, og ef svo fer, sem oft vill verða, að selur- inn kæpir utan við hið afmarkaða svæði, verður túrinn hin mesta fýluför. 1 kringum 1924—25, gaf kópaveiðin í Hvíta- hafinu mjög góða eftirtekju. Um 60—70 stór- ir selveiðarar stunduðu þarna veiðar, og borg- uðu Rússum tugi þúsunda króna í veiðileyfi á hverju ári, og höfðu þó eftir allálitlegan tekju- afgang. Síðastliðinn vetur voru það aðeins 10— 15 Tromsö skútur, sem lögðu af stað á þessar slóðir. Selveiðimennirnir fullyrða, að Rússarnir, eftir að búið er að greiða þeim veiðileyfið, sendi flugvélar á staðinn til að fæla selinn burtu af hinu. afmarkaða sérleyfisvæði, þegar hann er kominn a-ð því að kæpa. I Vesturísnum hefir verið mikið veitt, en nú er veiðin þar orðin stopul, og norður af Sval- barða fer veiðin einnig stöðugt minnkandi, og það er sennilega ekki nema um tímaspursmál að ræða, þangað til tekið er fyrir alla veiði þarna í Til vinstrí: ísbjörn á sundi. Til hœgrí: Tromsö-skátan í ísnum.1 fef., u. ífc k*!~“ m vAj ,1 ;á" VIKINGUR 23 i

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.