Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 24
stórum stíl. Ódýr útgerð á smáskipum mun þó lengi vel hafa þarna einhverja möguleika. Norðmenn eru orðnir sannfærðir um það, að ef selveiðar þeirra eiga ekki að leggjast niður, þá verði þeir að leita fyrir sér á nýjum stöðum. Þeir eiga orðið mikinn og vel útbúinn selveiði- flota, með öllum veiðimöguleikum, — og eftir- spurn eftir selskinnum og annari grávöru hefir stöðugt farið vaxandi. Helzt hafa þeir orðið augastað á hafinu við strendur New Foundlands, Labrador ströndina og vesturströnd Grænlands. En einhversstaðar þar um slóðir gera menn ráð fyrir að selur kæpi og þar séu góðir veiðimöguleikar. í fyrra hafði norska ríkið jafnvel gengizt inn á að styrkja þangað reynslu-leiðangur. Selskinn eru mjög útgengileg vara á heims- markaðinum; menn eru farnir að notfæra sér þau miklu betur en áður' fyr. Svörtu skinnin, sem áður voru í litlu verði og nær eingöngu not- uð sem leður, eru nú notuð til að búa til fínasta gerfi bisam, og verðmæti þeirra hefir meira en þrefaldast. Selspik er fínna og dýrara en hval- spik og gott til að blanda í smjörlíki og alveg til- valið í bræðing. Fyrir nokkrum árum síðan veiddu Norðmenn um 250,000 seli að jafnaði á vertíð, en nú upp á síðkastið hafa þeir þóttzt góðir, ef þeir bara náðu í 100,000 stykki. Á sama tíma veiða Rúss- arnir óhemjuósköp á sínum svæðum og nota hina stóru ísbrjóta sína til veiðanna. Þeir bjóða svo niður skinnaverðið á heimsmarkaðinum fyrir Norðmönnum, sem þó hafa getað staðizt sam- keppnina til þessa, vegna þess, að þeir hafa kunnað betur að verka skinnin. Það er kunnugt, hvað Norðmenn hafa mikið reynt til að fá fótfestu og eignarhald á Aust- ur-Grænlandi, en þeir eru ekki einir um að girn- ast eftir norðlægum löndum. Rússinn hefur þar líka úti allar klær. Fyrir 10 árum síðan slóu þeir eign sinni á Franz Jósefs land, og ráku Norð- mennina, sem þar voru fyrir á brott. Rússar halda því fram, að þeim tilheyri öll lönd og eyjar, sem liggja beint í norður frá rússnesku megin- Hvað Svalbarða eða Spitzbergen snertir, telja Norðmenn sig ennþá vera þar húsbændur, en enginn veit hve lengi það verður. Norska ríkið byrjaði á því að leggja 20,000 krónur í hinar norsku kolanámur þar. Svo keyptu Niðurlend- ingar kolasvæðin við Green Harbour fyrir 21 miljón króna og bjuggu þar um sig, en þurftu á tveim miljónum króna að halda til reksturs- ins og báðu norska ríkið um ábyrgð fyrir pen- ingunum, gegn 1. veðrétti í eigninni og skuld- bindingu um að nota eingöngu norska verka- menn. Halvorsens-stjórnin, sem þá fór með völd, sagði nei. Tilboðin voru einnig lögð fyrir Horn- ruds-stjórnina með sama árangri. Þá keypti rússneska ráðstjórnin allt saman fyrir 10 milj- ónir króna. Nú hafa Rússarnir nokkrar þúsundir manna þarna uppi, og grafa þeir þar upp um 500,000 smálestir af kolum árlega, móti þeim 300,000 smálestum, sem Norðmenn grafa sjálf- Stöðvum Rússa er þannig 1 sveit komið, að þeir geta hæglega hindrað alla flutninga að og frá norsku námunum, ef þeir vilja Það er ekki langt síðan að kola-auðugar nám- ur við Hjorthavn á Svalbarða voru seldar á nauðungaruppboði fyrir einar 50,000 krónur. Þannig er Ishafið. Bak við kuldann og hrímið leynast ýmsir kostir og gæði, tilbúin handa þeim, sem vilja hagnýta þau. Er nú ekki kominn tími til þess, að vér íslendingar förum einnig að líta í kring um oss eftir einhverjum atvinnumögu- leikum, þegar atvinnuleysið hér heima fyrir virð- ist ætla að verða að plágu. Mér hefir verið sagt, að hérna fyrir handan á Angmagslik-ströndinni liggi kolin í fjörunni reiðubúin handa þeim, sem eru svo lítillátir að beygja sig niður til að tína þau upp. Ég veit ekki, hvort þetta er satt, en ég trúi því vel. 1 Alaska hefi ég séð eitthvað svip- að með mínum eigin augum, og verið með í því að róa í land eftir kolum, sem lágu í fjörunni eins og blágrýtið hér heima. Það ætti ekki að vera neinn ógerningur fyrir oss, að skreppa yfir til að ganga úr skugga um hið rétta. Loftskeytatæki íslenzku skipanna. Það ber sérstaklega að þakka ríkisstjórninni fyrir lausn þessa máls og þó eingum atvinnu- málaráðherra, sem með afstöðu sinni mótmælti harðlega þessu gerræði. Þótt ánægjulegt sé að vita, að aðalsenditækin fái að vera kyr í skip- unum, þá verður þó að barma þá þröngsýni, að geta ekki fallist á það a ðleyfa íslenzku sjó- mönnunum að hafa neyðarsendir í björgunar- bátunum, eins og var búið að útbúa þá með. V í KI N G U R 24

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.