Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 25
Sjúmannafélag Reykjavíkur 25 ára Þann 23. þ. m. var liðinn aldarfjórðungur. síðan Sjómannafélag Reykjavíkur var stofnað. Víkingi þykir hlýða að minnast þessa merkis afmælis félagsins, sem flest allir núverandi yf- irmenn á kaupskipa- og fiskiflotanum hér í Reykjavík hafa verið meðlimir í. Þ. 23. okt. 1915 var stofnfundur haldinn hér í Reykjavík með 104 hásetum af fiski- skipaflotanum. Tilefni samtakanna meðal sjó- manna fyrst og fremst, voru hinar miklu vök- ur á togurunum og lágt verð á lifur (þrátt fyrir hátt lýsisverð af völdum stríðsins). Lifrin var þá sem nú, uppbót á kaup háseta og litu sjómenn svo á, að útgerðarmenn hefðu verið búnir áður að láta þeim eftir eignar- og um- ráðarétt hennar. Þá þótti handfærafiskimönn- um að útgerðarmenn settu lægra verð á fisk- inn, en sannvirði hans var. Dýrtíð fór ört vax- andi í landinu af völdum stríðsins. Allt þetta skapaði áhuga meðal sjómanna til stofnunar félagssamtaka. Á næstu vikum strey.mdu menn í félagið og munu flestir hafa gengið inn, sem unnu sem hásetar á hinum stærri fiskiskipum. Félagið nefndist Hásetafélag Reykjavíkur. Eins og nafnið bendir til, var félagið aðeins fyrir háseta, en í ársbyrjun 1920 var nafni þess breytt í núverandi heiti og félagsskapur- inn látinn ná út yfir fleiri stéttir sjómanna, svo sem matsveina, kyndara, vélamenn á mótor- skipum; og seinna gengu svo í félagið véla- menn á línugufubátum. Fyrsta launadeila félagsins var árið 1916, út af verði og eignarrétti á lifrinni, sem lauk með því, að verð hennar samkvæmt tilboði útgerðarmanna varð kr. 60,50. Eignarréttur- inn náðist ekki. Lifrarverð þetta stóð skamm- an tíma, því á næsta ári var það í kr. 40,00. Lifrin hefir alla tíð verið mikið þrætuepli og greidd mismunandi verði. Margar launadeil- ur hefir félagið háð á þessu tímabili. Harð- astar voru deilurnar á árunum 1921—1925 og 1929—1935. í flestum deilunum báru sjómenn nokkurn sigur úr býtum og sumum all-mik- inn. Sjómannafélag Reykjavíkur hefir á marg- an hátt verið brautryðjandi annara verkalýðs- hreyfinga á ýms nýmæli. Um stofnun og starf- rækslu skrifstofu, um launaðan starfsmann, um allsherjar atkvæðagreiðslu í stórmálum, um kosningu stjórnar utan funda, sem stendur yfir í tvo mánuði, um stofnun vinnudeilusjóðs o. fl. o. fl., sem haft hefir þýðingu fyrir skipu- lag og starf félagsins. Mörg önnur stéttafélög hafa komið svipuðu á hjá sér síðar. Félagið var eitt af þeim félögum, sem stofnuðu Al- þýðusamband íslands og hefir ávallt verið ein sterkasta stoð þess. Félagið hefir um langt skeið verið meðlimur í Alþjóðaflutningasambandi verkalýðsins, eða síðan 1923, og í nánu sambandi við sjómanna- sambönd Norðurlanda. Samstarfsfélög hafa verið Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Stofnað 1924, og Sjómannafélag Patreksfjarðar. Stofnað 1936. Eru samningar þessara fjelaga sameiginlegir við togaraeigendur og hinum minni félögum mikill styrkur. Þá hefir á síðustu árum skapast allmikil samvinna við félög yfirmanna hér, um stofn-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.