Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 27
Kristján Jónsson frá Garðstöðum: Deilan um breytingar á Fiskifélagsl ögunum Ársgömul orðaskipti athuguð. Ýmsa lesendur Víkings mun eflaust reka minni til skrifa nokkurra, er fóru milli undir- ritaðs og Hallgríms Jónssonar vélstjóra, svo og tveggja ónafngreindra höfunda út af grein um fyrirhugaðar breytingar á lögum og skipulagi Fiskifélagsins. — Grein mína — þá, sem deilan spratt af — er að finna í ágústblaði Ægis 1939, en hinar greinarnar eru í októb.blaði Víkings ’39. Auk þess gæddi fyrrv. ábyrgðarmaður Vík- ings mér á nokkru ,,góðgæti“ út af svargrein minni í Tímanum, mest smásmuglegar, per- sónulegar ertingar, sem ég sé enga ástæðu til að elta ólar við. — Enn skrifaði og Hallgr. Jónsson stutta svargrein til mín í dezember- blað Víkings 1939. H. J. bauð mér rúm í Vík- ingi til andsvara þessurn höfundum. 1 það skipti sá ég enga ástæðu til að þekkjast það boð. Mér virtist þá, sem ekki mundi annað græðast á því en skætingur og stóryrði á báða bóga, eftir tóninum í greinunum að dæma. Hallgr. J. fetti fingur út í það, að svargrein mín birtist í Tímanum, og kallaði mig ræða um sjómannamál í blaði landbænda. En hér var og er um víðtækt Iandsmál að ræða og því var greinin birt í landsmálablaði, sem sjávar- menn þeir, er fylgjast vilja sem gerst með í landsmálum, lesa sem aðrir áhugasamir þjóð- félagsborgarar. — H. J. gat og varla vænst þess að ég leitaði á náðir þeirra Víkingsmanna með svargrein mína, ekki orðprúðari en þeir félagar voru í minn garð út af Ægisgreininni. Viðkvæmni og ertingar. Af greinum þeirra félaga í Víkingi skildist mér að þeir hafi einkum styggst mjög við þau ummæli mín í Ægisgreininni, að Farmanna- og fiskimannasambandinu bæri að halda sér frá afskiftum fiskiveiðimálanna, en snúa sér að málum farmanna einna. Var einkum bent á, að tvö þing um fiskiveiðimálin myndu valda glundroða og árekstrum milli F. F. S. I. og Fiskifélagsins. — Hinsvegar taldi ég tilhlýði- legt, að F. F. S. í. gerði ályktanir um málefni farmanna og sjómanna yfirleitt, kjör þeirra og aðbúð í hvívetna. — Þetta hefir og F. F. S. í. reyndar gert og ennþá ekki farið þá leið, sem varað var við. Mér virðist líka satt að segja engin ástæða hafa verið til að firtast, þótt ég léti í ljós efa um, að það yrði til nytja, ef F. F. S. I. gengi inn á starfssvið Fiskifélagsins og reyndi að kippa verkefnum þess í sínar hend- ur. Ekki myndu starfsmenn Fiskifélagsins þykkjast við það, þótt þeir væru varaðir við að skifta sér af hagsmunamálum farmanna. — Það hefir ekki komið til þess enn þá og kem- ur væntanlega ekki, en vissulega væri rétt, ef svo bæri undir, að vara félagið og starfsmenn þess við að skipta sér af málum, er aðrir hafa miklu betri skilyrði til að ráða fram úr. Og rétt er að láta þess getið, að ekki voru um- mæli þessi sett fram í lítilsvirðingarskyni við F. F. S. í., enda hygg ég, að engum óhlut- drægum manni hafi það til hugar komið. E i þegar menn eru komnir í baráttuhug, eru ein- att settar fram tilgátur um hvatir þess, sem deilt er við, að meira og minna út í bláinn. 21 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.