Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Blaðsíða 29
liokkru fólki í fiskideiídirnar. Það hefir verið gert, og mun verða gert að óbreyttu fyrir- komulagi félagsins, nýjar deildir hafa verið stofnaðar og eldri reistar við. En reynslan hefir þráfaldlega sýnt, að undarlega lítil not verða deildunum og Fiskifélaginu að þessu útbreiðslustarfi. Fundahöld deildanna falla oft niður að stofnfundinum loknum, og nást gjarna nokkrir á fund, er erindrekinn kemur í heimsókn. Þetta er of dauft félagsmálastarf til að halda uppi jafn umfangsmikilli stofn- un og Fiskifélagið er þó. Svona er það að vísu í ýmsum fleiri félögum og virðast forustu- mennirnir þar ánægðir með ástandið, en það kemur þeim í koll síðar og ríður oft félags- skapnum að fullu, ef ekki er breytt til nógu snemma. Ég og margir aðrir, sem við þessi mál höf- um fengist undanfarið, erum þeirrar skoðun- ar, að Fiskifélagið eigi ekki að reka áróðurs- starfsemi til að afla sér meðlima, eða halda hinum eldri við kolann. Pað á aö vera fulltrúafélag fiskimanna og útgerðarmanna, þar sem menn eru af þörf og skyldu til að sinna hagsmunamálum og menn- ingarmálum sinnar stéttar. Fiskifélagið er og á að vera opinbert, ríkis- styrkt félag, er hafi í hendi sér afl þeirra hluta, er gera skal, fiskiveiðunum til eflingar og sjómannastéttinni til menningar. — Mál- fundafélagsform er ekki einhlýtt, eða hæfir alls ekki, fyrir ríkisstyrkt félag annars aðal- atvinnuvegs þjóðarinnar. Það fyrirkomulag er réttmætt og sjálfsagt í ýmsum öðrum á- hugafélögum, svo í þeim félögum, sem mynda Alþýðusambandið, sérfélögum Farmanna- og fiskimannasambandsins, Slysavarnafjelagsins o. fl. o. fl. Það er síður en svo F. F. S. í. til miska, þótt breytt væri um fyrirkomulag Fiskifélagsins í þá átt, sem hér hefir verið skýrt frá. Það liggur utan við ætlunarverlc þessa greinar- korns að birta langar bollaleggingar eða spá- dóma um það, hversu Fiskifélaginu myndi farnast undir þvílíku skipulagi. Þó er það langsennilegast, að það myndi skapa þar þá festu í félagsskapinn, sem þar hefir einatt skort. Og skortur á styrkum félagsgrundvelli hefir valdið því, að Fiskifélagið hefir þótt lin- ara í átökum um ýms nauðsynjamál sjávar- útvegsins en góðu hófi gegndi. Ýmsir munu ætla, að hið fyrirhugaða skipu- lag verði nokkuð þunglamalegt í framkvæmd. Kosningatilhögunin sjálf ætti ekki að verða fyrirhafnarmikil, er menn hafa áttað sig á fyr- irkomulaginu. Og vissulega eru í ýmsum einka- félögum ýmsar jafn fyrirhafnarsamar aðferð- ir, sem menn inna af höndum með glöðu geði. Þetta fyrirkomulag verður alls ekki þunglama- legt, ef sjómenn og útvegsmenn vilja fram- kvæma það. Vilji þeir það ekki, kemur það ekki til framkvæmda. En þá þurfa þeir jafnframt að hafa upp á annað og betra félagsform að bjóða. Takist það ekki, verða þeir að sannfæra þá, sem við mál þessi hafa verið riðnir undanfarið, að nú- verandi fyrirkomulag Fiskifélagsins sé ákjós- anlegt, og einkanlega að veita tryggingu fyrir því, að Alþingi og ríkisstjórn muni reiðubúin til að efla félagið að valdi og fjárráðum, að óbreyttu skipulagi þess. Við þessa menn vil ég einungis segja: Ég sleppi þér ekki fyrr en þaö er gjört! Ég býst við, að einhverjir láti sér þau orð um munn fara, að fiskimenn varði ekkert um Fiskifélagið, það hafi ekki sinnt svo mjög hagsmunamálum þeirra. Ef miðað er einungis við nærtækustu hagsmuni sjómanna og dæg- urmál, má slá slíku fram. En allir þeir, sem lengra hugsa, viðurkenna að sjávarútvegur- inn verður að eiga eitt öflugt ríkisstyrkt fé- lag. Fiskimenn og útgerðarmenn verða að skilja tilgang þess og fylkja sér um það. Og til þess að félagið nái fyllilega tilgangi sínum, þarf það að ná til allra fiskibáta landsins, sem veiðar stunda að minnsta kosti eina vertíð. Að því er fyrst og fremst stefnt með tillögum þessum. Sérfélög sjómanna, þau sem eru nú í F. F. S. í., hafa sitt hlutverk að vinna eftir sem áð- ur, og ekki mundi umrædd skipulagsbreyting Fiskifélagsins hamla þroska þeirra á neinn hátt. Víkingur og Ægír, Að lokum nokkur orð um sjómannablöðin. VÍKINGUR 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.