Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Qupperneq 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Qupperneq 1
SJÓMANNABLAÐIÐ UIKIH6UR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FIS KIM A N N AS A M B AN D ÍSLANDS VI. árg. 1,—2, tbl. Reykjavík, janúar—febrúar 1944 Ilvað veldur? Þegar mikinn voða hefur borið að höndum, eins og nú síðast hið hörmulega slys, er tog- arinn Max Pemberton fórst með allri áhöfn 29 manns, þá spyrja menn sjálfa sig og aðra hver sé orsök slyssins. Við leitina kom ekkert í ljós, sem hægt væri að draga af neinar áreiðanlegar ályktanir. Skipið kom síðast að landi á Patreksfirði mánudaginn 10. janúar, rétt fyrir hádegi. Ferð skipsins suður að Snæfellsnesi virðist hafa gengið ágætlega, því að um 5 stundum eftir, að það fór frá Patreksfirði, sendi það orðsendingu um, að það lónaði við Jökul. 1 austanstorm- inum og hríðarveðrinu um kvöldið virðist skipið samkvæmt skeytum, sem það sendi, hafa verið í skjóli undan Snæfellsnesi. Um morguninn, þriðjudaginn 11. janúar kl. 7,30, sendi skipið síðasta skeyti sitt: „Lónum innanvið Malarrif“. Með þessu er sagt, að skipið sé komið suður fyrir Malarrif á leið til Reykja- víkur. En eftir það ber slysið að höndum með svo skjótum hætti, að hvorki er ráðrúm til þess að senda út neyðarmerki, né til þess að koma út björgunarfleka, sem var á rennibraut á ,,keis“ skipsins, hvað þá björgunarbátum. Frá flekanum var svo gengið, að það átti ekki að taka einn mann nema andartak að losa hann. Nú spyrja menn: „Leníi sfeipið á tundurdufli?“ Þau hafa sést á þessum slóðum við Snæfellsnes. Islenzkt skip hefur farist á tundurdufli og fleiri íslenzk skip hafa eflaust farist af þeim sökum, þegar enginn er til frásagnar og stundum hafa íslenzk skip sloppið með naumindum frá þessum voða, t. d. þegar Esja hafði nærri rekist á tundurdufl í stormi og hríðarbyl. Duflið sást ekki fyrr en það straukst rétt við síðu skipsins. Esja var þá að koma frá ísafirði með á þriðja hundrað farþega frá skíðamóti. Sama dag eða morguninn eftir, að þetta atvik kom fyrir, fór stórt erlent skip, sem var með saltfarm, frá Onundarfirði áleiðis til Siglufjarðar og var íslenzkur leiðsögumaður, Sigurður Oddsson, með skipinu. Til þessa skips hefur ekkert spurst síðan. Sjómenn vita, að tundurduflahættan er fyrir hendi, en hvort Max Pemberton hefur farist af þeim orsökum eða ekki, er ekki hægt að fullyrða neitt um. Hefur skipið farist sökum þess, að jafnvcegispunktur þess hafi ekki verið á réttum stað? Síðan ófriðurinn hófst hefur sú breyting verið gerð á stýrishúsi flestra skipa, sem í milli- landasiglingum eru, að það hefur verið brynvarið með því að klæða stýrishúsið að utan með stálplötum. Er þessi breyting gerð samkvæmt Iagafyrirmælum. Brynvörnin á Max Pemberton mun hafa vegið rúmar tvær smálestir og mun varla hafa gert skipið valtara, því að jafnframt hafði verið steypt í það til mótvægis. Brynvörnin, útaf fyrir sig, sýnist því ekki hafa haft úrslitaþýðingu um sjóhæfni skipsins. Þar er því varla að finna orsökina að slysinu. VÍKINGUR 1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.