Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 11
Ásgeir Sigurðsson: ÁRAMOTAPISTILL I þessum pistli við áramótin verður að mestu dvalið við málefni, er sjómenn snertir. Enda þótt margs sé að minnast frá liðna árinu, verð- ur fátt eitt talið. Við höfum eins og svo oft endranær orðið fyrir sjóslysum, vaskir menn hafa látið lífið í baráttunni við Ægi og af stríðs- ástæðum, slíkir atburðir gjörast tíðir með þjóð vorri. En stefnan er áfram til starfs og dáða, fyrir land og lýð, því að svo bezt lifir fólkið í landinu, að starfað sé og stritað á sjó og landi. En flestir menn eru þannig gerðir, að þeir vilja sjá einhvern árangur af starfinu og því er það að menn velta fyrir sér ýmsu því er fram kemur í stjórnarfari og háttum þjóðarinnar og hnjóta menn þá stundum um ýmislegt, sem eigi virðist í fullu samræmi við yfirlýsta starfshætti þjóðarinnar, eða í samræmi við það skipulag er vér teljumst starfa eftir. Á þingi því er F. F. S. 1. háði í sept. síðstl., voru mörg mál er varða sjómenn og sjávarút- veg tekin til athugunar. Eins og menn rekur minni til er þar voru, eða lesið hafa tilkynning- ar þar um í blöðum, voru margar áskoranir og ályktanir gjörðar. Skorað var á Alþingi að breyta lögunum um stjórn Síldarverksmiðja rík- isins á þann veg, að sjómenn fengju þar beina íhlutun; að horfið yrði frá því, að færi um val stjórnarinnar eins og nú er, að hún væri valin af stjórnmálaflokkunum á Alþingi eftir flokks- sjónarmiðum. öll sanngirni mælir auðvitað með því, að þeir sem afla hráefnanna til verksmiðj- anna ráði nokkru um rekstur þeirra, þar sem þeir eiga alla afkomu sína undir rekstrinum, og með því að verksmiðjurnar eiga samkvæmt lög- um að rekast sem þjóðþrifafyrirtæki til eflingar heilbrigðu athafnalífi í landinu, og ennfremur vegna þess að mikiar líkur eru til, að þannig beri að líta á, að sjómenn og útgerðarmenn greiði andvirði þeirra á ákveðnum tíma, sam- kvæmt því hvað fyrst skal lagt til hliðar, áður en sett er verðið á síldina á hverjum tíma, og að þeir því eigi verksmiðjurnar að réttu lagi eft- ir vist árabil. En sú skoðun sjómanna er skipta við verksmiðjurnar og margra sanngjarnra út- gerðarmanna, fann eigi náð hjá hinu háu. Al- þingi, að þessu sinni. Eins og áður var stjórnin valin flokkspólitískt, en sjónarmið viðskipta- mannanna lögð til hliðar. Eigi mun sjómönnum VlKINGVR og varla nokkrum útgerðarmanni, koma til hug- ar að krefjast þess að hafa íhlutun um stjórn þeirra fyrirtækja er eigi snerta hagsmuni þeirra, enda væri það viðlíka sanngjarnt og að meina þeim íhlutun um stjórn síldarverksmiðjanna. Lýðræðið á Alþingi er í algleymingi, en hlutur kjósendanna vill gleymast. Stjórnmálaflokkar sem komið hafa nokkrum mönnum á þing hafa það í hendi sér, að leika með það eftir vild, jafn- vel án þess að hinir mestu lýðræðispostular verði þess varir. ★ En þannig verður þetta á meðan að sjómenn og aðrir eru þeir hirðuleysingjar um sinn hag, að láta bjóða sér allt og eru sitt í hverri áttinni með angana af misskilningi á málum sínum. Við næstu kosningar, sem óðum færast nær, ættu sjómenn að segja þökk fyrir síðast og sýna við- eigandi svör, fyrir það dáemalausa virðingai'- leysi fyrir óskum þeirra í ýmsum málum, sem þó um leið snerta heildina og horfa til heilla. Það skal skýrt tekið fram að þetta er ekki á- deila á þingmenn almennt, allir eiga þar ekki óskipt mál, og ýmislegt er á réttri leið, af því sem sjómenn hafa óskað eftir að breytt yrði, en það er heldur ekki samboðið neinni þjóð sem telur sig vera lýðræðisþjóð, að sniðganga frek- ar eina stétt en aðra, og sízt þá sem mest á ríður. Ennþá einu sinni þarf að benda á hið hræði- lega framkvæmdaleysi í skipabyggingamálum þjóðarinnar, eða er það máske virðingarleysi fyrir þessari litlu og sundurleitu þjóð, sem veld- ur því, að framkvæmdir eða efndir á gefnum loforðum um véla- og skipasölu til okkar, eftir þörfum, sem þó svo oft var auglýst í blöðum landsins, fyrst eftir að samningar voru gerðir við hin erlendu ríki, sem við höfum skipti við. Við lýsum eftir efndum í þessu stóra máli fyrir okkar litlu þjóð. Samkvæmt guðs og manna lög- um ættum við þó í minnsta lagi rétt til þess, að fá ný skip fyrir öll þau, er við höfum misst beint af hernaðarástæðum, slíkt fá allar aðrar þjóðir, sem eru í sambandi við bandamenn, og hefir verið frá því skýrt í blöðum Norðmanna og Dana í Bretlandi. Þótt við séum fáir, þá þurf- um við ekki að sýna kjarkleysi um réttmætar kröfur okkar. ll

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.