Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 22
ína dóttir hennar var í uppvexti sínum mörg ár í Skápadal hjá afa minum og ömmu. Það var frú Guðrún sem spurði mig strax og ég kom til hennar, hvort ég ætti ekki aðra skó en skinnskó, til að vera í um borð í skipinu. Eg sagði sem satt var, að ég hefði ekki annað, og ekkert um þetta heima talað hvað ég ætti að hafa. Eg man það vel að frúin fór með mér út í sölubúðina, og inn á skrifstofu búðar- innar, og klossa fékk ég, og þótti mér búbót að. Þá var búðarmaður Jón Pétursson, greindur karl og góður reikningsmaður. Hann var faðir Péturs frá Stökkum fræðimanns. Nú fór sjómannslífið að sýna sig í ýmsum mynd- um; menn komu um borð með forða sinn til úti- vistarinnar, og ýmsan útbúnað tilheyrandi skipinu. í lúkar var þétt skipað, og gerðist glatt meðal há- seta, og nokkuð voru sumir hátalaðir er á kvöldið leið, höfðu margir fengið sér á flösku og supu vel á; en kokkurinn varð að „standa vakt“ og hita kaffi meðan nokkur þurfti. Þá sögðu skipverjar mér að ég yrði aldrei kallaður annað en kokkur, hvaða nafni ég hefði verið skýrður kæmi þeim ekki við; og þeir fylgdu þessu vel. Nokkrir dagar liðu unz skipið lagði úr höfn, „til sjós“. Þá kom nú þetta, sem sjómenn kannast við, veltingur og sjósótt. Við vorum óheppnir með veður þegar út á hafið kom. Suðaustan vindur allhvass, svo allmikill veltingur var, urðu margir sjóveikir. Eg spjó og leið illa, spý- an var þó mest af því, að ég át of mikið af púður- sykri á leiðinni út fjörðinn. Eg hef aldrei sjóveikur verið, að þessi lasleiki minn lagaðist fljótt. Eftir því sem ég var lengur „til sjós,“ leið mér betur. En úr þessu embætti mínu vildi ég þó losna, varð þó tvö sumur kokkur, seinna sumarið á „Ing- ólfi“ frá Tálknafirði, sem Johnsen á Suðureyri átti. Þorleifur frá Hokinsdal, frændi minn, var skip- stjórinn, ágætur karl og var góður við mig. Stýri- maður var Jón á Suðureyri, sonur Johnsens. Hann er nýlega dáinn, eru nú allir sem á Ingólfi voru, farnir yfir „landamærin", nema ég. Illt var að eiga við kaffikönnurnar á Sjólífinu, Þann sið höfðu skipverjar, að vera saman í kaffi, sem kallað var. Kaffikönnurnar voru því oft 5—6 hjá mér, sem ég varð að laga í og passa, þar til réttir eigendur tóku, og komu vissulega ekki allir á réttum tíma. Fremur friðsamlega fór þó fram þessi vinna mín. Þegar ég fór að sjóða fiskinn, þá „hvessti" oft, rifrildi og áflog voru oft, og æfðist ég vel í áflogum þetta sumar. Eg varð þó oftast að láta í „minni pokann." Nú skal ég skýra frá af hverju þessi ólæti voru. Hásetar voru sumir saman 2 með „soðningu", en aðrir vildu vera einir með sitt, fiskurinn var misjafn að gæðum, og af ýmsum teg- undum. Hver vildi fá sitt, en stundum kom fyrir, að allt færi ekki á réttan stað, þá byrjaði orrahríð- in, og harðnaði svo stundum og úr urðu áflog. Fiskisv’æðið hjá okkur var út af Vestfjörðum, norður að ísafjarðardjúpi og suður fyrir Látraröst. Mikið var um lúðu, og kom mörg væn lúða, þá var líká mikið af steinbít, einnig skötu. Tvær voru lest- ir á Sjólífinu, og var fremri lestin höfð fyrir ,,tros“, Á leiði óþekkta sjómannsins. Kvæði þetta var lesið upp á sjómannadaginn á Norðfirði við leiði óþekkta sjómannsins. Af hafi þú komst að klettóttri strönd, er kuldana herti og frostin. En öndin var svifin í ómælislönd, og augun þín störöu brostin. Menn spur&u: Hver ertu og hvaöan þig berf En hrönnin köld þagöi lostin. Viö spurningum þeim lá ei svariö laust, og á landiö var ekkert skrifaÖ. Og enginn veit neitt hvar þinn byröing braust, né barn hvar hafðiröu lifaö. Og hvert varstu aö fara er feröinni lauk, en forlögum verður ei bifaö. Þó faömi þig ekki þín fósturmold, hvar fyrstu sporin þín láu. Þá bíöur þér legstaö ein friösæl fold, meö fjöllunum sínum bláu. Sem móöir er faömar fundinn son, hún færir þér blóm sín smáu. Viö berumst öll fyrir báru og straum, aö birðingnum stjórna er vandi. Og hlustum á lífsins hlátra og glaum, en hrekjumst aö feigöarsandi. Þó stefnan sé mörg þá er strikið eitt, viö stýrum aö sama landi. G. M. og var hún stærri lestin. Þó ég væri ekki nema kokkur, fékk ég þó ýmislegt að sjá og reyna þetta fyrsta sjómannsár mitt. Þá lærði ég að reykja og bar mig vel þegar heim kom, með nýja pípu með gyltan hólk um legginn. Þegar svo veiðitíminn var á enda, skildu allir glaðir og sáttir hver við annan. Sjómenn erfa ekki, þó ýmislegt beri á milli. Sjómenn eru drengir góðir. 22 V ÍKINGV R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.