Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 39
Xngvar Guðjónsson útgerðarmaður minningarorð. Ingvar Guðjónsson útgerðarmaður andaðist á Landspítalanum 18 dögum eftir uppskurð er gerð- ur var á honum. Andlát hans bar að 8. des. 194". Þrem dögum áður én hann andaðist, var ég st.add ur hjá honum á spítalanum og þá virtist okkur báðum sem góð von væri um bata, en á skammri stundu skipast-um margt og svo fór að þessu sinni. Hinn 14. desember var hann kvaddur af ættt- ingjum og vinum, við minningarathöfn i Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Jarðneskur líkami hnns var fluttur „utan“ eldinum til varðveizlu. l lann var fæddur að Vatnshorni í Húnavatns- sýslu 17. jvxlí 1888. Foreldrar hans lifðu við fá- tækt og var svo þröngt í búi hjá þeim að sögn kunnugra, að þau urðu að láta drenginn sinn frá sér, strax á fyrsta ári. Dvaldist hann á 14 bæjurn fvrstu 14 ár æfinnar, og lofar það eigi góðu um meðferðina á bernskuárunum. Hann þoldi þetta samt, og varð honum snemma ijóst, að eigi dygði þannig að berast sem strá fyrir straumi, heldúr setja sér rnark til að keppa að, og það gjörð: hann. Hann stundaði sjómennsku frá 14 ára aldri til 30 aldurs, fyrst á opnum skipurn og síðar á mótorskipum og gufuskipum, fékst hann og við önnur störf í milli þess sem hann stundaði sjóinn. Snemma kom í ljós að í honurn bjó skápfesta og ákveðni og eigi vai' það hans ætlun að rnissa marksins, sem og eigi varð. Hann setti markið hátt og náði því þótt stundum blési á móti. Árið 1911 lauk hann smáskipaprófí á Isafirði, 1915 lauk hann farmannaprófi við stýrimanna- skólann í Reykjavík. var hann síðan skipstjóri á ýmsum fiskiskipum og safnaðist snemma svo fé. af hagsýni og dugnaði, að hann gat farið að taka þátt í útgerð, með öðrum fyrst í stað en síðar einnig sjálfstætt. Varð hann á skömmum tíma svo stórvirkur útgerðar- og síldarsöltunarmaðui' að tatítt er með Islendingiun og nægir það til þess að sýna hvað í manninunr bjó, þótt veganestið væri af skornum skamti, að því er mentun við- víkur á bernskuárunum, en því rneir tókst honum að afla sér menntunar er ástæður og tími veittu honurn tækifæri. Þótt hann strax í bernsku yrði að fara úr föð- urgarði, áður en hann gat farið að standa við hné móður sinnar, þá sýndi hann ávalt eftir að hann komst á legg, að hann var góður og um- kyggjusamur sonur, er alt. vildi fyrii' þreytta og fátæka foreldra gjöra, og sérstaklega sýndi hann það í stórum stíþ eftir að hann var orðinn vel fjáður. Er mér sagt af bræði'um hans, að það hafi verið aðdáunarvert, hve góður hann var for- eldrunum og greiddi götu þeirra á alla lund þar til þau létust. Það hefði verið synd, ef svo dugandi og merkur maður hefði eigi eignast börn. Hann gift- ist en hjónabandinu var slitið fyrir nokkuð löngu. Börnum sínum, sem eru hvert öðru mannvænlegra reyndist hann ástríkur og umhyggjusamur faðir, mentaði þau og styrkti á margann veg sem eru komin af barnsaldri og hinum sem yngri eru, sýndi hann ástúð sína fram á síðustu stundu æf- innar, veit ég að hann hafði sérstaka gleði af því að hugsa um þau. Hann var eins og sjá má af framansögðu, eng- inn meðalmaður heldur langt fyrir ofan. Hann unni ættjörð sinni og sýndi hann það á margan hátt. Meðal annars kom það fram í því að hann gjörðist stórvirkur ræktunarmaður. Keypti hann jörðina Kaupang í Eyjafirði og vann hann þar ásamt bróður sínum Árna, er stjórnar búinu, mjög að umbótum og fegrun landsins. Hann breitti mörgum frostsollnum móum og mýrum í fagurt .xkurland. Og því er það að hin ræktanlega jörð á íslandi grætur horfinn vin. Allt framt.ak við sjóinn harmar og á mikils að missa þar sem hann leið. Hann var stórbrotinn maður, skapmikill og ákveðinn og markvist var starf lians. Allir sem þektu hann bezt vissu hve tryggur vinur hann var vinum sínum. Börnin hans, ættingjar hans og vinir hans, iiarma missi hans fyrir aldur fram, en minning lians mun lengi við líði. Þ-xd að orstír deir aldrei þeim er sér góðan getur. Á. S. VtKINGUR 30

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.