Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 17
nærri um hnattstöðuna, að ekki skakki mörgum stigum. Skrítin er lýsing Grænlandsannáls á hnatt- stöðu svonefndrar Króksfjarðarheiðar, er ligg- ur þar suður í landi. Gerir annálsritarinn sér auðsjáanlega far um að ákveða pólhæðina, þótt erfitt sé nú úr að skera með fullri vissu, sam- kvæmt lýsingunni einni saman. ,,Síðan fóru þeir suður á Króksfjarðarheiði einn mikinn dagróð- ur Jakobsmessudag (25. júlí); þar fraus þá um nætur, en sól skein bæði nætur og daga, og var eigi hærri, þá er hún var í suðri, ef maður lagð- ist um þveran sexæring út að borðinu, er nær var sólinni; en um miðnætti var hún svo há sem heima í byggð, þá er hún er í útnorðri.“ Öllu einkennilegri er þó ákvörðun Nikulásar ábóta á hnattstöðu Jórdánar í Gyðingalandi. Hann segir svo: ,,Út við Jórdán, ef maður ligg- ur opinn á sléttum velli og setur kné sitt uþp og hnefa á ofan, og reisir þumalfingur af hnef- anum upp, þá er leiðarstjarna þar yfir að sjá jafnhá, en eigi hærra.“ Mörg fleiri dæmi mætti nefna því til sönnun- ar, að fornmenn reyndu eftir megni að ákvarða hnattstöðu landa og staða, samkvæmt þeirri ófullkomnu þekkingu, er þeir bjuggu yfir í þessum efnum. Mikið skorti að sjálfsögðu á ná- kvæmnina, en þó hefir hér verið um að ræða mikilvægan leiðarvísi, sem oft kom að góðu Um sjóbréf eða kortagerð af neinu tagi, var að sjálfsögðu ekki að ræða á þessum tímum. Heimsmynd fornmanna var frumstæð mjög og ófullkominn, eins og allir vita. Héldu þeir að lönd öll mynduðu hring ferlegan eða geysistóra kringlu og nefndist það landahringur. Inni í hringnum var innhafið en úthafið fyrir utan og lukti það um alla kringlu heims. Milli Græn- lands og Vínlands héldu íslendingar að væri skarð í landahringinn og næði þar saman inn- haf og úthaf. Á þeim slóðum hétu hafsvelgir. Kemur þessi hugmynd fram í orðum Konungs- skuggsjár um Grænland: „Það mæla menn og víst, að Grænland liggi í yztu síðu heimsins til norðurs, og ætla ég ekki land út úr kringlu heimsins frá Grænlandi, nema hafið mikla, það er umhverfis rennur heiminn.“ Þau tvö eða þrjú kort af landahringnum, sem til eru frá fornöld og gerð hafa verið á íslandi, eru mjög ómerkileg og ekki umtalsverð í þessu sambandi. Þessi kort eru auðsjáanlega gerð löngu eftir að kristnin hafði kollvarpað heims- .myndinni heiðnu, og eru með öllum sömu ann- mörkum og „heimskringlur“ þær, er upp voru dregnar víða í Evrópu á fyrri hluta miðalda. Á kortum þessum snýr suðrið upp og norðrið niður, en sú tilhögun mun vera komin frá Aröbum hinum fornu. S j óaravísur Gamla flotans íarartó foldu sjáa nú er gleymt. Margur reynslu dýra dró drengur þar og hefur gleymt. Oft var glatt um gýmisslóð, ef gulur hafði á beitu lyst, þá á höndum heppnum stóð hann að setja í nýja vist. Út á hafið fórum fljótt, fengsælir, og sóttum björg, en marga stirða stormanótt stóðum þar við kjörin örg. Bylgjan þegar bretti fald, brast í reipum, sauð um keip, knörinn stundum greiddi gjald, gjálp með töngum sterku kleip. Þegar stormur grettinn gól, gnötraði súð við átök stinn. Bylgjan ströndu fagra fól, fölva brá um unglings kinn. Hrannar veldi eggjar enn unga sveinsins göfgu tryggð. Þangað sækja mætir menn mestan gróða íslands byggð. Vetraraldan vakin víð víst hefur tekið okkur blóð. Aflaleysis ógnar stríð íslands háði vaxtarglóð. Gufuorkan greypti spor; garpar landsins sóttu feng. Togaranna trausta þor teygði nú á hverjum streng. Vélin kom og greiddi gjöld, greppar þáðu hennar starf. íslands hetjum vaxa völd, vöxtuðu þjóðar lítinn arf. Nú hefur flestra blómgast brá, brosir enn hið fagra haf. Sótt er lengra landi frá, lýsir um hnokka gullið traf. Skútuskipstjóri. VÍKINGUR 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.