Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Síða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Síða 42
Gísli Kristjánsson Norðfirði: Björgunarmál og samábyrgð íslands á fiskiskipum Óþolandi skipulagsleysi. Mikið er rætt og ritað um öryggis- og björg- unarmál og eflaust er einnig allmikið aðhafst til styrktar þeim hugsjónum. Eitt meðal ann- ars eru tryggingar: svo sem tryggingar sjó- manna, skipa, farms o. fl. öryggi er í þessum tryggingum er bæta eiga fjárhagslegt tjón, svo langt sem það nær, en missi verður aldrei að fullu bættur. Björgun er það æskilegasta. Þá er girt fyrir sárann missir. Störf björgunarskips- ins ,,Sæbjargar“, varðskipsins Ægis og Öðins, eru gleðilegur vottur um árangur hugsjóna til björgunar á sjó og þakkarvert af allri íslenzku þjóðinni og einnig hinum erlendu þjóðum, sem skip eiga hér við land. Samábyrgð íslands á fiskiskipum, hefur eflaust með lögum sínum og reglugerðum viljað styðja að fagurri hugsjón um aðstoð við björgun á sjó og á sennilega eftir að sjá árangur þess í náinni framtíð. Að end- urskoða lög Samábyrgðarinnar er þó mikil þörf, því í ýms horn er að líta, hvað snertir slíka stofnun og varla við að búast að enn sé fundið hið hagkvæmasta fyrirkomulag í starfi, sem slíku. Vil ég leyfa mér að birta hér í blaðinu stutta frásögn af málum er snerta Samábyrgð íslands á fiskiskipum og viðskipti við hana, ef það mætti varpa nokkru ljósi á það, að umbóta er þörf, sem áhugamenn, er starfa við samá- byrgðina, einkum forstjóri hennar, hr. alþm. Sig. Kristjánsson, eflaust bera mjög fyrir brjósti að takast megi. Haustið 1941 27. sept var m.s. ,,Narfi“ stadd- ur ca. 45 sjóm. út af Hornafirði með brotna skrúfu og bilaðan stýrisútbúnað, leki kominn að skipinu, segl rifin og talstöð skipsins biluð. Af þessu má verða ljóst, að Narfi var í bráðri hættu, þó á rúmsjó mætti telja og ekki bráð hætta á að skipið bærist á land og brotnaði í spón, en rok var af suðvestri og bar bátinn að tundurduflasvæði, sem þá var varað við og lá við austur- og suðausturlandi. Vélskipið Magnús NK. 84 lá þennan umr. dag á Norðfirði og beið eftir ísfiskfarmi. Framkv.stj. Magnúsar, hr. Jó- hann Magnússon var beðinn að senda skipið tafarlaust til hjálpar hinu nauðstadda skipi, sem hann gerði án tafar, sem hans var von og vísa. 194 Magnúsi tókst að bjarga Narfa, en öllum sem til sjávarháska þekkja hlýtur að vera það ljóst, að ekki var för þessi hættulaus, þó gæfan væri að þessu sinni hliðholl. Nú skyldi margur ætla að þetta hefði vart orðið til ágreinings, þar eð bæði skipin voru vá- tryggð hjá Samábyrgð ísl. á fiskiskipum og víst tel ég, að skipshöfn Narfa hefur verið þakklát sínum stéttarbræðrum á Magnúsi fyrir hjálp- ina og sama má án efa segja með eigendur, sem með kvíða biðu leiksloka, eftir að hafa gert það sem í þeirra valdi stóð. Þó var karpað um málið aftur og fram, er kom að þeim þætti að greiða skyldi fyrir þetta. Björgun á stjórnlausu skipi vegna skaða á skrúfu, stýri o. fl., en það flýtur óðum að feigðarósi með hrausta menn, sem nú fá ekki neitt orkunnar alkunnu, hjá íslenzka sjómanninum, vel flestum má víst segja, en telja verða stundirnar þar til síðasta þætti lýkur, í þeirra ferðasögu, hver sem verður. Hvað er svo um deilt? Um hvað var svo karpað? Togspotta, betri eða lakari, eftir að búið var að bjarga á honum mörgum mannslífum, og skipi, sem á að færa björg í bú; um olíu meiri eða minni, sem fór til hins sama. Togspottinn var auðvitað mik- ið betri, bara vegna þess að hann hélt, hélt þeg- ar draga átti á honum mannslíf úr greipum dauðans. Hann mátti þar með hafa lokið hlut- verki sínu, og vera undanþeginn allri gagnrýni. Sennilega var hann veikari, þol hans teigt og togað, en óendanlega mikils virði samt. Já, það var deilt um launin. Það er gamla sagan. En þarna eins og oftar má fullyrða: verður er verkamaðurinn launanna. Og eftir nærri tvö ár var Magnúsi eða eigendum hans dæmdar af Hæstarétti kr. 35.000.00, en þar frá dregst málskostnaður Magnúsar ca. kr. 7000.00 og má gera ráð fyrir að Bátaábyrgðarfél. Eyjafjarð- ar hafi einnig haft mikinn málskostnað og fyr- irhöfn í sambandi við þetta, eða eigendur Narfa. Hvernig verður við komið dómgreind og dóms- valdi, þegar líkt stendur á, sem ekki hefur í för með.sér kostnað, sem slagar hátt í umdeildar tjónsbætur eða björgunarlaun og lokið fær störf- um á skemri tíma? önnur saga gerist við Vestmannaeyjar í VlKlNGVB

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.