Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Qupperneq 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Qupperneq 51
Rifsós liggur skammt fyrir innan Sand eða um 20 minútna gang frá Sandi. Frá Ólafsvík mun það röskur klukkutíma gangur. Þarna höfðu danskir einokunarkaupmenn að- setur sitt á einokunartímabilinu og lögðu skip- um sínum upp í ósinn. Það sem valdið hefur því að einokunarkaupmenn fluttu verzlunina inn í Ólafsvík, er sennilega það, að árframburður hefur grynnt ósinn. Við fyrstu sýn blandast eng- um heilvita manni hugur um að þarna sé tilval- ið hafnarstæði frá náttúrunnar hendi. Spurn- ingin er aðeins sú: Er dýpið í ósnum nógu mik- ið til þess að byggja þarna höfn. Nú hefur verið byrjað á rannsóknum í Rifs- ós og fæst sennilega úr því skorið bráðlega, hvort mögulegt er að byggja þarna höfn. Það er margt sem mælir með því að höfn verði byggð í Rifi. Þarna er örstutt til beztu fiskimið- anna við Jökul. Þarna yrði lifhöfn fyrir skip, sem stödd væru á þessu svæði í fárviðrum. f aftaka vestan veðrum koma skip oft þarna inn fyrir Rifið og liggja þar fyrir akkerum. Ef vindur gengur til suðvesturs, er varla um ann- að að gera en að halda til hafs út í fárviðrið. Óþarfi er að rekja það hér, en reynslan sýnir, að hafnleysið við strendur íslands hefur orðið mörgum manninum að fjörtjóni. Höfn í Rifi myndi því þýða stórum aukið ör- yggi sjófarenda. Þarna gæti verið aðalútgerðarstaður við Breiðafjörð, aðkomubátar gætu hæglega róið þaðan yfir sumarmánuðina. Hvorugt þessara þorpa, Sandur eða Ólafsvík, myndi leggjast niður þó höfn kæmi í Rifi. Frystihúsin gætu staðið í báðum þessum stöð- um, ef lagðir yrðu góðir vegir, svo hægt væri að flytja aftan á bílum til húsanna. Sjómenn gætu haldið til í verbúðum og farið heim til sín í landlegum. Unga fólkið myndi síðan byggja þarna í kringum höfnina og á nokkrum árum myndi rísa þarna upp stór bær. Hafnar- bygging í Rifsós myndi vafalaust gjörbi’eyta lifnaðarháttum fólksins á Snæfellsnesi. Á Sandi er engin vatnsleiðsla, ekkert raf- magn og ekki vegasamband við vegakerfið. Or- sökin fyrir þessu er vafalaust hafnleysið. Sjáv- arútvegur er aðal atvinnuvegurinn og hafnar- skilyrðin aðal undirstöðuatriði undir efnahag fólksins. Takist það að byggja framtíðarhöfn á Snæ- fellsnesi og skapa þar með skilyrði til þess að hægt verði að hagnýta hin fengsælu fiskimið, sem þar eru, er lítill vafi á því að vatnsleiðslur, raforka, vegir og aðrar verklegar framkvæmd- ir myndu án mikillar fyrirhafnar sigla í kjölfar hafnarbyggingarinnar. Að vísu myndi þetta mál VlKINGUR mæta mótspyrnu nokkurra manna þarna fyrir vestan. Ólafsvíkingar vilja höfn í Ólafsvík og til eru menn á Sandi, sem enn álíta, að hægt sé að byggja þar framtíðarhöfn. En þetta er of al- varlegt mál til þess að hreppapólitík ráði úr- slitum. Hér verður það opinbera að taka í taumana og vinna að því að byggja hafnir þar sem skil- yrðin eru bezt til hafnarbygginga og sjósóknar. Úr Leifs sögu hepna Greinar ])ær, sem koina í blaðinu undir fyrii'sögninni „Ur Leifs sögu heppna“, eru allar lauslega þýddar. Auk þess eru á nokkrum stöð'um gerðar sniábreytingar á efninu, frá frunuuálinu, og ýmsu sleppt, þar seni niér liefir þótt það eiga við. II. S. Á björtum en köldum vormorgni létu 25 skip í haí frá Snæfellsnesi og stefndu í vesturátt, undir forystu Eiríks rauða. Hér voru á ferðinni um 900 sálir, fámennur en einhuga hópur landnema á leið til nýrra heimkynna, menn, sem brotið höfðu allar brýr að baki sér, í von um farsæla framtíð í fram- andi landi. Snarpur norðaustan vindur þandi út seglin á skipum þeirra og bar þau burt frá íslandi. í skyni morgunsólarinnar voru skjaldaraðir skip- anna og logagyltar trjónur tilkomumikil og fögur sjón. Að undanteknum Eiríki rauða og nokkrum af mönnum hans hafði enginn leiðangursmanna séð landið, sem haldið var til. Þegar skipin fjarlægðust strönd heimalandsins, voru margir landnemanna daprir í huga. Þeir vissu, hverju þeir voru að sleppa, en ekki hvað þeir mundu hreppa. Leifur stóð við borðstokkinn á skipi föður síns og horfði með undrun og aðdáun á langar, grágræn- ar öldurnar, sem vögguðu skipinu mjúklega, um leið og þær báru það áfram á breiðum bökum sín- um. Fyrir utan nokkra fiskiróðra, sem hann hafði farið í út í mynni Breiðafjarðar, hafði hann aldrei áður komist út á opið hafið. Afturundan sá hann skip Haka Ásbrandssonar. Á þöndu segli þess sáust greinilega gular og rauðar randirnar, og fálkahöf- uðið efst á trjónunni bar öðru hvoru við himin. Alt um kring voru hin skipin úr flotanum, og freyddi sjórinn fyrir stefnum þeirra. Við og við barst söng- ur yfir öldurnar frá næstu skipum, ásamt öskrum nautgripanna. Á róðrarbekk frammi undir bakka sat Sigurður gamli einfætti og var að skemmta Þorsteini, bróður Leifs, með því að segja honum víkingasögur. Aftur í lyftingunni var Þórhildur kona Eiríks á tali við aðrar konur, og hafði hún yngsta son sinn, Þorvald, hjá sér. í miöhluta skips- ins, á milli bekkja ræðaranna, var húsdýrunum 203

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.