Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 2
Hér áður á skútuöldinni þótti klífirinn það seglið, sem gaf skipinu hvað mestan framdrátt, en þau segl hafa alltaf verið bannfœrð um borð í mótorbát. Slíkt er fásinna, og ætti að breytast. Það er lítil fyrirhöfn að koma slíku segli fyrir, þyrfti að hafa lausa klífirbómu og einum fal meira, (klífirfal), það er allt og sumt. Eg lít svo á, að eftirlit með seglútbúndöi fiskibáta sé ekki nógu strangt, t. d. vœri ekki nema sjálfsagt að lögboðið vœri að allir bátar hefðu yfirbreiðslu yfir seglum sínum, slíkt vœri bœði öryggi og um leið sparnaður. Þau segl, sem enga yfirbreiðslu hafa, eru ekki lengi að fúna, þegar aldrei er tími til að þurrka þau, kannski alla vertíðina. Þarfaþing sem rekakkeri sjást víst ekki orðið víða um borð í fiskibátum, eftir því sem mér er sagt. Slík tœki kosta sáralítið, en geta komið að miklu gagni, ef í nauðir rekur. I vetur, í vonzku-veðri við Vestmannaeyjar hrakti m. b. Nönnu Re. 9 með bildða vél ca. 60—70 sjómílur í vnv. af Vestmannaeyjum. Tjáði formaður mér, að í slíku tilfelli gæti rekakkeri komið að ómetanlegu gagni. Hann sagði um leið, dð þeir hefðu því miður ekki haft slíkt tœki um borð, en hefðu orðið að útbúa sér slíkt úr gömlum stigaræfli, og það hefði bœði kostdð úma og erfiði, og þó ekki komið að fullum notum. Hví ekki að auka öryggið með því að hafa rekakkeri um borð í hverjum fiskibáti og líta eftir að þau séu þar? Það má að sjálfsögðu margt fleira segja um öryggismálin á sjó, en ég lœt nú staðar numið í þetta sinn. Guðm. Gíslason. Er sofið á verðmum? A undanförnum árum hefur oftar verið rœtt hér í blaðinu um landhelgismál vor en flest málefni önnur. Kann því að vera, að ýmsum þyki borið í bakkafullan lœkinn, þegar blaðið flytur enn nýjar greinar um þetta efni. En hér er um slíkt stórmál að rœða, eigi aðeins fyrir fiskimennina og sjávarútveginn, heldur þjóðina í heild, að aldrei verður of oft við því hreyft. Tómlœti það, sem þjóðin virðist sýna í þessu stórmáli, er vissulega uggvœnlegt, svo mjög sem þdð hlýtur að varða afkomu hennar og framtíðarmöguleika á ókomnum árum. Þarf vissulega að skera upp herör í landhelgismálinu. Þjóðinni verður að skiljast, og það heldur fyrr en seinna, að farsæl lausn þess er eitthvert brýnasta hagsmunamál hennar. Hún verður einnig að gera sér Ijóst, að því aðeins er verulegs árangurs að vænta, að mó/i'ð sé sótt af fullri einurð og með óbilaridi festu. Forystumönnum þjóðarinnar ber skylda til að flytja málið og túlka með bllum þeim rök- semdum, sem það mega styðja, sögulegum, lagalegum og siðferðilegum. Síðan verður þjóðin öll að standa sem einn maður að baki þeirra, sem stórmál þetta flytja í umboði hennar. Hún verður að sýna skýrt og ótvírœtt, að krafan um stœkkun íslenzkrar landhelgi er ekki munn- fleipur eitt, heldur brennandi áhugamál hvers mannsbarns í landinu. Landhelgismálið er stór- mál dagsins. Þar megum vér íslendingar því sízt af öllu sofa á verðinum. Það má vera alþjóð kunnugt, að landhelgi sú, sem vér búum við, nœr aðeins þrjár mílur á sœ út, og er skemmri en landhelgi nokkurrar annarrar fiskveiðaþjóðar. Skýringin er nærtœk. Þriggja mílna landhelgin er arfur frá þeim tíma, er vér vorum ófrjáls þjóð og Danir fóru með utanríkismál vor. Samninginn um landhelgina gerðu Danir sjálfum sér til framdráttar, en á kostnað Islendinga. Ríkisstjórn Islands hefur fyrir nokkru sagt upp samningi þessum, sem gerður var við Breta á sínum tíma. Eru að vísu um það skiptar skoðanir, hvort rétt og skynsamlega hafi verið að farið, þá er alþingi valdi þá leið, að segja upp samningnum og viðurkenna þar með lagalegt gildi hans, í stað þess að lýsa hann ógildan og íslenzka lýðveldinu með öllu óviðkom- B2 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.