Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 5
Þegar HM.S. Andania var söhkt Frásögn Guðmundar Sveinssonar, skipstjóra Það var af tilviljun að ég réðst sem skip- stjóri á b.v. Skallagrím í þessa eftirminnilegu ferð til Englands rétt fyrir miðjan júní árið 1940. Sigurður Guðjónsson skipstjóri á Skallagrími hafði siglt flestallar ferðir, sem skipið hafði farið frá því siglingar byrjuðu eftir að ófrið- urinn hófst, en þessa ferð fékk hann sér frí og réðst ég sem skipstjóri með skipið þessa einu ferð. Við lögðum af stað frá Reykjavík föstudag 14. júní 1940 í bezta veðri. Bar ekkert til tíð- inda, fyrr en á laugardagskvöldið þ. 15. um kl. 11, þegar skipið var tæpar 200 sjómílur frá Vestmannaeyjum. Sáum við þá stórt kaupfar með tveimur reykháfum á að gizka 20 þúsund tonna skip, sigla með mikilli ferð á eftir okkur og sendi það okkur ljósmerki um að stöðva skipið tafarlaust. Var það gert. Biðja þeir okkur að koma svo nærri skipinu, að þeir geti talað við okkur. Þeir segjast hafa ástæðu til að halda, að skip hafi verið skotið tundurskeyti 30—40 sjó- mílum fyrir norðan okkur, eða N 12° V., mis- vísandi frá þeim stað, sem við vorum á, og spurðu þeir, hvort við vildum fara því til að- stoðar ef með þyrfti. Eftir að hafa borið það undir stýrimann, vélstjóra og aðra skipsmenn, ákvað ég að hætta á að fara og leita að skip- inu, þó að kol væru knöpp. Ég vissi, að ég lagði skip og skipshöfn í mikla hættu, þar sem fullvíst var, að kafbátur væri í nálægð. Síðan var lagt af stað í uppgefna stefnu N 12° V. Þegar búið var að sigla 30 sjómílur, en ekkert sást, var mér ekki farið að lítast á að við niundum finna nokkuð. Fór ég þá upp á brúarþak, og eftir nokkra stund sáum við siglutoppa á skipi langt í norður frá okkur og var siglt þangað. Þegar við vorum búnir að sigla rúmar 50 sjóm., komum við að stóru far- þegaskipi eða vopnuðu kaupfari, sem var H. M. S. Andanía frá Liverpool. Skipið var auðsjáanlega að sökkva og afturendinn mjög siginn í sjó. Um fjórðung sjómílu frá skipinu sáum við flota af stórum bjargbátum, 14 alls, þar af voru tveir vélbátar, allir fullir af brezkum sjó- liðum. Vélbátarnir héldu hinum bátunum upp í vindinn og reyndu að halda þeim saman. Vind- ur var vestan 4 vindstig. Fyrst kom annar vél- báturinn til okkar, og var skipherrann í hon- um. Kom hann fyrstur um borð og þakkaði okkur fyrir að koma þeim til aðstoðar, en hon- um fannst skipið lítið. Sagði hann mér nafn skipsins, sem skotið hafi verið tundurskeyti, og að öll skipshöfnin, 353 menn, hefði komizt í bát- ana. Nokkrir væru særðir. Taldi hann, að vart væri nóg pláss á togaranum. En þar eð loft- þyngdarmælir var fallandi og útlit fyrir að hvessa mundi af vestri eða suðvestri, taldi ég að við yrðum að taka á móti mönnunum, því að óvíst var hvort fleiri skip væru á þessum slóðum. Féllst hann á það. Kvaðst skipherrann þó ekki mega yfirgefa skip sitt, meðan það væri á floti. Bauð ég honum að bíða og sjá hverju fram yndi með skipið og þakkaði hann það. Á meðan við ræddum um þetta munaði skipinu mikið að sökkva. Fór nú framendinn að rísa upp úr sjó, og sjáanlegt var, að það átti stutt eftir. Var síðan byrjað að bjarga mönnunum um borð í Skallagrím. Gekk það allgreitt, enda voru flestir sjómenn á bezta aldri, þó vox-u nokkrir við aldur, en allir rólegir, og var það mikið því að þakka, hve örugglega og slysalaust þetta gekk. Skipshöfnin tók hraustlega á móti þeim. — Reyndi nokkuð á krafta og lag, að taka á móti 353 mönnum svona í einni skorpu. En erfiðara var að ná særðu mönnunum um borð. Þrír menn, sem fengið höfðu bráðabirgða umbúnað lágu á sjúkrabörum mikið særðir. — Urðum við að fara ofan í bátana og hjálpa til við að koma þeim um borð. Voru þeir síðan lagðir þvert yfir borðin í borðsalnum, auk þess voru aðrir 7 eða 8 meira og minna særðir. Fengu þeir rúm í káetu, í kojum og á bekkj- um, sem var það bezta pláss, sem til var. — V í K I N G U R 05

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.