Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 6
Bátunum var öllum sleppt jafnóðum, en við tókum kex og niðursoðið kjöt úr þeim, því að ég sá að lítið var um borð í Skallagrími til að fæða þennan fjölda. Sá ég mikið eftir vélbát- unum, sem voru skrautlegir og vandaðir, þar <7- II. M. S. Andania. sem skipið hafði verið farþegaskip milli Liver- pool og New York. Kl. 6,45 á sunnudagsmorgun sökk skipið skammt frá okkur (14 sjóm.). Er skipið sökk, reis afturendinn nærri lóðrétt og skipið seig á afturendann niður. Sprenging varð mikil, og stjórnpallur og jrfirbyggingin þeyttust í háa- loft. Skipið var 14800 rúmlestir. Sagði skip- stjóri að sprengingin orsakaðist af djúp- sprengjum, sem voru á þilfari skipsins, og var búið að gera þær klárar til að varpa þeim fyrir borð, er árásin var gerð. Sagði hann, að skot- færageymslan hefði verið fyllt af sjó. Einnig sagði hann, að skotið hafði verið 4 tundur- skeytum, en aðeins eitt þeirra hefði hitt skipið. Kom það aftarlega í vélarúmið, og varð skipið þá stjórnlaust. Þegar búið var að ná öllum mönnunum uin borð, var orðið afskaplega þröngt og Skalli gamli hallaðist töluvert, þar til búið var að dreifa þeim um skipið, upp á vélareisn og báta- þilfar. Var tjaldað sólsegli yfir framþilfarið og bundnar voru lúkuhlífar áveðra, einnig var tjaldað með yfirbreiðslum bátanna yfir vélar- reisn. Þangað drógu sig matsveinar og þjón- ustufólk, sem margt var illa klætt, en þar var hiti frá katlinum. Var nú farið að ráðgast um hvert halda skyldi til þess að koma þessum fjölda á land. Vildi skipherrann helzt fara til Islands, en til Reykjavíkur voru um 300 mílur og var stytzt þangað (en til Færeyja vildi hann ekki fara, vegna hættu af kafbátum og tundurduflum). Mér leizt ekki á að snúa við, þar sem ég vissi, að ég mundi eyðileggja túrinn og skýrði ég það fyrir honum, að ég gæti ekki bakað eigendun- um og skipverjum það tjón, sem af því hlytist, og lagði til að við héldum áfram til Thurso, sem er norðvestan við Pentlandsfjörð, og þang- að var stefnan sett. Fannst mér að Skallagrímur væri eins og með síldarfarm á dekki. Þegar við höfðum siglt um sex klukkutíma, kom stór fjögra hreyfla Sunderland flugbátur, sem að líkindum hefur verið sendur til þess að vita, hvernig okkur hafði tekizt að bjarga mönn- unum. Flaug hann lágt yfir skipið, og býzt ég við, að þeim hafi fundizt þröngt á þilfarinu hjá okkur. Við vorum í sambandi við hann með ljósmerkjum. Bretarnir höfðu með sér tvö eða fleiri ljósmerkjaáhöld og marga signalmenn. Flugvélin fylgdi okkur eftir. í tvo tíma eða lengur flaug hún fram fyrir skipið og í hringi í kringum það. Virtist hún vera að gæta að kafbátum, sem þeir bjuggust alltaf við að væru í nánd við okkur. Fannst mér, að þeim fyndist mikið örvggi í því að flugvélin væri í fylgd með okkur. Út á brúarvængnum héldu sex menn vörð, og voru þó ágjafir töluverðar. Meðan flugvélin var í fylgd með okkur, kom fyrir atvik, sem mér líður ekki úr minni. Varð- mennirnir út á brúnni kölluðu: („Look out torpedo is coming“). ..Varið ykkur, það er tundurskeyti að koma“. Ég stóð við brúarglugga stjórnborðsmegin, leit ég í þá átt, sem þeir bentu. Sá ég þá rák á sjónum um 600 faðma frá skipinu, eftir sívalning er stefndi beint á skipið. Greip ég þá stýrið og sneri skipinu svo að stefnið mætti því, en ekki síðan, svo verra væri að hitta skipið. Þetta var ekki nema nokk- ur augnablik og skipið hafði ekki snúizt um meir en 6—7 strik, þegar rákin hvarf. Mun þetta hafa verið einhver hvaltegund, líklega marsvín, og stökk hann hátt upp úr sjónum skammt frá okkur. Létti þá öllum í brúnni, og var svo hlegið að þessu á eftir. Ekki var hægt að elda neitt fyrir þennan fjölda, sem var 353 menn, ásamt skipshöfninni á Skallagrími, 13 mönnum, þó að nógur fiskur væri í lestinni, sem var full upp í lúkur. En Hilarius bryti stóð alltaf við kabissuna og hit- aði te og kaffi og sendi það á stað upp um há- gluggann á eldhúsinu. Síðan var það rétt mann frá manni, því að þröngin var svo mikil, að enginn komst leiðar sinnar. Kexi og niðursoðnu kjöti var útbýtt á framþilfari og dreift á sama hátt. Allar könnur og önnur ílát voru tekin í notkun. Kom það sér ágætlega, að Hilarius var búinn að búa sig vel út með könnur, ef svo skyldi fara, að hann færi á síld þetta sumar. Á sunnudags-eftirmiðdag fór að hvessa á suðvestan. Fór þá mönnum þeim, sem urðu að hafast við á framþilfari, að líða illa af vosbúð. as V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.