Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 8
Júlíus Havsteen, sýslumaöur Hnefana á borðið! Forspjall um síldina, sem koma skal. Um vetrarsólhvörf barst sú fregn eins og eldur í sinu um höfuðborgina og veiðistöðvarn- ar við Faxaflóa, að við Garðskaga og í Miðnes- sjó væri stórfelldari síldartorfur heldur en menn nokkurn tíma hefðu vitað um að til væru áður á þessum slóðum og væru það bergmálsdýptar- mælarnir, sem gerðu fiskimönnunum kleift að fylgjast með göngu síldarinnar og hefðu opin- berað þessi auðæfi. Fóru menn nú að gera sér vonir um að síldin væri ,,á uppsiglingu" til Kollafjarðar og Hval- fjarðar, en mjög dofnaði yfir þeirri von, er hið fróðlega samtal ritstjóra Valtýs Stefáns- sonar við fiskifræðing dr. Hermann Einarsson birtist í Morgunblaðinu 21. desember s.l. Tvennt tók doktorinn fram, sem sló óhug á menn, að Hvalfjarðarsíldin byggist á tilviljun og að hinum miklu síldartorfum í Flóanum yrði ekki náð, sökum þess hve djúpt þær eru í sjó niðri, nema með nýjum veiðitækjum. Eftir lesturinn gáfu hinir bölsýnu strax upp vonina um að Hvalfjarðarsíld kæmi aftur fyrr en eftir svo sem hálfa eða heila öld, en hinir bjartsýnu, og í þeirra hópi hef ég ætíð verið, telja líklegra, að von bráðar og heizt í þessum eða næsta mánuði komi ,,kvísl af hlýjum sjávar- straumi um Flóann“ og kitli svo kviðinn síld- anna, að torfurnar fari á kreik og alla leið inn í Hvalfjörð. Svo trúum við því og að- fundin verði ný veiðitæki, ef síldin ómögulega vill koma nær eða ofar í sjóinn. Hitt sagði svo Hermann Einarsson, og við þá fregn urðu allii’, sem á síldina vona, harðla glaðir, en það var, að rannsóknir sínar og at- huganir á sunnlenzku síldinni, sem veiddist árið sem leið, hefðu leitt í Ijós, að kominn er fram í síldarstofninum svo öflugur aldursflokkur, að síldarstofninn hefur margfaldazt við tilkomu þessa eina ,,árgangs“ og að síld af þessum eina aldursflokki er þreföld eða fjórföld að magni á við alla hina síldina í stofninum. Og enn sagði hann, er hann var spurður um hvaða áhrif þessi aldursflokkur frá 1944—1945 gæti haft á síld- veiði okkar íslendinga og í hversu mörg ár: BB „Við höfum ekki íslenzka reynslu að styðjast við í þessu efni, en norska síldin frá árinu 1904 gaf 60—70% af allri veiðinni árin 1909—1913 og bar uppi feikna veiði öll þessi ár, en gætti mikið lengur. Eftir því ætti þessi afburða „ár- gangur“ hér að verða þess valdandi, að mikið Júlíus Havsteen, syslumaúur. síldarmagn verði hér fyrir landi næstu 3—4 árin“. Kemur allt það, sem hér er sagt um norska , síldarárganginn“ frá 1904, heim við skrif prófessors Johan Hjort „Vekslingerne i de store fiskerier", sem út kom 1914. Virðist nú liggja beint við, að búa sig undir uppgripin á þessu og næstu árum, bæði með gömlum og nýjum veiðitækjum. Landhclgin er mergur þessa máls. Já — allt er nú þetta gott og blessað, ef við sitjum einir að uppgripunum, en hvernig er það með landhelgina, hefur hún rýmkað nokkuð hjá Alþingi og ríkisstjórn eftir að Island varð lýðveldi? Þessa hefur ekki orðið vart og ekki sýndu alþingiskjósendur við kosningar þær, sem fram fóru í október s.l., nokkurn áhuga V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.