Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 9
fyrir landhelgismálinu, síður en svo. Hefur þá ekkert gerzt í þessu málanna máli? Eftir því, sem Morgunblaðið skýrir frá 15. desember s.l., hefur merkilegum áfanga verið náð í landhelgismálinu hjá „Sameinuðu þjóð- unum“ og þessi „merkilegi áfangi“ er allur sá, að sérfræðinganefnd S. Þ. var auk annarra mála falið að rannsaka landhelgismálin, og hafðist þetta fram með 15 atkvæðum gegn 12, en 14 sátu hjá, svo raunverulega hefur þingi S. Þ. verið fremur óljúft að fást að svo stöddu við landhelgismálin og því ekki að búast við neinni skjótri afgreiðslu. Það, sem kemur mér þó sérstaklega til þess að efast um, að með þessari aðferð sé „áfanga náð“ fyrir okkur ís- lendinga, er fyrirvari sá, sem í nefndri grein stendur, en hann er svohljóðandi: Landhelgismál Norömanna. „Fyrir alþjóðadómstólnum í Haag er nú ein- mitt eitt slíkt mál, þ. e. málið milli Breta og Norðmanna varðandi víðáttu norskrar land- helgi. Málavextir eru þeir, að Norðmenn hafa talið sér víðáttumeiri landhelgi en Bretar hafa viljað viðurkenna. Rétt er aö tatca þaö fram, aö þar sem Noreg- ur hefur aldrei taliö sér minni landhelgi en þéi, sem norska stjórnin heldur fram í Haag, er ekki víst aö úrskuröur dómsins komi fslandi aö haldi“. (Leturbr. mín). Með þessum fyrirvara er verið að búa okkur undir það, að málið milli Breta og Norðmanna komi okkur að litlu eða engu haldi þó Norðmenn vinni. Og ástæðurnar eru teknar fram, að vísu í sem fæstum orðum, en þó nógu greinilegar, og þær eru þessar: Norðmenn hafa ætíð haldið fram fjögra sjómílna landhelgi og að norskir firðir og flóar væru lokaðir útlendingum til veiða og alveg sérstaklega hefur styrinn staðið milli Breta og Norðmanna um togaraveiði í „Vestfjorden hjá Lofot“, sem Norðmenn telja lokaðan, en Bretar veiða í, þar eð fjarðarmynn- ið er 32 mílufjórðungar. Þegar ég í sumar sem leið var staddur í Noregi, fulltrúi Rotaryfélagsskaparins á Is- landi, barst landhelgisdeilan við Breta nokkuð í tal og varð ég þess skjótt var, að landhelgis- málið átti hug allra Norðmanna óskiptan og að þeir telja sér sigur í því máli, þó við örðug- an og óvæginn andstæðing sé að etja. Þeir skipa sínum færustu lögfræðingum og fiskifræðing- um í málið, þeir leggja áherzlu á hinn sögulega rétt, sérstaklega um lokun fjaröa og flóa, sem þeir aldrei hafa kvikað frá, þeir halda málinu vakandi í Stórþinginu eins og ég áður hef sagt frá í greinum mínurn um landhelgismálið og þá ekki síður með því að beita fyrir sig áhrifa- mönnum (ræðismönnum) utanlands og með rit- gerðum og blaðagreinum heima. Þessu síðast- nefnda til sönnunar skal fluttur hér í þýðingu útdráttur úr grein, sem birtist í Björgvinjar- blaðinu „Gula Tidend“, 19. nóvember s.l. eftir safnvörð Færöyvik. Hefur hann um mörg undanfarin ár rann- sakað nöfn á fiskimiðum, veiðisvæðum og sigl- ingamerkjum við Noregsströnd, og segist hon- um svo frá í nefndu blaði: „Með þessum rann- sóknum mínum hef ég komizt að því, að haf- inu, þar sem róið er til fiskjar (Fiskehavet) var skipt í stóra almenninga, er náðu eins langt í haf út eins og fiskimiðin og landgrunnið. Haf- inu frá Stað suður að Sognfirði var skipt í 5 almenninga: Staðsjór, í hann var róið úr verum eða útgerðarstöðvum við Stað, Bremangursjór, þangað sóttu Bremangursverin, Kinnasjór, þar réru skip frá Brandey, Búasjór, þangað sóttu vermenn frá Askvelli, Sólundirsjór, en þar veiddu útversmenn. Takmörkin milli veiðisvæðanna voru djúpálar fjarðanna. Fyrir norðan Stað eða í Sunnmæra- fylki var farið eftir svipuðum reglum og þar skiptu sjómenn veiðisvæðunum milli sín í af- markaða reiti á miðunum, svo eyjaskeggjar á þessum slóðum, sem aðallega sóttu og eignuðu sér miðin, lentu ekki hver fyrir öðrum og losn- uðu við allar þrætur innbyrðis um hvar leggja skyldi lóðir og net. Þessar reglur voru í gildi fyrir veiði á djúp- miðum og fyrir veiði þá sem stunduð var allt árið, en um veiðina á göngufiski, svo sem síld, þorski og ufsa í torfum, voru þau ákvæði sett, að hún var öilum heimil meðan á göngunni stóð og margir bændur innan úr dölunum áttu kæn- ur sjálfir, sem þeir þá notuðu, eða réðu sig upp á hlut. Fiskimiðin norðan við Stað náðu 6 mílur danskar í haf út (60 kílómetrar), en miðin við Sogn og Firðina 3—4 mílur danskar út frá landi. Það virðist svo sem þessar sögulegu stað- reyndir hljóti að hafa talsverða þýðingu fyrir úrslit deilunnar í Haag um landhelgina. Englendingar vilja nú fallast á að landhelgin (norska) sé 7,4 km. frá landi (þ. e. fjórir mílu- fjórðungar), en þeir vilja sveigja línuna inn í alla firði og flóa, og þá yrði lítið eftir af mið- um okkar og veiðiréttindum. Norska landlielgin. Noregur heldur fast viö landhelgislínu, sem er 7,U km. í haf út, reiknuö frá línu landsodda eöa yztu skerja í milli“. (Þ. e. firðir og flóar t V I K I N □ U R B9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.