Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 10
lokaðir útlendingum). Hef ég flutt þennan stutta útdrátt úr „Gula Tidend“ til sönnunar því, með hversu miklum áhuga, undirbúningi, festu og markvísi Norðmenn reka sitt landhelg- ismál. Landhelgismál íslendinga. Höfum við íslendingar sýnt sama áhuga og festu í okkar landhelgismáli og Norðmenn? Þessu er fljótsvarað með orðunum: ,,Því fer fjarri“. Úr því við létum árið 1918 hjá líða án þess að taka landhelgismálið að fullu og öllu í okkar hendur og lýsa samninginn við Breta 24. júní 1901 með öllu ógildan og íslendingum óviðkomandi, mátti búast við því, að þetta hefði verið gert 1944 með lýðveldistökunni, en í öll- um glaumum og gleðinni fórst þetta alveg fyrir og þjóðin virtist láta sér þetta vel líka, sem og síðustu Alþingiskosningar bera vitni um, því ekki var, að heita má, á landhelgismálið minnst, og á þeim sárafáu framboðsfundum, sem það var gert, var þetta stórkostlega velferðar- og framtíðarmál íslenzku þjóðarinnar bókstaf- lega kæft í moldviðri dægursþrassins og flokka- rígsins. Það hefur ekki staðið á samþykktum og á- skorunum til ríkisstjórnar og Alþingis, bæði frá Landssambandi ísl. útvegsmanna og Landssam- bandi farmanna og fiskimanna, en hver er ár- angurinn og hversu vel hafa samböndin fylgt eftir þessum áskorunum? Það er ekki nóg að samþykkja góðar tillögur, það þarf að koma þeim í framkvæmd, og því fyrr, því betur, ef um velferðarmál heillar þjóðar er að ræða, eins og landhelgismálið sannarlega er, annars verða þessar samþykktir aðeins „orð, orð, innantóm", sem „fylla storð fölskum róm“. Jafnvel á Al- þingi sjálfu kom fram um veturnætur 1948 stórmerk tillaga til þingsályktunar um landhelg- ismálið, borin fram af þremur yngstu Alþing- ismönnunum. Hvenær má búast við, að hún verði fram- kvæmd ? Hvaö hefur gerst í landhelgismálinu? Lög 1948 um verndun fiskimiöa landgrunnsins út á viö fn'jöingarlaus. Árið 1948 voru sett lög, þar sem sjávarút- vegsmálaráðherra er heimilað, að gefa út regl- ur varðandi verndun fiskimiða landgrunnsins. Á þessum lögum varð ég hissa, því ég fæ ekki skilið, að þau hafi út á viö nokkra þýðingu fyrir landhelgismálið eða verndun fiskistofns- ins. Lít ég svo á, að útlendu þjóðirnar, sem veiða hér við land, telji sér með öllu óviðkomandi reglur er ráðherra setur, sem máske í dag er sjálfstæðismaðurinn Pétur, en á morgun fram- sóknarmaðurinn Páll. Forsetaútskuröur um landgrunn íslands nauösynlegur. Það er skoðun mín, að í stað þessara laga hefði forseti íslands ,líkt og forsetar LF.S.A., Mexico, Argentínu, Chile, átt að gefa út í um- boði Alþingis og f. h. íslenzku þjóðarinnar, for- setayfirlýsingu um landgrunn fslands, og fyrst það ekki var gert 1948, á forsetinn að gera það nú á hinu, heilaga ári 1950. Samninginn frá 1901 átti ekki aö viöurkenna. Samningnum frá 24. júní 1901 hefur verið sagt upp. Ég hef áður látið þá skoðun í ljósi, að þessum samningi átti ekki að segja upp, heldur lýsa hann ógildan og ómerkan (ipso jure nullum) fyrir fsland, þar sem hann var gerður að íslendingum forspurðum og aldrei samþykktur á Alþingi fyrr en nú með upp- sögninni, og það tel ég illa farið, uppsögnin vopn orðin í hendur Breta, því með uppsögn- inni er bein játning gerð um gildi samningsins. Óvarlegt aö vísa landlielgismáli okkar lítt undirbúnu til nefndar S. Þ. Loks hefur landhelgismáli okkar íslendinga verið vísað til sérfræðinganefndar S. Þ. og með því talið, að „merkilegum áfanga“ hafi verið náð. Réttara hefði nú verið og öllu varlegra að segja, að með þessu móti gæti merkilegum á- fanga náðzt, en ég er svo lundu farinn, að þau mál, sem ég tel landi mínu dýrmætust, vil ég sem allra síðast og sízt leggja undir útlönd. „Sjálfs er höndin hollust“ og „hollt er heima hvað“, eru máltæki, sem fæðst hafa í íslenzkri tungu af íslenzkri reynslu. í þeim er sama hugs- unin eins og í ákvæði „Gamla sáttmála“: , Ut- anstefnur viljum vér engar hafa“. Nú er farið að stefna landhelgismáli okkar til utanferðar og gera því þann vafasama heiður, að komast undir úrskurð sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna og þetta er gert áöur en Alþingi er búið að láta uppi skoðun sína og vilja á stærð landhelg- innar og hvernig og hvar landhelgislínan skuli dregin. Þetta finnst mér í meira lagi óvarlegt. Þegar landhelgismálið okkar er komið út fyrir land- steinanna í hendur útlendinga til umsagnar og til ákvörðunar, má að því vísu ganga, að Bretar sitji fyrir okkur í hverri nefnd og í hverju horni og setji fyrir okkur alls staðar fótinn, og fóturinn á „Jóni Bola“ hefur reynzt smá- þjóðunum þungur götuþrándur í landhelgismál- um þeirra. 90 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.