Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 11
Rússncskir visindamenn ráðgera að dæla fiiski úi* sjónnm Um lei'ö og Víkingurinn birtir eftirfarandi frétt um fiskidælur og fiskveiðar meö rafmagni, vill hann minna á brautryðjandastarf Gísla Hall- dórssonar verkfræðings, er hann fyrir 11 árum gerði merkilegar tilraunir með fiskveiðar með rafmagni. Hefur hann lýst þeim tilraunum sín- um í 1.—2. tbl. Víkings lSj9 og vísast til þess. Ritstj. * Moskva, 19. nóv. (AP). Rússneskir vísinda- menn eru nú að gera tilraunir á aðferðum til að veiða fisk án netja. Framkvæmd þessarar hugmyndar er fram- hald á tilraunum með fiskdælu til að fullkomna möguleikann á að dæla fiski úr sjónum. Fisk- dælan er tilfæring, sem notuð hefur verið víða um Sovétríkin til að dæla fiski úr fiskirúmum skipa og spara þannig tíma og vinnukraft. — Dælan dælir fiski og talsverðu af sjó upp úr fiskiskipunum í geyma á landi. Tilfæring þessi hefur einnig verið notuð utan Sovétríkjanna með góðum árangri, en rússnesk blöð telja rúss- Alþingi ákveði þegar stœrð hinnar íslenzku landhelgi. Nú sem fyrr er það óskipt skoðun mín, að Alþingi beri að ákveða þegar á þessu ári, án frekari undandráttar, landhelgi íslands með lögum, og sjá svo um, að þingsályktunartillaga sú, sem borin var fram á Alþingi á öndverðum vetri 194.8;, komizt þegar í framkvæmd. f landhelgismálinu þarf engu síður hnefann á borðið en í sjálfstæðismálinu, hnefa Ófeigs í Skörðum, svo hinir ríku Bretar upp hrökkvi og undan láti. íslenzka þjóðin má ekki lengur vera áhuga- laus um landhelgismálið, hún verður að muna og skilja, að stækkun landhelginnar er nú ein- hver mikilvægasti þátturinn í sjálfstæðisbar- áttu hennar. Húsavík, 13. febrúar 1950. Júl. Havsteen. neska vísindamenn eiga heiðurinn af uppfind- ingu þessari. Vísindamaður heiðraður. Hugmyndin um að fullkomna þetta tæki, svo nota megi við sjálfar veiðarnar, er sett fram af Chernigin, sem hefur fengið Stalin-verð- launin og er kandidat frá Technical Science. Hann er ættaður frá Petropavlosk á Kamchatka, þar sem fiskveiðar eru aðalatvinnuvegurinn. Chernigin er talinn sérfræðingur í fiskdæl- um og hefur útskýrt áætlanir sínar í tækni- og fræðiritinu Tekhnika Molodezhi, sem fjallar um tækni og vísindi fyrir rússneska æsku. Áætlanir Chernigin, sem hann segir að séu ennþá á tilraunastigi, fjalla um stórar fiskdæl- ur og hlustunartæki í sambandi við þær, til að heyra í fisktorfum, ásamt rafstraum til að draga fiskinn að dælunni, er henni hefur verið sökkt niður í sjóinn. Heldur hann því fram, að fiskurinn syndi gegn rafstraum eins og hann syndir gegn sjávarstraumum. í greininni segir, að fiskdælan ein, hversu kraftmikil sem hún sé, geti ekkert gagn gert, því jafnvel þó henni sé sökkt niður í stóra fisk- torfu, muni fiskurinn synda frá henni gegn straumnum, sem að henni liggur. Á hinn bóg- inn segir Chernigin, að ef munnurinn á hinni sökktu dælu er gerður rafmagnaður með jafn- straum og annar póllinn hafður tæknilega í kring um fisktorfuna, megi koma því svo fyrir, að fiskurinn syndi meðfram rafstraumnum að dælunni, þar sem sogkraftur hennar fangar hann og dælir honum ásamt talsverðu af sjó upp í fiskirúm skipsins, þar sem sjónum er jafnharðan dælt út aftur. Hlustunartækið mun gera fiskiskipum kleift að finna fiskitorfurnar þar sem dælunni skal sökkt niður. Chernigin heldur því fram, að hér sé ekki um hugaróra að ræða, heldur örugga staðreynd. Þýtt úr Los Angéles Times. VÍKIN G U R 91

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.