Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 13
Vélskipiö llekla fánum skreytt. komu hinar ljúffengu máltíðir, sem allir hlökk- uðu svo mjög til. Mun voru þær betri en sams konar máltíðir á veitingahúsum höfuðstaðar- ins. Þennan góða og ljúffenga mat áttu menn fyrst og fremst að þakka hinum ágæta bryta Heklu, herra Sigurði Guðbjartssyni, og þeim snjöllu „kokkum“, sem hann bjuggu til. Það eru menn, sem kunna sitt verk. Frámmistöðu- fólk skipsins starfaði frá morgni til kvölds. Var öll frammistaða þess lipur og snyrtileg, svo jafnan var ánægjulegt að koma í hina vist- legu sali og farþegaklefana. Menn kvörtuðu að vísu yfir að klefarnir væru nokkuð þröngir. Við sögðum bara, að skipið okkar yrði að bera sig. Svo féll það tal niður. Og Hekla geistist áfram. Við stóðum frammi í stafni og skoðuðum boðaföllin undan kinnung- unum. Okkur varð litið til stjórnpallsins. Þar sást nýtt andlit og mjög gyllt og virðuleg ein- kennishúfa í stjórnpallsglugganum. Hver var það? Skipstjórinn, herra Ásgeir Sigurðsson. Um hann má segja skrumlaust, að hann prýðir flest það, sem prýða má sjómann og skipherra. Fríður og festulegur, viðmótsþýður við alla og hjálpsamur við farþega í bezta lagi. Honum og hinni ágætu skipshöfn hans eigum við það að þakka, að við getum verið örugg á sjónum, jafnt í stormi sem stillu. Það er hann, sem hefur æðsta vald um borð á þessu fríða skipi, en einnig mesta ábyrgð. Er ávallt hressandi að sjá menn, sem slíkum vanda eru vaxnir. Og fyrir þá, sem sjaldan koma á sjó, er það.mikið ánægjuefni að sjá í verki þá ágætu menntun, sem skólar sjómannastéttarinnar íslenzku hafa veitt henni og þjóð okkar. Og það því fremur, þegar þess er gætt, að fyrir tæpurn mannsaldri síðan áttum við enga slíka menntun og vorum algerlega upp á aðrar þjóðir komnir í þeim efnum. Hekla nálgaðist nú Skotland. St. Kilda blasti við, eyðieyja nokkuð langt fyrir vestan Hebr eseyjar. Þar minnti margt á Vestmannaeyjar: Vindkviður, björg og fuglagarg (fýll og súla). Hekla þaut fram hjá og í áttina til Clydefjarð- arins. Með morgninum var hún við mynni hans. Og nú var sigit inn fjörðinn milli skógivaxinna hæða og þorpa á báðar hliðar. Alltaf þrengdist fjörðurinn. Nú blöstu við hinar miklu skipa- smíðastöðvar, þær mestu í heimi, orkuver og verksmiðjur beggja megin fjarðarins. Þar var nóg að starfa. Gömul skip rifin, ný smíðuð og önnur í viðgerð. Nú kom Clydefljótið kolmó- rautt með ótal skipum. Glasgowborg blasti við. Lagðist Hekla þar við Drottningarbryggjuna. Annað þótti ekki viðeigandi, þegar „eldfjalla- drottningu" norðursins bar að garði. Og vel sómdi hún sér innan um öll stóru skipin. Tal- andi tákn norrænnar menningar og snilli. Það var uppi fótur og fit um borð. Skozku farþeg- arnir gengu í land, glaðir og reifir yfir ánægju- legri sjóferð á hinu góða skipi okkar. Með þeim var líka ánægjulegt að ferðast. Það var prútt og yfirlætislaust fólk. * í Glasgow voru allar búðir fullar af vörum, en engir lúxusbílar. Og mun var þar hægara að komast um göturnar í milljónaborginni en hér í Reykjavík. Við sátum í skemmtigarði borgarinnar með öðx-um stýrimanni, herra Dag- bjarti Bjai-nasyni, og borðuðum vínber og per- ur eins og við gátum í okkur látið. Kostaði sú vara sáralítið boi’ið saman við vei’ðlag hér heima. Er skemmtigai’ðurinn hæðóttui’, pi'ýdd- ur fögrum laufguðum trjám í sumaiylnum. Við hlið hans er háskólinn, virðuleg bygging. Var hann stofnaður um miðbik fimmtándu aldai', og því eldri en elztu háskólar Norðui'landa (Hafnarháskóli og háskólinn í Uppsölum). Þá var mjög skemmtilegt að aka yfir landið milli Glasgow og Edinboi’gar. Vegii'nir rennisléttir, — ég hugsaði til vegamxa okkar, þegar verst -lætur, — þoi'p við þoi'p og akui' við akui', rnest V I K I N G U R 93

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.