Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 15
Halldór Jónsson Þýtt og endursagt Eins og kunnugt er af fréttum hafa Danir hafizt handa uin stórvægilegar framkvæmdir í Grænlandi í atvinnumálum nú síðustu ár. í danska blaðinu Börsen var nýlega sagt frá því, að reist hefði verið bátabyggingastöð í Egedes- minde, er hún einn þáttur í áætlunum Dana um skipulagningu atvinnumála í Grænlandi. Strax eftir að stríðinu lauk, sendi danska nýiendustjómin skip með timbur og aðrar nauð- synjar til byggingar bátastöðvarinnar, en vélar allar voru keyptar frá Bandaríkjunum. Tveir Grænlendingar, annar, sem hafði lært skipa- smíði í Vejle í Danmörku, og hinn vélfræði í Fredrikshavn, voru ráðnir til þess að hafa stjórn byggingarinnar með höndum, og Græn- lendingur var fenginn til þess að hafa umsjón með fjárhagshlið framkvæmdanna. Ennfremur voru ráðnir sex ungir Grænlendingar til þess að vinna og læra hjá fyrirtækinu, og er svo ráð fyrir gert, að þeir hafi unnið sér meistara- réttindi snemma á árinu 1953. Bátabyggingastöðin í Egedesminde var full- gerð og tók til starfa 19. desember 1947 og fékk brátt mikið að vinna í bátaviðgerðum. Áformað er, að byggðir verði þarna 20 til 22 þeganna í „kojunum" og því vel rúmt í borð- salnum. Við reyndum að bera okkur mannalega, vera uppi og stíga ölduna eins og sjómennirnir. Því miður sáum við landið ekki rísa úr sæ. Þegar við komum upp næsta morgun var Hekla í miðri Eyrarbakkabugtinni og „Drottningin" hjakkaði á eftir. Hekla skaust fyrir Reykjanes yfir. úfna röstina og við blasti Faxaflói á ný. Er hann alltaf jafn fagur og svipmikill, hvort sem komið er af landi eða hafi utan. Klukkan tvö var Hekla í Reykjavíkurhöfn og kastaði mæðinni eftir sprettinn frá Glasgow. Við vor- um heima. Og „heima er bezt", segir máltækið. Skipaútgerð ríkisins og Ferðaskrifstofan eiga miklar þakkir skyldar fyrir Skotlandsferðirnar. Að þeim er bæði gagn og gleði. Vonandi verður því áframhald á þeim næsta sumar. Siguröur Guðjónsson, kennari. feta vélbátar, samskonar og notaðir eru við strendur Grænlands til fisk- og rostungsveiða. Stöðinni er ætlað að geta afkastað að byggja 40 slíka báta á ári, en vegna mikilla anna við bátaviðgerðir, er ekki gert ráð fyrir að henni vinnist tími til þess að nýsmíða nema einn til tvo báta á mánuði. Níu bátar hafa verið byggð- ir í stöðinni frá því hún tók til starfa og hefur verð hvers báts verið um 11.000,00 kr. Nýlendustjórn Grænlands lagði fram 150.000, 00 kr. til byggingarframkvæmdanna á báta- byggingastöð þessari. Fyrir styrjöldina stunduðu 75 vélbátar fisk- veiðar frá Grænlandi, en eru nú um 275, flestir þessara báta hafa verið byggðir í Danmörku. Um fiskveiöi Japana. Japan mun tvímælalaust vera mesta fiskveiði- þjóð heims. Árleg fiskframleiðsla í heiminum mun vera um 12 millj. tonn og af því veiða Japanir 1/3 hluta eða um 4 millj. tonna, næst þeim eru Bandaríkin með ca. 1,7 millj. tonn, en af Evrópuþjóðum eru Bretar og Norðmenn hæstir með nokkru lægra fiskmagn heldur en Bandaríkin. Ástæðan fyrir þessari miklu fiskveiðiþróun Japans mun eiga rætur sínar að rekja til land- fræðilegrar afstöðu landsins og hins mikla þétt- býlis. Japan er eitt þéttbyggðasta land í heimi og hefur tiltölulega lítið landrými til ræktun- ar, en hins vegar mikla strandlengju og byggir þjóðin því afkomu sína að mestu leyti á af- rakstri úthafanna. Stórir fiskibæir, eins og í Evrópu, þekkjast að vísu ekki í Japan, heldur eru þar óteljandi smáþorp eftir allri strand- lengjunni, sem nær eingöngu lifa af fiskveiði og fiskiðnaði. Fiskiskipafloti Japana er talinn vera um 380.000 skip og bátar af öllum gerðum og stærð- um, og talið er að um 1,6 millj. manns starfi beint við fiskveiðar. Megnið af veiðiskipunum eru ýmis konar smáskip og bátar, en Japanar eiga einnig samskonar botnvörpuskip eins og Framh. á bls. 98. VIKl N G U R 95

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.