Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 17
örlagasmiðir alls, sem lifir aldur skapandi veraldar. Dvelji nú augu ykkar viö tslands gjörsnauöu fiskimiö. Sjáiö nú hvernig flotinn friöj flæmist um hafiö til og frá. Auönuleysisins eymd og kvíöi okkur þunglega sækir á. Þiö getiö ekki þolaö slíkt, Þaö er alls ekki guöum líkt. Þig kveö ég fyrstan, Þór hinn sterki, þínu ásmegni treystum vér. Alls staöar sem þú ert aö verki undan má láta hvaö sem er. Aflasæll foröum þóttir þú, þér gef ég mína von og trú. Girtu oss megingjöröum þínum, geösmuni vora hresstu viö. Láttu nú — eftir oröum mínum — auögast vor gömlu fiskimiö. Ef þú viröir ei málstaö minn, mjög slcal ég efa guödóm þinn. óöinn, sem stýrir Ása-þjóöum, orö þitt er dýrast skáldamál. Þess vegna kveö ég þig í Ijóöum, þinni lyfti ég heillaskál. Láttu af móöi mælt þitt orö mannskapnum duga hér um borö. Ef þú gefur oss góöan afla — göfugi Ás —, sem biöjum vér, skal yfir háa hrannarskafla hljóma söngur til dýröar þér. Er beljandi fellur brotsjórinn, bergmála skal hann lofstír þinn. En ef þú vilt ei viö oss rækja vináttu þá, sem boöin er. Einherjar skulu á þig hrækja eilíf svíviröing fylgja þér. Einnig skulu þér napurt níö náhrafnar gala alla tíö. Matthías Björnsson. Formannavísur. 1. Svanurinn gekk báta bezt, enda ekki sparað að hendast um sjóinn. 2. Fovmaður á Svan var að tala í talstöðina við formanninn á Illuga í rosa-veðri. 3. Nefnda þrjá formenn þekkti ég persónulega. V. Ö. Andrés Svani siglir vel, sá er vanur flestu er á þani um ýsuhvel oft á spani mestu. —o— Illugi sóma sigli byr, síldar Ijómi vellir, Guöjón rómi rekkarnir. Rán þann dóminn fellir. —o— Helgi teitur höfnum frá hranna beitir skafla, Blakknes heitir bátur þá ber oft reitur afla. Valdimar Össurarson. Afmælisvísa hásetans. Golan raular Ijúflingslag, leikur á hafi bára. Mér er sagt ég sé í dag sex — og tuttugu — ára. Engilbert Þórarinsson. í bátum á Húnaflóa. Síld úr bátum sjáum vér, sveifina bind ég fasta. Þegar bensín þrotiö er, þá er mál aö lcasta. Engilbert Þórarinsson. —O— Þú slcalt pumpa á þinni vakt, þaö er öllum fyrirlagt. Engilbert svo skipar skjótt, skelegglega um dimma nótt. Valdimar Össurarson. Framh. V I K I N G U R 97

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.