Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 18
Framh. af bls. 95. notuð eru í Evrópu, og þeir eiga einnig skip, sem útbúin eru eins og fljótandi fiskimjöls- og niðursuðuverksmiðjur. Við strendur Japans er aðallega veitt sardín- ur, síld og viss þorsktegund. En jafnframt sækja Japanir mikið á fjarlæg fiskimið, eins og t. d. til Kamschatka, Vladivostock, í Bengal- flóa, út af vesturströnd Ástralíu, að ströndum hollenzku Austur-Indíu, að ströndum Mið-Amer- íku og í Behringssundið. Auk þess úthafsfisks, sem Japanar fiska, veiða þeir mikið af alls konar skelfiski, krabba- fiski og sjóþangi. Iðnaður þeirra, sem vinnur úr sjóþangi, er á mjög háu stigi, og vinnur úr því auk fæðu, pappír og ýmis efni til iðnaðar. Fiskveiðin er eins og fyrr segir, mjög sterkur þáttur í framleiðslustörfum þjóðarinnar, og hvergi í heiminum, nema í Siam, mun fisk- neyzla vera jafnmikil eins og í Japan, eða um 40 kg. á ári á hvert mannsbarn í landinu. Mœling á fiskmagni í neti. I nýútkomnu Fishing News er skýrt frá til- raun, sem gerð var á amerískum togbát, með nýtt tæki, sem notað er til þess að finna fisk- þunga í neti. Báturinn, sem tilraunina gerði, var 70 feta langur og risti íB/2 fet og var með Cummins vél 175 h. p. Þegar tilraunin var gerð, var strekkingskaldi og talsverð kvika. Taldi skipstjórinn, að slíkt væri einmitt heppi- leg veðrátta til þess að fá einhverja reynslu á tæki þessu. Tækið er í stuttu máli frá sagt mjög fyrir- ferðarlítill mælir, samtengdur við klukkuverk, sem sýnir þungaálag, sem kemur á mælinn. Mælirinn er festur á dráttartaugina eða vír- inn og á svo að sýna hinn upprunalega þunga, sem í vírnum hangir og síðan stígandi, ef þung- inn eykst eða álagið á vírnum. I þeirri tilraun, sem hér um ræðir, var drátt- ai'þyngdin á vírnum 1500 lbs. þegar netið var komið í botninn, en brátt sást, að þyngslin jukust, eftir því sem dregið var, og þegar upp var híft, hafði mælirinn mælt nær hárnákvæmt þann þunga, sem í vörpuna hafði komið undir toginu. Því er einnig haldið fram af þeim, sem reynt hafa þetta tæki, að það ekki aðeins sýni þunga þann, sem í vörpuna kemur, heldur einn- ig megi glöggt sjá á því ef varpan rekst á eitt- hvað í botni. Mælir þessi (Dynamometer) er mjög ódýr, en ekki ný uppfinning. Svo að segja allir tund- urduflaslæðarar í síðustu styrjöld notuðu einn eða fleiri slíka mæla til þess að sjá á di’áttar- 9B taugum sínum, hvort þær snertu hengjur tund- urduflanna. Og þeir ei'u einnig notaðir af ýms- um iðnfyrirtækjum til viktunar, til styrkleika- prófunar, til þess að mæla styrldeika víra o. fl. Frönsk togarasnúöi. Nýlega var hleypt af stokkunum í skipa- smíðastöðinni Penhoet Co. í Normandie (ná- lægt Rouen) togara, sem nefndur var Magda- lena og er einn með stærstu togurum heims. Eigendur skipsins eru La Peche au Large í Bordeaux. Skip þetta er af hinni svonefndu 86 metra gerð, en áformað var að byggja sex slík skip og hafa fjögur þeirra þegar verið afhent, Pierre Vidal, sömu eigendur og að fyrrnefndu skipi, Hardi, Louis Lagasse og Jacques Coeur, sjötta skipið, sem á að heita Clairvoyant, verð- ur tilbúið innan skamms. Öll þessi skip eru byggð með það fyrir aug- um, að stunda fjarlæg fiskimið. Stærð þeirra er: Heildarlengd 241,2 fet, lengd b. p. 228 fet, breidd 38,7 fet, dýpt 20,8 fet, og rista fullhlað- in 18,1 fet. Fiskilestarúm er 50.642 cub. fet, og eru um 2700 tonn að stærð. Hásetaklefi er frammi á skipinu, en íbúðir yfirmanna mið- skips og aftur í. Sérstök setustofa er fyrir skipshöfnina. Aðalvél skipsins er 1100 ha. Bur- meister og Wain með 170 r. p. m. og á skipið að hafa 11 rnílna ganghraða. Hægt er að láta aðalvélina ganga 50 r. p. m. þegar verið er að hífa upp vörpuna. Allar hjálparvélar eru raf- magnsvélar, 115 kw. rafmagnsvél fyrir tog- vindu, og 44 kw. til annarra þarfa, og varavél 44 kw. Gufuketill er til þess að hafa gufu til lifrarbræðslu og fleira, og er hann í sambandi við aðalvél skipsins, en í höfnum er hann olíu- kyntur. Þessi stóru skip eru einn þáttur af allsherjar nýsköpun fi’anska fiskiflotans, sem ákveðin var í stríðslokin, en Frakkar misstu í stríðinu um 60% af togurum sínum, og hinir eldri, sem eftir voru, meira og minna úr sér gengnir. Með ný- byggingaráformunum var ákveðið að byggja 170 togara af mismunandi stærðum, þar af skyldu 142 vera mótorskip, en 28 gufuknúin. 76 þessara skipa voru byggð erlendis, í Eng- lendi, Bandaríkjunum, Kanada og Belgíu, og hefur nú verið lokið smíði þeirra allra, hin skipin skyldu öll byggjast í Frakklandi. Öll eru þessi skip mjög fallega löguð, með léttlotuð stefni, straumlínulagaðar yfirbygging- ar og heldur lágan reykháf, og cruiser stefni. í öllum þessum skipum eru, rafmagnstogvind- ur, sem byrjað var að framleiða í styrjöldinni og hafa þær reynzt sérstaklega tryggar og góð- ar, og jafnað til beztu tegunda gufuspila. V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.