Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 18
Framh. af 6Zs. 95. notuð eru í Evrópu, og þeir eiga einnig skip, sem útbúin eru eins og fljótandi fiskimjöls- og niðursuðuverksmiðjur. Við strendur Japans er aðallega veitt sardín- ur, síld og viss þorsktegund. En jafnframt sækja Japanir mikið á f jarlæg fiskimið, eins og t. d. til Kamschatka, Vladivostock, í Bengal- flóa, út af vesturströnd Ástralíu, að ströndum hollenzku Austur-Indíu, að ströndum Mið-Amer- íku og í Behringssundið. Auk þess úthafsfisks, sem Japanar fiska, veiða þeir mikið af alls konar skelfiski, krabba- fiski og sjóþangi. Iðnaður þeirra, sem vinnur úr sjóþangi, er á mjög háu stigi, og vinnur úr því auk fæðu, pappír og ýmis efni til iðnaðar. Fiskveiðin er eins og fyrr segir, mjög sterkur þáttur í framleiðslustörfum þjóðarinnar, og hvergi í heiminum, nema í Siam, mun fisk- neyzla vera jafnmikil eins og í Japan, eða um 40 kg. á ári á hvert mannsbarn í landinu. Mœling á fiskmagni í neti. I nýútkomnu Fishing News er skýrt frá til- raun, sem gerð var á amerískum togbát, með nýtt tæki, sem notað er til þess að finna fisk- þunga í neti. Báturinn, sem tilraunina gerði, var 70 feta langur og risti 9^/2 fet og var með Cummins vél 175 h. p. Þegar tilraunin var gerð, var strekkingskaldi og talsverð kvika. Taldi skipstjórinn, að slíkt væri einmitt heppi- leg veðrátta til þess að fá einhverja reynslu á tæki þessu. Tækið er í stuttu máli frá sagt mjög fyrir- ferðarlítill mælir, samtengdur við klukkuverk, sem sýnir þungaálag, sem kemur á mælinn. Mælirinn er festur á dráttartaugina eða vír- inn og á svo að sýna hinn upprunalega þunga, sem í vírnum hangir og síðan stígandi, ef þung- inn eykst eða álagið á vírnum. 1 þeirri tilraun, sem hér um ræðir, var drátt- arþyngdin á vírnum 1500 lbs. þegar netið var komið í botninn, en brátt sást, að þyngslin jukust, eftir því sem dregið var, og þegar upp var híft, hafði mælirinn mælt nær hárnákvæmt þann þunga, sem í vörpuna hafði komið undir toginu. Því er einnig haldið fram af þeim, sem reynt hafa þetta tæki, að það ekki aðeins sýni þunga þann, sem í vörpuna kemur, heldur einn- ig megi glöggt sjá á því ef varpan rekst á eitt- hvað í botni. Mælir þessi (Dynamometer) er mjög ódýr, en ekki ný uppfinning. Svo að segja allir tund- urduflaslæðarar í síðustu styrjöld notuðu einn eða fleiri slíka mæla til þess að sjá á dráttar- taugum sínum, hvort þær snertu hengjur tund- urduflanna. Og þeir eru einnig notaðir af ýms- um iðnfyrirtækjum til viktunar, til styrkleika- prófunar, til þess að mæla styrkleika víra o. fl. Frönsk togarasmíði. Nýlega var hleypt af stokkunum í skipa- smíðastöðinni Penhoet Co. í Normandie (ná- lægt Rouen) togara, sem nefndur var Magda- lena og er einn með stærstu togurum heims. Eigendur skipsins eru La Peche au Large í Bordeaux. Skip þetta er af hinni svonefndu 86 metra gerð, en áformað var að byggja sex slík skip og hafa f jögur þeirra þegar verið afhent, Pierre Vidal, sömu eigendur og að fyrrnefndu skipi, Hardi, Louis Lagasse og Jacques Coeur, sjötta skipið, sem á að heita Clairvoyant, verð- ur tilbúið innan skamms. Öll þessi skip eru byggð með það fyrir aug- um, að stunda fjarlæg fiskimið. Stærð þeirra er: Heildarlengd 241,2 fet, lengd b. p. 223 fet, breidd 38,7 fet, dýpt 20,8 fet, og rista fullhlað- in 18,1 fet. Fiskilestarúm er 50.642 cub. fet, og eru um 2700 tonn að stærð. Hásetaklefi er frammi á skipinu, en íbúðir yfirmanna mið- skips og aftur í. Sérstök setustofa er fyrir skipshöfnina. Aðalvél skipsins er 1100 ha. Bur- meister og Wain með 170 r. p. m. og á skipið að hafa 11 mílna ganghraða. Hægt er að láta aðalvélina ganga 50 r. p. m. þegar verið er að hífa upp vörpuna. Allar hjálparvélar eru raf- magnsvélar, 115 kw. rafmagnsvél fyrir tog- vindu, og 44 kw. til annarra þarfa, og varavél 44 kw. Gufuketill er til þess að hafa gufu til lifrarbræðslu og fleira, og er hann í sambandi við aðalvél skipsins, eii í höfnum er hann olíu- kyntur. Þessi stóru skip eru einn þáttur af allsherjar nýsköpun franska fiskiflotans, sem ákveðin var í stríðslokin, en Frakkar misstu í stríðinu um 60% af togurum sínum, og hinir eldri, sem eftir voru, meira og minna úr sér gengnir. Með ný- byggingaráformunum var ákveðið að byggja 170 togara af mismunandi stærðum, þar af skyldu 142 vera mótorskip, en 28 gufuknúin. 76 þessara skipa voru byggð erlendis, í Eng- lendi, Bandaríkjunum, Kanada og Belgíu, og hefur nú verið lokið smíði þeirra allra, hin skipin skyldu öll byggjast í Frakklandi. Öll eru þessi skip mjög fallega löguð, með léttlotuð stefni, straumlínulagaðar yfirbygging- ar og heldur lágan reykháf, og cruiser stefni. 1 öllum þessum skipum eru rafmagnstogvind- ur, sem byrjað var að framleiða í styrjöldinni og hafa þær reynzt sérstaklega tryggar og góð- ar, og jafnað til beztu tegunda gufuspila. 9B VI Kl N G U.R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.