Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 19
Grímur Þorkelsson Þáttur um sjóinn Straumur. Langt hlýtur að vera síðan athygli manna fór að beinast að straumnum í sjónum. Meðan þekkingin var ennþá skammt á veg komin og fljótandi farkostur frumstæður, hefur athyglin eðlilega hlotið að beinast eingöngu að þeim þætti straumanna, sem greinilega kom í ljós þétt upp við landsteina ár og síð og alla tíð. Þetta voru og eru auðvitað enn þann dag í dag sjávarföllin. Eftir því sem aldir liðu og þekk- ing óx, færðu menn sig jafnframt upp á skaftið með athuganir og rannsóknir á straumum út- hafanna. Þar var þó við ramman reip að draga og er að mörgu, leyti enn, þrátt fyrir hina miklu tækni, og það var ekki fyrr en um aldamótin 1800 að menn komust á lagið með að afla sér verulegrar þekkingar á þessu sviði. Skipstjórar langferðaskipanna og aðrir leiðangursmenn vinna þarna mikið starf á ferðum sínum um heimshöfin. Annars hafa hafrannsóknarmenn- irnir komið ósleitilega að þessu mikilvæga verki og orðið mikið ágengt víðsvegar um hnöttinn, þótt mikið skorti á að hægt sé að reikna með nákvæmri stærð þar sem hafstraumarnir eru að verki, þar er ennþá um sennilegan slumpa- reikning að ræða á mörgum stöðum. Hvað er það, sem veldur þessu rennsli í sjónum, mun margur spyrja, og hvers vegna heldur sjórinn ekki kyrru fyrir? Orsakirnar munu vera marg- víslegar og aðeins vísindamennirnir kunna þar á góð og glögg skil. Okkur er sagt, að jörðin með öllu sem á henni er renni áfram braut sína um geiminn eftir fast ákveðnu lögmáli. Við erum því öll heimsborgarar á þann hátt og ferðamenn á sama bátnum. Efnið, sem í jörð- inni er, fast og fljótandi, myndar þennan farkost okkar. Þar á sjórinn miklu hlutverki að gegna. En hann hefur eigin hreyfingu mið- að við sjávarbotninn og fasta landið. Það er þessi breyting, sem kallast straumur. Vindarnir valda að sumu leyti straumunum á yfirborði hafsins. Þegar vindurinn blæs í langan tíma úr sömu átt, kemst yfirborð sjávarins við það á hreyfingu og straumur myndast. Dæmi um þetta eru staðvindarnir og straumarnir, sem þeir orsaka. Snúningur jarðarinnar um möndul sinn veldur því, að vindinum tekst ekki að reka yfirborð sjávarins beint á undan sér. Straum- urinn rennur því ekki alveg í sömu átt og vind- urinn fer. Á norðurhelmingi jarðar liggur yfir- borðssti’aumur, sem orsakast af vindi, 45 gráð- ur til hægri við stefnu þá, sem vindurinn blæs í. Á suðurhelmingi jarðar rennur slíkur straum- ur 45 gráður til vinstri við áðurnefnda stefnu. Straumarnir niðri í sjónum og líka yfirborðs- straumar orsakast af mismunandi hitastigi í sjónum og mismunandi þyngd. Snúningur jarð- arinnar um möndul sinn hefur einnig áhrif á strauma, sem þannig myndast. Þar að auki hefur lögún sjávarbotnsins áhrif á neðansjávar- straumana. Hafstraumarnir eru sterkari í lá- rétta átt, en lóðréttra strauma gætir minna. Sjórinn er alltaf á sífelldri hreyfingu. Þar er um mikla hringrás að ræða, eins og annars staðar í náttúrunnar ríki. Þetta virðist vera skilyrði fyrir því, að líf geti þrifist, Héldi sjórinn kyrru fyi’ir, yrði dauðinn brátt öllu ráðandi í djúpunum. Sjávar- fallastraumana kannast víst flestir við, minnsta kosti þann þátt í fari þeirra, sem lýsir sér í því, að sjórinn hækkar og lækkar við ströndina á reglubundinn hátt. Aðdráttarafl tungls og sólar og verkanir þess á vatnsmagnið í höfum jarðarinnar veldur sjávarföllum. Þessara verkana gætir ekki úti á hafi, svo að greint verði. Vatnsmagnið kemst á hreyfingu án þess að verulegs straums verði vart. Upp við land er landið sjálft að miða við. Þar sést, að sjór- inn hækkar og lækkar á lögmálsbundinn hátt og rennur í ákveðna átt. Við ísland rennur aðfallið með sólinni, en útfallið öfugt. Straumur og alda. Þegar gustur kemur á spegilsléttan hafflöt, verða litaskipti á sjónum þar sem gusturinn fer um. Sjórinn verður dekkri á því svæði, sem snertingin nær yfir. Sé maður staddur í logni og sjái þessi litaskipti á sjónum, er þá vitað VÍ KIN □ U R 99

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.