Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 20
hvar vindurinn er, hvaðan hann kemur og hvert hann fer í takmörkuðum skilningi. Vaxi nú þessi gustur og verði að kalda, koma gárar á sjóinn, sem verða að öldum. Þær fara stækk- andi eftir því sem kaldinn vex. Þegar kominn er stormur, og sé hann búinn að standa um stund, eru venjulega jafnframt komnar stórar öldur, sem brotna í toppinn. Sé þetta nærri landi og blási stornmrinn ofan af því, eru öld- urnar ekki í neinu hlutfalli við storminn. Sjór- inn getur verið sléttur, þótt ofsarok sé, og þar er þá „landvar". Stundum eru stórar öldur þar sem logn er. Þar er þá venjulega stormur í nánd eða stormur er nýbúinn að blása yfir það svæði. Sjólagið er oft mjög misjafnt. Venju- lega fer það eftir veðurhæðinni og afstöðunni til lands og árstíðum, en straumur og grunn- sævi hafa mjög spillandi áhrif á sjólagið að öllu öðru jöfnu. Sjávarfallastraumarnir verka mest á sjólagið úti fyrir ýmsum andnesjum hér við land og kallast „rastir“. Verst er sjó- lagið í röstunum þegar svo stendur á að straum- urinn rennur á móti vindi og öldu. Þar sem grunnsævi bætist við, myndast háar og bratt- ar öldur, sem verða að brotsjóum. Kunnustu og verstu straumrastir hér við land af þessari gerð eru Reykjanesröst, Látraröst og Langanesröst. Straumrasta mikilla gætir þó út af miklu fleiri andnesjum hér á landi. Ein hin versta þeirra yfirferðar mun verða við Kambanesið á Austfjörðum. Þar er eiginlega um ófæru að ræða í vondum hafáttum. Veldur því sennilega bæði straumharkan og grynning- arnar, sem þar eru um allar trissur. I sumum tilfellum er talið að rastirnar séu beztar yfir- ferðar sem næst landi, því þar sé þá sjólagið bezt og straumur minnstur. Til dæmis svoköll- uð Gatleiö við Bjargtanga, sem er mjög nærri landi. Þetta er vafalaust rétt, sé um strekking eða jafnvel um mikinn strekking að ræða, en ef það er stormur eða rok, þá er um að gera að vera langt frá landinu. Þar er meira dýpi og minni straumur. Þar er aldan hvorki eins brött eða há og brotnar ekki jafn hroðalega eins og upp á grunnsævinu nærri landi. Stund- um eru öldurnar á sjónum þykkar og miklar um sig úti á hafinu. Er þá talað um undiröldu upp við land. Er þetta hin kunna brimalda, sem brotnar með miklum gný og gauragangi þegar hún kennir grunns. Þegar öldugangur hafsins er með þessum hætti, þá er langt á milli öldu- toppanna. Hafa öldulengdir allt að 400 metrar verið athugaðar. Ölduhraðinn er venjulega ekki eins mikill og vindhraðinn. Þegar stormur er á hafinu, þá er ölduhraðinn um 10 til 12 metrar á sekúndu. Jarðskjálftar og eldgos á sjávarbotni valda stundum miklum öldum á sjónum. Þær öldur kallast flóðbylgjur, vegna þess að þær valda óeðlilega miklum flóðum þegar þær koma að landi. Þar ganga þær langt á land upp og sópa burt öllu, sem á vegi þeirra verður. Til viðbótar því, sem sagt var um sjávar- fallastraumapa við. útskaga og andnes hér á landi, er svo það að þeir gera sums staðar vart við sig inn á flóurn á þann hátt, að rastir mynd- ast, sem eru ekki skipgengar meðan straum- urinn stendur. Leita verður þar lags til að kom- ast leiðar sinnar þegar strauminn lægir eða áð- ur en hann vex, en það er um eða nálægt flóði eða fjöru. Rastir þessar myndast við það, að sjórinn með að og útfalli veður að renna í gegn- um þrengsli, en kemst ekki óhindraður leiðar sinnar á nógu stóru svæði. Ekki er slæmu sjó- lagi fyrir að fara í þessum innfjarðarröstum, því þar er „landvar" í öllum áttum, en straum- harkan er slík, að jafvel skip með miklu véla- afli fá ekki rönd við reist, en eiga á hættu að kastast upp á klettana •og verða þar til, gerist þau svo djörf að leggja út í strauminn. ófæra þessi stafar þó að nokkru leyti af þrengslum, sem eru það mikil, að varla má geiga til hvorr- ar handar, en væri svigrúm nóg kæmust kraft- mikil skip þar ferða sinna, þrátt fyrir straum- inn. Grímur Þorkelsson. ^tnœlhi — Higbee var bezti maður, sem nokkru sinni hefur verið uppi. — Hvernig veiztu það? — Eg kvæntist ekkjunni hans. ★ — Hefur sonur yðar enga fasta atvinnu? — Nei, ónei, ja, það er að segja, hann vinnur alltaf að því að koma af stað verkföllum. ★ Rós(v: — Hvað geturðu lengi haft þjónustustiilkurnar í vistinni? Hannr.: — Þangað til þær eru orðnar leiðar á mann- inum mínum. ★ Tvcir blökkumenn eru fyrir rétti í Ameríku, ákærðir fyrir að hafa brotið umferðareglurnar. — Hafið þið lögfræðing? spyr dómarinn. Nei, svaraði annar, við höfum ákveðið að segja satt og rétt frá öllu. ★ Prófessorinn: — Hvernig fer með gull, ef það er látið liggja undir beru lofti? Kandidatinn: — Því verður stolið, herra prófessor. V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.