Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 21
Jens V. Jensson HafnargeriHii á Fatreksfírði Eftirfarandi grein ritaði Jens V. Jensson, 1. vélstjóri á togaranum Verði, nú um síðastliðin áramót, og b'irtist hún í blaðinu „Patrekur“, sem gefið er út fjölritað á Patreksfirði. Þessi sköru- lega grein um hafnargerðina á Patreksfirði varð hinzta kveðja Jens V. Jenssonar til sveitarfélags síns og samborgara, því hann drukknaði er Vörð- ur fórst í lok janúarmánaðar s.l., eins og kunnugt er. — Ritstj. * Það munu fáir staðir, ef nokkrir eru, sem eiga eins algjörlega tilveru sína og afkomu- möguleika þess fólks, sem hann byggir, undir sjósókn og fiskveiðum, og Patreksfjörður. Þe'g- ar frá eru talin nokkur lítil og kostarýr sveita- býli, mun vera hægt að telja þá á fingrum sér, sem ekki eiga alla afkomu sína undir því, sem sjórinn gefur. Auðvitað er það hér’sem annars staðar, þar sem líkt stendur á, að það eru ekki allir, sem stunda sjó, — eru sjómenn — en það raskar ekki þeirri staðreynd, að þeirra tilvera á þess- um stað byggist einvörðungu á því, að fisk- veiðar séu stundaðar, því ef svo væri ekki, væru hér engir átvinnumöguleikar og þar af leiðandi ekki fjölmenn byggð. Fyrsta skilyrðið til þess, að hægt sé að stunda fiskveiðar frá einhverjum ákveðnum stað, með sæmilegum árangri, eru — nú — nokkurn veg- inn örugg höfn, — áður lendingarmöguleikar — og annað, hve langt er að sækja á þá staði, sem líkur eru til, að eitthvað aflist á, sem sagt á fiskimiðin. Eins og okkur er kunnugt um, eru auðug og aflasæl fiskimið hér mjög nálægt, og þau fiskimið, sem einkum eru sótt af stærri skipum, — botnvörpungum — og sem óhætt má telja einhver þau gjöfulustu hér við land, eru skammt hér úti af Vestfjörðum. Möguleikar til að nýta það, sem hefur aflazt á hverjum tíma, hafa líka verið góðir; skilyrði til fiskverkunar, meðan allur fiskur var salt- aður og þurrkaður, voru hin beztu, og nú, þegar farið er að flaka fiskinn og frysta, er ekki hægt að segja annað, en að vel sé fyrir því séð að verka hann á þann hátt, þar sem V í K I N G U R hér eru starfandi tvö hraðfrystihús. Það mætti því ætla, að við værum vel á vegi stödd með þennan eina framleiðsluatvinnuveg okkar, en svo er þó ekki. Á meðan fiskveiðar voru einvörðungu stund- aðar á opnum bátum, sem hægt var að kippa á land að afloknum hverjum róðri, og af hand- færaskipum, sem eingöngu voru gerð út að sumrinu, má segja, að vel hafi verið viðun- andi, og þó einkum eftir að bryggjan kom til sögunnar, en með tilkomu togaranna og stærri vélbáta og er farið var að stunda veiðar jafnt að vetri sem sumri, má segja að aðstæðurnar hafi stórum versnað. — Þegar á það er litið, Iiversu oft hefur hér oi'ðið stórtjón á báturn, og þá jafnvel rekið á land og gjöreyðilagzt, og hvei'su oft menn hafa oi’ðið að hætta lífi og limum til bjai'gai’, þegar hætta hefur verið á ferðum, er tæplega að undi'a, þó ekki hafi orðið meiri aukning í vél- bátaútgerð hér, en raun ber vitni, og rnenn, sem annai's hefðu haft vilja og getu, hafi hik- að við að leggja í svo vafasamt fyi'irtæki, — því tímar hafa heldur ekki vei'ið taldir, eða það aflatjón metið, sem hlotizt hefur af ei'fið- leikum við afgreiðslu togai'anna vegna veðurs. Algengustu hafnai'bætur hér á landi eru fólgnar í byggingu skjólgarða; það mun líka hafa komið til athugunar, en vegna óheppilegs botnlags og annai'ra staðhátta, mun það hafa þótt illgerlegt eða ómögulegt að byggja slíka garða hér, sem kæmu að nokkru gagni, og var því ekki gott í efni. Þá komu einhverjir auga á þann möguleika, sem hér var fyrir hendi, en sem mun óvíða hérlendis — ef þá nokkurs staðar — en það var vatnið, að breyta því í höfn með því að grafa það upp og korna því í samband við sjó. Það er ekki nema eðlilegt, að mai'gir væru van- trúaðir og skiptar væru skoðanir manna, þegar um slíkt stóx'vii'ki var að ræða, og ýmsir héldu slíkt ó’framkvæmanlegt, og að í of mikið væri ráðizt. Hér var líka um algjöra nýjung að í'æða, sem ekkei't fordæmi var fyrir hér á landi. 1D1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.