Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 25
Leiðréttingar og shýringar við grein Theódórs Pálssonar, er hann nefnir „IMokkrar athugasemdir.“ Þessar athugasemdir Theódórs eru út af frásögn, sem ég skrifaði og lét birta í jólablaði Sjómannablaðs- ins Víkingur 1947 og nefndi „Viðburðarrík sjóferð hafís- vorið 1915“, en ekki eins og Theódór nefnir hana „Við- burðarrík sjóferð liafisáriö 1915“. Þessi ritsmíð Theó- dórs er illkvitnislegur uppspuni, útúrsnúningur og per- sónuleg árás á mig. Vissi ég þó ekki annað, áður en ég las grein þessa, en að við Theódór værum gamlir góðkunningjar. Ég læt þá, sem lesið hafa frásögn mína í Víkingnum, dæma um það, hvort hún gefi tilefni til slíkra árása, sem athugasemdir Theódórs bera vitni um. Gils Guðmundsson ritstjóri Sjómannablaðsins Vík- ingur hefur sýnt mér það drenglyndi og góðvild að senda mér afrit af þessum athugasemdum Theódórs til umsagnar, sem hann vill fá birtar í Sjómannablað- inu Víking. Hefur Gils leyft mér óskorað rúm í blaðinu til andsvaga. Þakka ég Gils Guðmundssyni hér með fyrir þetta leyfi og mun nú taka athugasemdir Theó- dórs Pálssonar skipstjóra til nánari athugunar. Ég vissi það vel, að mótorbátur sá, sem Theódór Pálsson var skipstjóri á og um er getið í frásögn minni, hét Hafliði en ekki Helgi, komst ég í svo mikil kynni í þessari sjóferð minni við mótorbátinn Hafliða, að það er næsta ólíklega tilgetið að ég hefði gleymt hvað bát- urinn hét. Það er misritun að mótorbáturinn er nefnd- ur Helgi í handriti mínu, en Theódór sá sér þarna leik á borði og gerði sér mat úr þessari misritun. — Svona lagaðar villur geta komið fyrir hjá fleirum en mér, sem dæmi um það, skal ég segja Theódór frá því, þó ekki viti ég hvort hann vill trúa því, að fyrirsögnin á þessari grein minni er ekki rétt eins og hún stóð í handriti mínu. 1 handritinu stóð: „Viðburðarrík sjóferð hafísveturinn og vorið 1915“, en í prentuninni hefur orðið vetur.inn fallið niður, enda ber frásögnin í grein- inni það með sér, að þessi sjóferð gerist seinni part vetrar og vorið 1915. Þegar ég hafði lesið yfir grein mína í Sjómannablaðinu Víking og séð þessar tvær mis- sagnir í blaðinu, fannst mér þær ekki svo mikilvægar að ég sæi ástæðu til að láta leiðrétta þær, því þá datt mér ekki heldur í hug, að frásögn mín mundi gefa tilefni til andsvara, og allra sízt að það yrði eftir rúm Sigurður Sumarliðason hefur margt og mikið ritað um sjóferðir og sjómennsku sína og annarra, og vafa- laust sumt af kunnugleika og með sannindum. En ef margt er þar um frásögnina likt þessari grein hans, þá mundi þar margt betur óskráð. Theódór Pálsson, skipstjóri. tvö ár frá því að hún var skrifuð eða kom út í Vík- ingnum. Þegar byrjað var að skrá skip og báta í Sjómanna- almanakinu, sem voru minni en 30 rúmlestir að stærð, er mótorbáturinn Hafliði einnig skráður þar. — Nú ætla ég að viðhafa mjög líkt orðatiltæki um Theódór Pálsson eins og hann brúkar um mig í athugasemdum sínum. — Ég geri ráð fyrir að allar þær missagnir og rangfærslur, sem eru í athugasemdum Theódórs, séu ekki gerðar af ráðnum hug og það sé af sjóndepru að hann sér ekki í Sjómannaalmanakinu hvað mótor- báturinn Hafliði er þar skráður stór. Ef hann gat ekki lesið þetta hjálparlaust, var honum að sjálfsögðu vork- unnarlaust að láta aðra lesa þetta fyrir sig án teljandi fyrirhafnar. Theódór segir mótorbátinn Hafliða vera 9,9 rúmlestir, en í Sjómannaalmanakinu, sem er vett- vangur fyrir almenning og jafnframt heimildarrit, er hann talinn stærri. Sá, sem ætlar að gerast siðameistari fyrir aðra, skyldi varast það, að láta vopnið sem hann brúkar á aðra, snúast í sinni eigin hendi, svo það löðrungi ekki hann sjálfan. Það hefði verið betra og farsælla fyrir Theódór Pálsson að byrja aldrei á þess- ari ritsmíði sinni, því hún mun ekki verða honum til mikils sóma, þegar ég hef lokið þessu andsvari mínu. Þau tvö atriði í athugasemdum Theódórs, að á mótorbátnum hafi verið 9 manna áhöfn og 3 á heim- leiðinni og að báturinn hafi aldrei farið inn á Reykjar- fjörð, tel ég h'klegt að sé rétt, þó enga vissu hafi ég fyrir því. Ég segi í frásögn minni um þessi tvö atriði, að mig minni, með því gef ég i skyn, að ég fullyrði það ekki, að Hafliði hafi farið inn á Reykjarfjörð eða að á honum hafi verið 5 eða 0 manna áhöfn. Um þetta skal svo ekki frekar deilt, því það skiptir engu máli um það, sem er aðallega deiluefni í frásögnum okkar Theódórs, hvor okkar hefur hér á réttu að standa. Það hefði verið betra fyrir Theódór Pálsson að draga það ekki fram í dagsljósið, hvað olíuforði mótorbátsins Hafliða var lítill, því það sannar ótvírætt, að hann var neyddur til að láta Hafliða hanga aftan í Súlunni til Siglufjarðar. Ég er líka hræddur um að vátryggingar- félagið, sem Hafliði var tryggður hjá, hefði haft eitt- hvað við það að athuga og gert sínar athugasemdir, ef Theódór hefði lagt, án samfylgdar, með þennan olíu- forða og þriggja manna áhöfn í gegnum ógreiðfæran ís til Siglufjarðar, hefði eitthvað komið fyrir bátinn, jafnvel þó ekkert hefði komið fyrir hann, ef það hefði verið kært. — Theódór vill láta skína í það, að það hafi verið öryggistrygging fyrir Súluna að vera í sam- fylgd með mótorbátnum Hafliða til Siglufjarðar. Ein % V í K I N G U R 1CJ5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.