Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 27
£ki/t Línurit frá mótorum (Diagram) Eftirfarandi grein er erindi, sem hr. vélfræði- kennari E. Ryssel hélt í vélslcólanum í Kaup- mannahöfn veturinn 1949, og birtist seinna í vélstjóraritinu danska. Höfundurinn hefur góð- fúslega leyft mér að þýðd erindið og birta í ís- lenzkru tímariti. Andrés Guðjónsson. * Línuritin er hægt að nota m. a.: 1. Til að dæma gang mótorsins og finna galla við vinnuaðferð hans. 2. Til rannsóknar á því, hvort álaginu sé deilt jafnt á alla strokka mótorsins. 3. Til að reikna út hestöfl mótorsins. Hvernig línuritin eru tekin. Línuritin á að taka þegar mótorinn er heitur. Ef nota á línuritin til að ákveða hestöfl vélarinnar, er oft nauðsynlegt að skýra línurnar með oddmjóum blýanti, en ekki má gera það fyrr en búið er að rannsaka hvort nokkrir gallar á vinnu mótorsins séu sýnilegir á því, vegna þess að erfitt er að fylgja nákvæmlega hinum huga hann og smyrja og blása úr línuritarapípunni. Þegar tekin eru línurit, má ekki hafa línuritaralokann ritarinn (indikatoren) og línuritaradrátturinn er í lagi, og áður en línuritarinn er settur á strokkinn á að at- huga hann og smyrja og blása úr mælispípunni. Þegar tekin eru línurit, má ekki hafa mælislokann lengur opinn en nauðsynlegt er, og þegar búið er að taka 3—4 línurit, á að taka bulluna úr línuritaranum, þurrka hana og strokkinn vel og smyrja aftur. At- hygli skal vakin á því, að gormurinn sé hæfilega stífur og sé settur vel fastur, og munið, að hverjum mæli fylgja nokkrir gormar, mismunandi stífir, og því hægt að velja þann rétta í hvert sinn. En gæta verður þess, að nota einnig rétta bullustærð, því þvermál bullunnar verður að vera í réttu hlutfalli við gorminn. Pappír- inn á að vefja slétt á hólkinn og stilliskrúfuna verður að stilla þannig, að oddur ritarans þiýstist mátulega fast að pappírnum. Við að snerta oddinn lítillega með einum fingri, þegar oddinum er þrýst að pappírnum, er hægt að finna hvort slit er í línuritaraörmunum og jafnvel mæla hve mikið það er. Sé slit í örmunum, mun það valda göllum á línuritunum, eins og síðar mun skýrt verða. Línuritaradrátturinn. Á stórum mótorum eru oftast kringlur á kambásnum, eða á sérstökum ás, sem ætlaðar eru til þess að snúa Cif Júélat línuritarahólknum. Lengd snúrunnar er nú mátuð og gormurinn í hólknum er athugaður, en hann á að vera mátulega stífur til að halda snúrunni strengdri. Ef snúran er of löng, mun annar endi línuritsins verða þverhníptur, eins og klippt sé af honum; oft getur verið erfitt að sjá þetta á línuriti frá tvígengismótor. Sé snúran aftur á móti of stutt en teigjanleg, mun annar endi línuritsins (brunaendinn) verða þverhnípt- ur. Ef snúran er alltof stutt, slitnar hún. Ennfremur á að athuga, hvort snúran dragist um hjólin eða keflin, en það má hún ekki gera, því þá eru keflin eða hjólin föst. Þjöppunarlínuritið. Þegar hreyfitæki mælisins hafa verið stillt, er hægt að taka þjöppunarlínuritið, þ. e. línurit, sem tekið er af heitum strokk án þess að eldsneyti sé spýtt inn í hann. Það á að líta út eins og 1. mynd sýnir. Þar sézt, að útþenslu- og þjöppunarlínurnar falla saman. Þó getur átt sér stað, að línurnar falli ekki nákvæmlega saman í bugðunni. Þjöppunarþrýstingurinn, um 32 ato, er nokkuð minni en normalt á að vera, þar sem elds- neyti er ekki spýtt inn í strokkinn, og þess vegna er hitastigið lágt. óOo'tcr r 1. mynd. Gallar við línuritaradráttinn. Líti þjöppunarlínuritið út eins og 2. mynd sýnir, sézt að þjöppunar- og útþenslulínurnar falla ekki saman og munurinn er mestur í bugðunni. Þessu veld- ur skífan, sem dregur hólkinn; hún er ekki rétt stillt. Gailinn, sem kemur fram á myndinni, stafar af því, að skífunni var snúið tvær gráður frá réttri stillingu. Það er ekki hægt að sjá á línuritinu, hvort það er þjöppunar- eða útþenslulínan, sem er ofár, eða' hvort skífan á að snúast til hægri eða vinstri, til þess að hún verði rétt stillt, og verður því að finna hina réttu stillingu með tilraunum. Auðveldast er, ef hægt er, þegar mótorinn er stöðvaður, að setja línuritarann á sinn stað, snúa mótornum einn eða tvo snúninga, eftir V I K I N G U R 1G7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.