Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 5
buraeyjunum. Norðvestur af þeirri innri er grynni, sem skip verða að varast og eru hafðar flaggbaujur við það. Töluverðan kipp norður af því liggur Fugley, og eru grynni út frá henni með flaggbaujum. Höfnin er víðast 20 metra djúp og rúmlega það. Mundi víða haga vel til að gera hafnar- bakka sökum aðdýpis við klappirnar. Á miðjum firðinum sunnan við Færeyinga- höfn, liggur K’ekertak pinersok = Fagurey, bjarghóll 17 m. hár, lítill um sig. Þar er lítill viti, sem vísar leiðina inn fjörðinn, fram hjá Svartaskeri, sem liggur rétt fyrir utan mynni fjarðarins, sunnan við Sátut (Flögu), þar sem er hinn vitinn, sem ég hef minnzt á. Þarna er mjög vandratað þegar þoka er eins svört og hún getur orðið þarna. Á klöppunum í landi norðvestan við Fugley, eru nokkur hús, sem mér skilst að Danir hafi byggt, og spítali, ekki óvandað einlyft hús á kjallaragrunni. Hafa þessar byggingar verið gerðar á seinustu árum og má ég segja, að þær standi auðar að vetrinum, en fólkið, Danir og grænlenzkir starfsmenn þeirra, séu í Godthaab að vetrinum. Eru húsin notuð í sambandi við eftirlit Dana með höfninni, og Möller hét hann víst, danski umboðsmaðurinn þar, viðfeldinn karl að sögn þeirra, er kynntust honum. Ég vissi aldrei hversu margt fólk var þarna í þessu sambandi. En þarna er loftskeytastöð á vegum Dana og svo spítalinn. Veit ég eigi hversu mörg sjúkrarúm hann hefur, en hreint og fágað sýndist mér þar inn að koma. Á þessu svæði, sem húsin standa á, mætti koma fyrir nokkurri byggð, ef vel væri skipu- lagt, en ekki sýndist mér slíkt hafa verið hugs- að með staðsetningu húsanna. Þyrfti þó að brjóta niður nokkrar klappir til þess og slétta grunninn með því. En prýðileg aðstaða væri að gera þarna hafnarbakka. Vestur af húsun- um og þó reyndar inn á milli þeirra, er tjörn ekki mjög stór, sem neyzluvatn er tekið úr handa húsunum, og lágu leiðslupípur ofanjarð- ar á ýmsum stöðum upp úr tjörninni til hús- anna. Má óefað gæta hreinlætis í umgengni til þess að það vatn sé gott, því öll standa húsin hærra en tjörnin og hallar frá þeim flestum til hennar. Norðan við þetta svæði rís upp klapparhóll mikill, 27 m. hár frá fjörumáli. Kalla Færey- ingar hann Knausin og er réttnefni. Norður af honum gengur til vesturs nokkuð langur og mjór vogur og við hann stendur sjómannastofa Færeyinga. Snoturt hús, sem þeir kalla Livd (Hlífð). Veitir færeyskur prestur því forstöðu og hafði hann triggjar sera vakrar gentur og eini fríða frúgv sér til aðstoðar. Var sjómönn- um veittur þar beini, kaffi og matur eftir beiðni, og bækur til lestrar um kristiliga trúgv og „andre meget opbyggelige Romaner", út- gefnar af hinni dönsku Mission, ásamt litlu sindri af aldurslegum blöðum um pólitík og gudstrúgv með fyrrverandi fréttum. Var lestr- arsalurinn notaður við messugerð á sunnudög- um og oftar, ef þurfti. Prestfjölskylda þessi var ákaflega alúðleg og gestrisin. Þrjá drengi áttu þau, litla, sem ég sá. Voru þeir oft að leika sér á bát þar á víkinni. Vestur af sjómannastofunni var tjörn miklu stærri og dýpri en hin, er ég nefndi, og var hún aðalvatnsból hinna færeysku skipa. Ekki var nú samt betri tækni til vatnsfyllingar hjá þeim en svo, að þeir urðu að sækja vatnið á bátum í segli eða öðrum ílátum upp í voginn, en þangað niður í fjöruna lágu ofanjarðar fá- einar pípur, sem vatninu var náð í á sama hátt og í slöngu, sogaðist oft loft með í pípurnar, svo rennslið þraut. Úr þessum pípum voru not- aðar slöngur út í bátana. Mjög auðvelt hefði verið að koma þarna fyrir betri útbúnaði. Ókostur var á vatni þessu, sem og annars staðar, að það var fullt af flugnalifrum og ör- smáum pöddum og hefði því þurft að hreinsast áður en það var haft til neyzlu. Kemur þetta til af því, að allt vatn er þama tjarnarvatn, sem orsakast af landslaginu, og ekki til renn- andi lækur í öllum firðinum, utan afrennsli hinna stóru vatna, sem inni í landinu eru fyrir botni fjarðarins. Nokkuð fyrir norðan þennan vog, við svo- nefnda Möllersvík, höfðu Færeyingar komið sér upp dálítilli smiðju. Mátti heita að hún og sjó- mannastofan væru einu mannvirkin, sem þeir áttu þarna, að undanteknum nokkrum skúra- kumböldum yfir salt, sem voru hingað og þang- að kringum höfnina. Annars hlóðu þeir þeim fiski, sem þeir urðu að setja á land í stakka hingað og þangað um klappirnar, þar sem hæg- ast var hjá þeim að koma bátum að, því ekki lögðu þeir skipunum að. Unnu þeir við þetta oft af miklu kappi fram á nætur. Hlýtur þetta fyrirkomulag að baka færeysku sjómönnunum afskaplegt erfiði eftir strangar útilegur; og að síðustu, áður en þeir leggja af stað heim, að verða þá að skipa öllu um borð aftur á sama hátt. Nokkur munur, ef þeir hefðu bryggju og lyftitæki, sem gæti sparað þeim handaflið. Enda kom í sumar sendinefnd færeyskra lögþings- manna til að athuga aðstæður til úrbóta í þessu efni. VÍKINGUR 115

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.