Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 9
Sigurjón frá Þorgilsstöðum Landvættir Tveir smáþættir úr dagbókablöðum ævintýramanns I. Ég gerðist sjálfboðaliði í brezka hernum vor- ið 1942, hafði þá nýlega lokið prófi við flug- skóla vestur í Kanada. Nokkru seinna var ég kominn á Afríkuvígstöðvarnar við E1 Alamein. Þegar stórsókn Montgomerrys hershöfðingja hófst í lok októbermánaðar, var ég stjórnandi Spitfire orustuflugvélar, hafði lent í mörg lífs- hættuleg ævintýri, en jafnan komizt frá þeim heill á húfi. Eftir snörp átök í lofti og á láði í 24 dægur, bilaði vörn óvinanna, þeir yfirgáfu bækistöðvar sínar, undanhald þeirra hófst. Bandamenn ráku flóttann með kappi og harðneskju. Það var sótt yfir sandauðnir Líbyu, vinjar teknar, þorp og borgir. Flugsveitir studdu landherinn, sem sótti ódeigur fram með fallbyssuvagna og skriðdreka. Um jólin voru herirnir komnir vestur að Wadi Zemsen. Öxulveldin gerðu þar tilraun til þess að stöðva sóknina, höfðu dregið að sér liðs- auka og búizt um. Bandamenn námu staðar, herinn hvíldist og safnaði nýjum kröftum. Dag einn tók ég þátt í flugleiðangri, sem gerður var út til að njósna um viðbúnað and- stæðinganna. Vélin mín var skotin niður í ein- vígi við þýzkan Messersmit. Ég sveif til jarðar í fallhlíf; morguninn eftir náði ég sambandi við brezkan varðflokk og komst eftir stranga útivist heim í bækistöðvar flugsveitarinnar. Er ég hafði þrifað mig til, látið gera að skeinum mínum, rakað mig og farið í hreinan einkennisbúning, arkaði ég á fund flugsveitar- stjórans. Hann fagnaði mér, eins og ég hefði komið úr helju. Með fáum orðum lýsti ég ferða- lagi mínu, hann klappaði mér á herðarnar og fór viðurkenningarorðum um íslendinginn. Hjá honum var staddur Algiermaður, stór vexti og karlmannlegur, dökkur á brún og brá. Hann var mjög brúnn á hörund og fingur hægri handar hans voru að litarhætti eins og kast- aníur, enda svældi hann hvern egypska vindl- inginn eftir annan. Maður þessi hét Abdul Mórad, hafði stundað nám við enska háskóla, mikill vinur Breta og í þjónustu þeirra, hafði gert Öxulherjunum ýmsar skráveifur. Abdul Mórad gaf mér nánar gætur, meðan ég gaf skýrslu mína, ódulin forvitni var í augna- ráði hans. Hann mælti á góðri ensku: „Er þessi bjarthærði maður fslendingur?" „Já“. „Hví er hann í brezka hernum, kominn alla leið hingað norðan úr hrikaleiknum og þok- unni ?“ „Sjálfboðaliði". Algiermaðurinn brosti. Það skein á sterkar fagurlagaðar tennur hans. Brosið var barns- lega viðfelldið. Hann rétti mér hendina, mælti: „Þú bliknar sjálfsagt ekki, þó að sprengjurn- ar falli, springi og sundri jörðinni, ert alinn upp við hávaðann og hamfarirnar á íslandi, þar sem fjöllin hrynja, björgin molna og verða að dusti, er þau fara í loftköstum niður snarbratt- ar hamrahlíðar... Friður spámannsins sé yfir þér og húsi þínu, íslendingur". Handtak hans var þétt. „Hefur þú komið til íslands?" spurði ég. „Nei, nei, Allah forði mér frá því“. „Hver eru þá kynni þín af landinu?" Dökk augu hans leiftruðu. „Forfaðir minn einn kom þangað“. „Hvenær?“ Bros hans varð dapurlegt, afsakandi. „Níu- hundruð níutíu og fimm árum eftir dauða Múhammeðs spámanns", sagði hann. Svo bætti hann við eftir nokkra þögn: „Það ár voru á íslandi tyrkneskir víkingar frá Algier. Forfaðir minn var „reis“ á einu af þeim tólf ræningja- skipum, sem áttu að sigla norður til klettaeyj- unnar þinnar, og hann var á öðru skipinu, sem fyrst höfðu þar landsýn við austurströndina". „Einmitt það“, sagði ég kuldalega og yppti öxlum. Hann lést ekki taka eftir hreimnum í rödd minni, kveikti í nýjum vindlingi, brosti, starði fram fyrir sig, hrukkaði brýr, eins og hann væri að rifja upp rykfallnar minningar. Loks tók hann til máls, talaði hægt og dró seiminn: „Forfaðir minn hefur lýst þeim degi, er hann steig á íslenzka grund. Frásögn hans var svo skýr, lífsmagn og litmagn orðanna svo kyngi- V í K I N □ U R 119

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.