Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 13
hve mörg pund (kg-.) af kælivökva (gasi) hún getur dælt á ákveðnum tíma og með ákveðnum hita. Nokkur atriði, sem hafa áhrif á gasþungann, sem hægt er að dæla, eru tekin hér til athugunar: a) Sogþrýstingurinn: Eftir því sem hitastigið lækk- ar á soghliðinni, eimist gasið við tiltölulega lægri þrýsting. Þéttleiki gassins verður minni með lækk- aða þrýstingnum, og gasþunginn, sem þjappan dælir, minnkar hlutfallslega að óbreyttu rúmtaki. Með öðrum orðum: Minnkandi þrýstingur í eim- inum lækkar hitastigið þar, og jafnhliða fellur magn það í tonnum, sem þjappan getur dælt. b) Tómrúm í strokknum: 1 öllum þjöppum er nokk- urt tómrúm yfir bullinni, sem ekki verður hjá komizt. Gasið, sem eftir verður í strokknum í lok hvers þrýstislags, þenst að sjálfsögðu út að nýju á sogslaginu. Nærvera þessara gasleifa í strokkn- um, dregur úr því magni, sem sýgst inn með næsta slagi, sem svarar því rúmtaki, er eftir- legugasið hefur við sama þrýsting og innstreymis- gasið. Lítið tómrúm eykur hæfni þjöppunnar, og er þá talað um aukið rúmnotagildi. Vert er að veita því athygli, að tómið yfir bullunni eykur ekki orkuþörf þjöppunnar af þeirri ástæðu, að þessi ögn af gasi, sem eftir verður, gefur frá sér við útþensluna svipaða orku á bulluna og upprunalega fór til að þjappa því saman. Lítið tóm skiptir þvi mestu máli, ef nokkuð skortir á, að hún dæli eins miklu og með þarf. c) Afrásarþrýstingurinn: Ef ekki væri um þetta óumflýjanlega tómrúm að ræða í þjöppustrokkn- um, mundi afrásarþrýstingurinn ekki skipta svo gífurlega miklu um notagildi kælikerfisins. Því hærri sem afrásarþrýstingurinn er, því þéttara er gasið sem verður eftir í tómrúminu, og því meira dregur það úr því magni, sem inn kemur við næsta slag. Hár afrásar- eða þéttiþrýstingur dregur líka úr nýtingu kerfisins, með því að hann dregur líka úr hinum gagnlega bundna hita, sem hvert pund (kg.) af kælivökva, sem dælt er gegn- um eiminn, gefur frá sér. d) Óþéttir lokar: Sog eða þrýstilokar sem leka, svo VÍKINGUR og lélegir bulluhringir, draga að sjálfsögðu úr nýtingu þjöppunnar. Ástæðurnar fyrir því liggja í augum uppi. Aðrar afleiðingar af óþéttum lok- um verða teknar til athugunar síðar. Hestorkur. Orkan sem útheimtist til þess að draga þjöppuna, er háð tveim atriðum: a) þunga gassins, sem þjappað er saman. b) Hlutfall, eða notagildi þjöppunnar, sem gasið fer í gegnum. Það hefur þegar verið tekið fram, að eftir því sem sogþrýstingurinn fellur, dælir þjappan minna kæligasi, og þar af leiðandi, eins og tekið er fram undir (a) hér að framan, er orkuþörf hennar minni. Það er einnig sjáanlegt, að eftir því sem sogþrýst- ingurinn lækkar, eykst samanþrýst hlutfall þjöppunn- ar, eða það ástand sem útheimtir meiri orkuþörf. Það er hér eftirtektarvert, að einn gerandinn hefur tilhneigingu til að auka að sama skapi, sem hinir minnka orkuna, sem með þarf. Sigurvegarinn í tog- streitunni milli þessara tveggja andstæðu gjörenda er þunginn, alhliða andstaðan liggur í því, að minnka orku- þörfina við að snúa þjöppunni þegar sogþrýstingurinn fellur. Hestorkusmálest. Hestorkusmálest af kælivökva er eining, sem kæli- loftþjappan er reiknuð eftir. Sérhvert atriði, svo sem lægri sogþrýstingur og/eða hærri afrásarþrýstingur, sem eykur samanþrýstihlutfall þjöppunnar, eykur einn- ig orkuþörf hennar miðað við hvert pund (kg.) af gasi. Það skal þó tekið fram, að þegar sogþrýstingurinn fellur, minnkar þunginn sem dælt er hlutfallslega örar en orkan, sem útheimtist til að dæla honum. Heildar- orkuþörf þjöppunnar minnkar af þessum ástæðum, þó að hestorka á smálest aukist. Hærri afrásai'- eða kæliþrýstingur eykur hestorku á smálest, og eykur einnig orkuþörf þjöppunnar. Ástæð- an fyrir þessu er sú, að það hefur lítil áhrif á magn gassins sem dælt er, í samanburði við breyttan þrýst- ing á soggasinu. Afrásarhitastigið. Sjálfsagt er að forðast mikinn hita á afrásargasinu, það spillir greinilega smurningunni í strokknum, og sé um mikinn hita að ræða, geta hinir þunnu afrásar- lokar, sem notaðir eru í Freon-12 þjöppum, geiflast og eyðilagst. Svo getur staðið á, að nokkuð mikill af- rásarhiti sé óumflýjanlegur, og verður þá svo að vera. Stundum orsakast hitinn aftur á móti af ólagi á þjöpp- unni eða kerfinu, og er þá hægt að bæta úr því. Mikið má læra af stöðugri athugun á hita afrásar- gassins, er því gagnlegt að það sé stöðugt skráð í dag- bók kælivélanna. Hitinn á afrásai'gasinu í loftþjöppu, sem er í góðu lagi, nálgast það ástand, sem er fyrir hendi við svo- kallaðan adiabatiskan samanþrýsting. Þetta atriði gerir mögulegt að komast að raun um ástand gassins við þær aðstæður, sem eru fyrir hendi á hverjum tíma. Hið adiabatiska hitastig er hægt að reikna út, en það er miklu einfaldara að nota venjulegt Mollier- línurit af viðkomandi gastegund, og lesa af því af- rásarhitastigið við énda þeirrar línu, er sýnir adiabat- 123

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.